Mest hætta á fréttafölsun á Íslandi

Fréttafölsun er það þegar fjölmiðlar afbaka heimildir til að fá út allt aðra frétt en stendur í þeim. Kjarninn falsaði frétt um samanburð á fátækt í Evrópu til að Ísland kæmi sem verst út.

RÚV falsaði ummæli forseta Evrópusambandsins. DV falsar skipulaga veruleikann með því að efna til herferðar gegn skotmörkum sínum. Allt sem birtist um auðmenn og umsvif þeirra í 365-miðlum er sett fram með hagsmuni eigandans í fyrirrúmi.

Fréttafölsun er svo ríkur þáttur í íslenskum fjölmiðlum að enginn þeirra, utan Viðskiptablaðið, þorir að halda úti fjölmiðlarýni. Íslenskir fjölmiðlar eru þeir lélegustu á vesturlöndum.


mbl.is Minnst hætta á fátækt á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: FORNLEIFUR

Er fréttafölsun ekki að hluta til afleiðing þess að íslenskir blaðamenn stíga ekki allir í vitið og geta ekki lesið sér erlend tungumál til gangs??  Ég bara spyr.

FORNLEIFUR, 5.11.2014 kl. 09:35

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ekki væri það gæfulegt Fornleifur minn,ef sem næst allir aðrir vel læsir teldust óvitar sem trúa því sem þeir lesa.

Helga Kristjánsdóttir, 5.11.2014 kl. 10:54

3 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Hætta á fréttafölsun eykst eftir því sem færri óháðir fjölmiðlar eru.

Hér er enginn óháður fjölmiðill og hættan á fölsunum því mikil

Óskar Guðmundsson, 5.11.2014 kl. 16:11

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ég leyfi mér nú að vitna í Moggann.

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/05/07/islenskir_fjolmidlar_njota_mest_frelsis/

Greinin er reyndar ekki glæný, en ef Páll er með heimildir til að rökstyðja mál sitt, þá sýnir hann okkur þær kannski.

Wilhelm Emilsson, 5.11.2014 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband