Guð byrjaði með eldgosi

Í Saudí-Arabíu heitir eldfjall Hala al-Badr. Á því eldfjalli birtist guð Móses, eins og segir í annarri Mósebók Gamla testamentisins: ,,Þá birtist honum engill Drottins í eldsloga sem lagði út af þyrnirunna nokkrum." Aðalefni Der Spiegel er upphaf eingyðistrúar sem verður seinna að þeirri kristni sem við þekkjum í dag.

Spiegel byggir frásögn sína á rannsóknum raunvísindamanna eins og Colin Humphreys og fornleifafræðingnum Israel Finkelstein til að sviðsetja atburðina sem leiddu gyðinga úr ánauð Egypta og þar með nýrra trúarbragða þar sem einn guð var miðlægur.

Biblían er margendurskoðuð bók sem byggði á munnmælum. Með stuðningi rannsókna annarra fræðigreina en guðfræði er reynt að setja saman frásögn af því hvernig eingyðistrú varð til.

Hvort guð verði við þessa tiltekt mönnum hugstæðari eða ekki er aukaatriði. Vegir guðs eru órannsakanlegir, eins og segir í bók bókanna, og tilgátan um að guð hafi byrjað með eldgosi er ábyggilega ekki síðasta orðið í guðspælingum mannanna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: FORNLEIFUR

Rugl, húmbúkk og hindurvitni, og aftur rugl.

Lengi töldu ýmsir "fræðingar", t.d. Siegmund Freud, að Sínaífjall væri eldfjall og tengdu sögnina um Móses og eldinn í þyrnirunnanum við Sínaí. Síðan gerðu menn sér grein fyrir því að Sínaífjall væri ekki eldfjall!

Nú ærast fantasíugerðarmenn yfir Hala-al Badr. Fjallið gaus síðast löngu fyrir sögulegan tíma, löngu fyrir Móses eða tilurð eingyðistrúar. Ef menn lesa Gamla Testamentið á frummálinu, verður þeim kannski ljóst, að ekki er verið að lýsa eldfjalli.

FORNLEIFUR, 23.12.2014 kl. 11:47

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

"Vegir guðs eru órannsakanlegir, eins og segir í bók bókanna . . ." skrifar Páll. Reyndar stendur þetta hvergi í Bíblíunni.

Wilhelm Emilsson, 23.12.2014 kl. 21:52

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þeir hafa þá verið nokkrir fræðingar eins og Sigmund Freud ,sem grúskuðu í gamla Testamentinu,en Freud hefur líklega verið að tala um draumaráðningu. Algengt er að þýddar vísindagreinar um hvaðeina í heimi og geimi,sé breytt eftir að menn höfðu komist að því gagnstæða,sem fyrri frétt boðaði.------ Svo ekki sé minnst á hollustu fæðu, sem neytt höfum um áraraðir er allt í einu hin mesta skaðsemis næring. 

Helga Kristjánsdóttir, 24.12.2014 kl. 03:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband