Lýðræði, siðastríð og valdaskak

Fráfarandi framkvæmdastjóri Nató og forsætisráðherra Danmerkur, Anders Fogh Rasmussen, stingur niður penna til að ræða Úkraínudeiluna. Fyrirsögnin er Siðastríð við Rússland.

Rasmussen hafnar alfarið að átökin um Úkraínu séu stórveldaátök Bandaríkjanna og Evrópusambandsins annars vegar og hins vegar Rússlands og ætti að skoða í landfræðilegu og sögulegu samhengi.

Nálgun Nató-mannsins er að stríðið við Rússland sé um siðagildi, sbr. fyrirsögnina. Hann segir Pútín reka þar austurfrá ,,fullveldislýðræði" sem kæfir frjáls skoðanaskipti og stýrir fjölmiðlum í þágu valdhafa.

Á móti fullveldislýðræði Rússa teflir Rasmussen fram vestrænu frjálslyndu lýðræði.

Hængurinn á málflutningi Rasmussen er einkum sá að Evrópusambandið, sem einn aðili Úkraínudeilunnar, stundar fullveldislýðræði, t.d. með því að láta þjóðir kjósa aftur ef þær kjósa rangt í fyrstu umferð. Írland hafnaði Lissabonsáttmálanum en var látið kjósa aftur. Þá er það ekki í samræmi við frjálslynt lýðræði að koma í veg fyrir að þjóðir kjósi um um sáttmála eins og þann sem kenndur er við Lissabon og stýrir verklagi Evrópusambandsins. Sum ESB-ríki eru heldur ekki fyrirmyndarríki lýðræðis, t.d. Ungverjaland. Ítalía, meðan Berlusconi naut við, var með fjölmiðlakerfi áþekkt því rússneska.

Lýðræði er rekið með ólíkum hætti á ólíkum stöðum. Það gildir bæði um Vestur-Evrópu innbyrðis og í samanburði milli fjarlægari lýðræðisríkja.

Tilraun Rasmussen til að klæða hefðbundið valdaskak stórvelda í siðgæðisbúning er ekki trúverðug.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband