Vinnandi fólk á framfæri fatlaðra

Formaður Öryrkjabandalags Íslands,Ellen Calmon, sagði í viðtali (6:52) að um 49 þúsund Íslendingar væru fatlaðir. Í ljósi þess hve hátt hlutfall þjóðarinnar er fatlaður, og margir uppgötva ekki fötlun sína fyrr en á fullorðinsárum, þá vaknar spurningin hvort vinnandi fólk ætti ekki að komast í framfærslu hjá fötluðum.

Ef vinnandi fólk er óánægt yfir meðferðinni sem það fær hjá fötluðum er hægt að gera sjónvarpsauglýsingu, fyrir peninga úr sjóðum fatlaðra, því þeir eru jú ótæmandi, þar sem gert er grín að talsmönnum fatlaðra og spurt hvort ríkisstjórn fatlaðra ætli nú ekki efna loforðin um áhyggjulausa ævidaga vinnandi fólks.

Það veit guð að vinnandi fólk á skilið smá breik frá fötluðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ekki yrði ég hissa ef þú yrðir næsta stjarnan í auglýsingum ÖB.

Ragnhildur Kolka, 20.11.2014 kl. 22:30

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Góður vinkill kæri Páll.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 21.11.2014 kl. 06:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband