Vinstrimenn þykjast þreyttir á vitleysunni

Margrét Tryggvadóttir segir umræðuna um börn og kirkjuheimsóknir leiðinlega og fundna upp af valdaköllum til að drepa umræðunni á dreif. Agli Helgasyni er þessi umræða einnig frekar leið.

Varaborgarfulltrúi Vg, Líf Magneudóttir, setti kirkjuheimsóknir á dagskrá umræðunnar.

Skiljanlegt er að vinstrimönnum leiðist að fáir tóku undir með Líf, nema harðkjarnavinstrið. Oft er lítil innistæða fyrir málefninu sem þeir setja á dagskrá en þeim leiðist ekki nema þegar umræðan er þeim mótdræg.

ESB-umsóknin er þó stórt mál sem vinstrimenn bera ábyrgð á. Nú þegar öll vötn falla frá Brussel hljóta vinstrimenn að efna til djúprar efnislegrar umræðu um umsóknina. 


mbl.is Fleiri Bretar vilja úr ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Góð greining sem oftar hjá þér kæri Páll.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 20.12.2014 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband