Einkalíf á opinberum vettvangi, með og án nektar

Einkalíf fólks er æ meira opinbert. Fólk byrjar saman á opinberum vettvangi og stundar fjölskyldulífið með síbylju sjálfsmynda á samfélagsmiðlum fyrir framan alþjóð.

Eftir því sem einkalífið færist í auknum mæli á opinberan vettvang verður erfiðara að draga mörkin milli réttar einstaklingsins til að vera með sig og sitt í friði annars vegar og hins vegar hvað er almenningur

Nekt er einkamál, eða var það til skamms tíma. Tilraun til að gera brjóst kvenna að sjálfsögðum hlut leiddi í ljós að samhengið skipir öllu.

Undir formerkjum hefndarkláms virðist réttarkerfið með tiltölulega skýra skilgreiningu á því hvar mörkin liggja milli löglegra og ólöglegra myndbirtinga af nekt. Skilin verða ógleggri þegar huglægar frásagnir fólks af misheppnuðu parsambandi rata á opinberan vettvang.

Einkalíf er verðmæti sem sífellt erfiðara er að verja fyrir opinberum ágangi.

 


mbl.is „Takk fyrir ad halda framhja mer sæta“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband