Játning Þorsteins: þingkosningar ráða ESB-ferlinu

Þingkosningar eru eina leiðin að ákveða hvort Ísland leggi upp í ESB-ferli, segir Þorsteinn Pálsson í bloggi og talar fyrir óstofnaðan ESB-flokk.

Þetta er laukrétt hjá Þorsteini. Þjóðin valdi nei-flokka í síðustu þingkosningum og því á að afturkalla ESB-umsókn vinstristjórnar Jóhönnu Sig. frá 2009. Án afgerandi meirihluta á alþingi er óhugsandi að Ísland sé í ESB-ferli. Núna er það viðurkennt af einum helsta talsmanni ESB-aðildar landsins.

Takk, Þorsteinn Pálsson.

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

ekki rétt Páll.  þjóðin valdi flokka síðast sem ætluðu að lækka skatta og leiðrétt skuldir okkar um 200-300 milljarða kr.  báðir þessir flokka LOFUÐU að við fengum að kjósa um áframhaldandi viðræður eða ekki.  EKKERT AF ÞESSU hefur .......

Rafn Guðmundsson, 23.1.2015 kl. 23:44

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Rafn - þú sýnir í hverjum skrifum þínum á fætur öðrum að þú kannt ekki að lesa, að minsta kosti lestu þér ekki til gagns.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 24.1.2015 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband