Fasismi eða ESB, segir Árni Páll

Formaður Samfylkingar lítur svo á að valið standi á milli fasisma og Evrópusambandsins. Árni Páll segir þetta í lok samtals við mbl.is Eyjan, sem er ESB-miðill, hefur eftirfarandi eftir formanninum

Fasismi, upplausn og endalaust lýðskrum í stjórnmálum Evrópu. Það er raunveruleg hætta í öllum löndum Evrópu, líka á Íslandi.

Formaður Samfylkingar sér heiminn í svörtu og hvítu; vini og óvini. Hann útilokar samstarf við aðra en ESB-sinna.

Árni Páll boðar kalt stríð í stjórnmálum, sem er afturhvarf til fortíðar.


mbl.is Jón Baldvin ekki orðinn afhuga ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Látum það vera þótt ÁPÁ velji breiðan pensil til að mála með, en verra er að þessi viðvörun hans missir marks. Fasismi, upplausn og lýðskrum lifa nefnilega ágætu lífi innan ESB, ekkert síður en utan. Mikið hlýtur það annars að vera súrt, þegar hesturinn sem maður var búinn að leggja allt sitt undir á, er farinn að hósta blóði. Ég má til með að benda á glænýjan pistil eftir sjálfan mig, sem er um ESB-blekkingar og ástæður vinstrimanna til að varast þær: Aðild að þrotabúi.

Vésteinn Valgarðsson, 5.3.2015 kl. 06:27

2 Smámynd: Andrés Magnússon

Fasismi, upplausn og endalaust lýðskrum í stjórnmálum Evrópu. Það er raunveruleg hætta í mörgum löndum Evrópu, tæpast öllum. En hvað hefur skapað þær aðstæður? Evrókratinn Árni Páll lokar fullkomlega augunum fyrir því. Sem er einmitt vandi Evrópu í hnotskurn.

Andrés Magnússon, 5.3.2015 kl. 11:18

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Stendur valið á milli fasisma og Evrópusambandsins? Nei það er rökvilla sem felst í tvíþættri rangtúlkun:

1. Að líta svo á að um sitthvorn hlutinn sé að ræða.

2. Að líta framhjá þeim valkosti sem er nú við lýði: hvorugt.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.3.2015 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband