Spilling, fréttahönnun og fjölræði

Björn Ingi Hrafnsson og Jón Ásgeir Jóhannesson eru ekki trúverðugustu eigendur fjölmiðla; um það er sagan ólygnust. Reynir Traustason og hans slekti var heldur ekki ýkja merkilegt í blaðamennskunni sem oft var meira í ætt við fréttahönnun en frásagnir af atburðum líðandi stundar.

Að þessu sögðu er fjölræði á fjölmiðlamarkaði margfalt betri en fákeppni, eins og E.B. White skrifaði fyrir daga netmiðla í frægri ritsmíð, og benti á að einar öfgar þjóna oft hlutverkinu að afhjúpa aðrar.

Nú ætla hraktir DV-arar að stofna til nýrrar útgáfu. Gangi þeim vel.    


mbl.is „Sá hlær best sem á spilltustu vinina“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband