Krónan; hægri og vinstri hagstjórn

Almenningur má þakka það krónunni að kaupmáttur vex hratt. Með því að krónan tók á sig höggið með hruninu varð Ísland samkeppnisfært á einni nóttu og vinnuaflið fór í arðbær störf. Hægrimenn skilja undirstöðuatriði hagfræði en vinstrimenn láta hugmyndafræði villa sér sýn.

Vinstristjórn Jóhönnu Sig. skildi ekki einföldustu atriði hagstjórnar og hataðist við krónuna, vildi evru í staðinn.

Eftir því sem leið á kjörtímabil ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. kom æ betur í ljós hve krónan gagnaðist Íslandi vel. En vinstrimenn voru svo heillum horfnir og blindaðir af hugmyndafræði ESB að þeir gátu ekki fyrir sitt litla líf endurskoðað sína pólitík í ljósi reynslunnar. Þess vegna stórtöpuðu vinstriflokkarnir vorið 2013 þrátt fyrir að krónan væri búin að leggja grunn að hagvexti.

Ríkisstjórn Sigmundar Davíð gaf út að krónan yrði framtíðargjaldmiðill Íslendinga. Þar með var óvissunni um gjaldmiðilinn eytt, sem vinstrimenn höfðu viðhaldið í fjögur ár. Fjármálaráðherra Samfylkingarinnar, Katrín Júlíusdóttir, gerði sér far um að rakka niður krónuna og segja hana ónýtan gjaldmiðil.

Til að efnahagskerfi okkar þrífist verða hægrimenn að stjórna landinu; vinstrimenn að vera í stjórnarandstöðu.


mbl.is Hraðasti vöxtur kaupmáttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Fólk þarf alltaf að vera að að hugsa 100 ár fram í tímann en ekki festast í einstaka smá-atriðum & upphrópunum tengt ESB/EVRU frá degi til dags:

Það er hægt að finna marga ókosti við ESB; en deilan mun alltaf snúast um; hvort vegi þyngra kostirnir eða gallarnir tengt því að tengjast stærra hagkerfi: 

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/1407151/

Jón Þórhallsson, 20.12.2014 kl. 15:57

2 Smámynd: Steinar B Jakobsson

ESB fór vel af stað með Adenauer og Schumann, en út af sporinu með Kohl og Mitterand vegna þess að þeir vildu byrja á EVRUNNI, sem ætti í raun að vera lokahnykkurinn eftir langt aðlögunnarferli!

Steinar B Jakobsson, 20.12.2014 kl. 16:44

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jón Þórhallsson, ef við horfum hundrað ár fram í tímann, sjáum við að þar verður engin evra og hugsanlega enginn dollar.  Það er gott að gera langtímaplön en menn verða að vera raunsæir hvað það varðar.  Það er talað um að erfitt sé að gera lengri plön en til fimm ára þegar "hrein" efnahagsmál eru annars vegar en aftur á móti er gott að gera áætlanir um þróun þjóðfélagsins og hvert skuli stefna (alveg til 50 eða 100 ára).  Það er staðreynd að ef Ísland hefði verið búið að taka upp evru, þegar hrunið átti sér stað þá hefði "höggið" verið enn meira en raun bar vitni og ekki víst að Ísland hefði náð sér á strik aftur efnahagslega.  Ég hef farið yfir kosti og ókosti ESB og það sem ég sá var að ókostirnir eru mun fleiri og stærri en ókostirnir.  Ég var mjög einarður ESB-sinni, án þess að hafa alveg kynnt mér málið svo held ég að sé um fleiri.  Því fór ég í þessa athugun og eftir það er ég einarður NEI-maður.......

Jóhann Elíasson, 20.12.2014 kl. 16:57

4 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ef að TISA-samningurinn mun halda áfram og mun verða algerlega samtvinnaður ESB í framtíðinni; þá er kannski ekki sniðugt að halda áfram vegna of mikils valda-afsals.

Það þarf stöðugt að vera að endurmeta þessi mál eftir nýjustu fréttum.

Jón Þórhallsson, 20.12.2014 kl. 17:28

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Svo sannarlega voru hægri stjórnir við völd með Sjálfstæðisflokkinn sem leiðandi afl á árunum 1991 til 2009. Og árangurinn lét ekki á sér standa í lok þess tímabils. 

Ómar Ragnarsson, 20.12.2014 kl. 18:46

6 Smámynd: Bjarni Jónsson

Það er hægt að setja Amen á eftir efni þessa pistils Páls, því að hverjir vilja ekki, að hagkerfi landsins þrífist.  Það er ekki nóg með, að hinu villta vinstri hafi verið hafnað við landstjórnina, heldur var greyjunum hafnað í flestum sveitarfélögum.

Bjarni Jónsson, 20.12.2014 kl. 18:49

7 Smámynd: Jón Þórhallsson

Málið ætti ekki að þurfa að snúast um hægri/vinstri pólitík þegar að það kemur að umræðunni um það hvort að íslenska ríkið/ÞJÓÐARSKÚTAN  þurfi að tengjast stærra hagkerfi eða ekki.

=Það er eins og að deila um það hvort að vélin í varðskipinu þurfi að vera í lagi

Jón Þórhallsson, 20.12.2014 kl. 19:31

8 Smámynd: Jón Þórhallsson

 90% Þjóðarinnar teldi það kost að geta tengst stærra hagkerfi í framtíðinni.

--------------------------------------

Af þessum 90%; hefðu eflaust 60% þjóðarinnar geta sætt sig við EVRUNA.

-------------------------------------

Þar sem að TISA-samningurinn er í loftinu; þá gæti verið komin upp ný staða: 50% með og 50% á móti ESB/EVRU.

Jón Þórhallsson, 20.12.2014 kl. 23:35

9 Smámynd: Rafn Guðmundsson

flestir vita að 'krónan' okkar er ónýt þótt að nokkrir haldi annað - meira að segja núverandi stjórn enda væri þeir ekki að losa okkur útaf höftunum 

Rafn Guðmundsson, 21.12.2014 kl. 01:49

10 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Eftir 70 ára sögu lýðveldisins þá er stendur upp úr að það eina sem er ónýtt á Íslandi eru vinstrimenn. Greyin eru svo óheppnir að það býr röng þjóð í landinu sem hefur hafnað þeirra visku meira og minna síðustu 70 árin.

Eggert Sigurbergsson, 21.12.2014 kl. 10:55

11 Smámynd: NonniV

Já Ómar Ragnarson, árangurinn lét ekki á sér standa, kaupmáttur varð sá sami og hann var árið 2004. Ef vinstri stjórn hefði verið við völd á þessu tímabili hver hefði kaupmáttúrinn verið 2004?

Hitt er svo annað að það fjármálakreppan hafi haft eitthvað að gera með hver var í ríkisstjórn, það er auðvitað della. Hins vegar ríkisstjórnin sem tók við hún þverskallaðist við að taka nokkrum ráðum frá þeim sem áður höfðu farið í gegnum svipaða kreppu og lært af reynslunni.

NonniV, 21.12.2014 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband