Verkföll til að finna skynsemina

Nokkrar vikur í verkfalli þarf til að leita uppi skynsemina hjá óábyrgum verkalýðsforingjum sem ímynda sér að verðmæti verði til með því að ala á óánægju.

Allir sem kunna eitthvað fyrir sér í hagstærðum vita að til næstu tveggja til þriggja ára má reikna með tíu prósent kauphækkun eða þar í nágrenni.

Alveg sama hve óánægjan er mikil þá breytir hún ekki grunnstærðum hagkerfisins. Ef fólk þarf nokkurra vikna verkföll til að skilja einfaldar staðreyndir þá er um að gera að láta þeim það eftir.


mbl.is Skortir á skilning á afleiðingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Sum fyrirtæki eiga enga lífsvon nema í skjóli skítalauna. Það er ekki sjálfgefið að lægsti samnefnari fyrirtækja sé notaður þegar fjallað er um lægstu laun í samfélaginu.

Hér er eitt dæmi úr sjávarútvegi: HB Grandi hagnaðist um 5,6 milljarða 2014 og arðsemi eigin fjár var 18,6%. Stöðugildi hjá Granda voru 920 og því hagnaðist fyrirtækið um rúmar 6 milljónir á hvert stöðugildi á árinu 2014. Á sama tíma vælir þetta fyrirtæki hástöfum undan hækkun grunnlauna fiskverkafólks undir merkjum SA. Á sama tíma greiðir HB Grandi hluthöfum 2.720.000.000 kr. í arð fyrir árið 2014 eða sem svarar tæpum 3.000.000 kr. á hvert stöðugildi, eða sem svarar 250.000 kr. á hver stöðugildismánuð.

Það er nauðsynlegt að grisja fyrirtækjastabbann á Íslandi til að auka verðmætasköpun og hagkvæmni í rekstri. Að borga laun sem hægt er að framfleyta sér á er ein leið til þess.

Verðbólga er réttilega verbólguhvetjandi í gegnum veðtryggingu samhliða háum raunvöxtum. Ríkið gæti hæglega hamið verðbólguna með aðhaldi í ríkisrekstri og beinum aðgerðum til að lækka raunvexti niður í 1 til 1,5% sem mun nýtast fyrirtækjum til að greiða mannsæmandi laun.

Eggert Sigurbergsson, 8.4.2015 kl. 07:08

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Loki

Finnst þér ásættanlegt að fyrirtæki eins og HBGrandi hagnist einungis um þessa upphæð ? Hún dugir eftir skatt rétt svo til að kaupa eitt skip í flotann til að halda endurnýjun skipa í lágmarki. Eða þá í staðinn fyrir skipakaup að endurnýja einhverjar vélar, tæki og tól í skipin ig vinnsluhúsin ? Ný veiðarfæri og annað slíkt ? 

Það verður að sýna hagnað til að geta haldið fyrirtækjum á floti þannig að allt úreldist ekki go þá er síðan sjálfhætt rekstri!Þá er að finna aðra vinnu fyrir þessa 920 starfsmenn.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 8.4.2015 kl. 11:46

3 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Hagnaður HB Granda fyrir skatta var 6,6 milljarðar og eftir skatta 5,6 milljarðar.

Grandi fjárfesti fyrir 3,5 milljarða 2014 og ætlar að fjárfesta í tveimur uppsjávarskipum fyrir 6,7 milljarða og munu þessi tvö skip leysa af hólmi fjögur skip.

HB Grandi greiddi út úr fyrirtækinu 2,7 milljarða í arð til hluthafa en setti ekki þá peninga í endurnýjun eins og þú ætlar fisverkafólki að með því að hafa áfram lúsarlaun.

Það er klárlega svigrúm hjá HB Granda að gera betur svo um munar í launum til fisverkafólks án þess að skerða endurnýjunarmöguleika sína á einn eða annan hátt, arðgreiðslurnar sýna það.

Eggert Sigurbergsson, 9.4.2015 kl. 00:23

4 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Loki

Þarna er ríkissjóður að fá vel í kassann í skatti af öllum þessum góðu fjármunum. Svo segja menn að sársoltinn ríkissjóður almennings fái enkkert fyrir fiskinn í sjónum !

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 9.4.2015 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband