Pútín hjálpar Grikkjum að sprengja evru-áþjánina

Evran er pólitískt verkefni Evrópusambandins með veika efnahagslega undirstöðu. Þessa staðreynd ætlar ný ríkisstjórn Grikklands að færa sér í nyt í bandalagi við Pútín forseta Rússlands.

Markmið Grikkja er að fá stóran afslátt af skuldum sínum við aðrar evru-þjóðir. Vegna Úkraínudeilunnar er Evrópusambandið í deilum við Rússa sem birtist m.a. í viðskiptabanni. Þýskir fjölmiðlar segja nýja ríkisstjórn Grikklands nána Rússum og ætlar að tala máli Rússa innan ESB.

Valdakerfi ESB byggir á samstöðu. Ef eitt ríki, þótt lítið sé, eins og Grikkland, rýfur þessa samstöðu skapast vandræði. Undir venjulegum kringumstæðum er viðkomandi ríki ýmist mútað eða hótað til að fylgja yfirlýstri stefnu ESB.

En nú stendur þannig á að ekki er hægt að hóta Grikkjum, þeir eru fyrir í óþolandi stöðu. Og múturnar, sem Grikkir krefjast, stórfelldur afsláttur af evru-skuldum, er meira en ESB hefur efni á sökum fordæmisins sem slík niðurstaða væri öðrum skuldugum evru-þjóðum.

Tspiras, nýi sterki maðurinn í Aþenu, ætlar að læsa klónum saman við Pútín til að ná fram pólitískum markmiðum sínum gagnvart ráðandi öflum í ESB. Tspiras er róttækur vinstrimaður en fyrir í vinahópi Pútíns í ESB-ríkjum er t.d. María Le Pen foringi hægrimanna í Frakklandi og eindreginn andstæðingur evrunnar.

Evran verður Evrópusambandinu dýrkeypt áður en yfir lýkur.


mbl.is Grískir bankar hljóta útreið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skeggi Skaftason

En hvað eiga Rússar að gera fyrir Grikki? Lán þeim peninga? Gefa þeim peninga?  Grikkir gætu sagt sig úr Evrusamstarfinu og lýst yfir ríkisgjaldþroti eins og Argentína, en hvernig ættu Rússar að geta gert þeim það auðveldara? Leyfa þeim að taka upp rúblur??

Skeggi Skaftason, 29.1.2015 kl. 09:26

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Peninga? Dettur þér engin önnur gildi í hug ? T.D. Bandalag/samstaða gegn kúgurum, vinátta.

Helga Kristjánsdóttir, 29.1.2015 kl. 10:21

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Grikkland er á SA-hluta Evrópu þar sem ófriður kviknaði fyrir 100 árum og misheppnuð evrópsk bandalög sáu til þess að úr varð fyrri heimsstyrjöld.

Páll Vilhjálmsson, 29.1.2015 kl. 11:38

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Tsipras er ekkert ,,vinstrimaður".  Hann er popúlisti.  Lýðskrumari.

Þeir sem þekkja til mannsinns segja, að það sem skipti hann mestu máli sé að hann sé aðal.  Hann sé búinn að vinna af einbeitni að þessu markmiði í nokkur ár, komast í þessa stöðu, og flestir telja að hann eigi auðvelt með að bakka frá fyrir fullyrðingum sem eru margar og stórar.

Syriza í framhaldi er ekki einn flokkur.  Syriza er margir flokkar þar sem talsvert er um innbyrðis deilur um afstöðu til efnisatriða.

Miðað við hvernig Tsipras og fl. tala, þá eru þeir að ofmeta stöðu sína gríðarlega, - ef þeir þá yfir höfuð meina eitthvað af því sem þeir segja.

Fyrstu dagar í embætti eru athygliverðastir að því leiti, - að sáralítill munur virðist vera á Tsipras og aðalmönnum á undan honum.

Það er ekkert ný umræða í Grikklandi að leita skuli til Rússa.  Það er ekkert vegna einhvers ,,vinstri".  

Kirkjan?  Kveikir það á einhverjum perum?  Rétttrúnaðarkirkjan??

Tengist þannig.  Miklu meiri tengsl milli Rússlands og Grikklands en td. Vestur-Evrópu og Rússlands vegna þessa atriðis.

Ennfremur er reyndar rangt að þetta sé eitthvað aðalupplegg Grikkja.

Aðaluppleggið er, að grikkir ætla að breyta ESB með Aðildinni að Sambandinu.

Það upplegg þeirra meikar að vissu leiti sens því aðildarríkin móta afstöðu Sambandsins, eins og gefur að skilja.

Vandamálið er hinsvegar að tal Syrizamanna í aðalatriðum hefur verið þess eðlis, - að engar líkur eru á að þeir nái sínum ýktustu fullyrðingum fram.

Þeir get náð einhverju, allt er samningum háð, hægt að semja um allt.  En þá verður afstaða Syriza að vera þokkalega á jörðinni en ekki á tunglinu.

Þeir sem þekkja til Tsiprisar telja að hann eigi auðvelt með að svissa yfir á raunsæis gírinn.  Vegna þess að það sem skiptir hann mestu máli er ekki hugmyndafræði heldur persónulegar metnaður.  Að verða leiðtogi Grikklands.  

Sagt er að hann þarna, Papandreo minnir mig hann heita, sé fyrirmynd hans.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.1.2015 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband