Umræðuheimskan

RÚV, DV og vinstriflokkarnir standa fyrir umræðu um vopnamál lögreglu sem ekki er ætlað að upplýsa heldur fávitavæða. Aðalfrétt RÚV í gærkveldi voru ummæli talsmanns norska hersins um að til væri samningur um að  Landhelgisgæslan keypti byssur af norska hernum fyrir tíu milljónir króna.

Umræðueðjótarnir tóku byssur Landhelgisgæslunnar og hristu þær saman við vélbyssur lögreglunnar og fundu út allsherjarsamsæri þar sem koma við sögu fantasíur þingmanna úr tölvuleikjum.

En hverjar eru staðreyndir málsins? Jú, lögregla og Landhelgisgæsla eiga vopn til að beita þegar nauðsyn krefur. Er lögregla og Landhelgisgæsla þekkt fyrir að misbeita vopnum sínum? Nei. Er eðlilegt að vopnin séu endurnýjuð? Já.

Forheimskun umræðunnar um vopnamál lögreglu sýnir rökréttar afleiðingar DV-væðingar RÚV.

 


mbl.is Stóð aldrei til að kaupa vopnin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ég myndi vilja hafa pólitískan forseta yfir íslandi

sem þyrfti að bera ábyrgð á sinni þjóð.

=Hann þyrfti að vega og meta þörf fyrir varnir og forgangsröðun fjármuna.

Jón Þórhallsson, 24.10.2014 kl. 09:15

2 Smámynd: sleggjuhvellur

hafa þeir átt hríðskotabyssur áður?

sleggjuhvellur, 24.10.2014 kl. 10:28

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Nei en þær eru mun öruggari að hæfa það sem miðað er á, ef aðsæður yrðu svo geigvænlegar að beita þyrfti þeim.

Helga Kristjánsdóttir, 24.10.2014 kl. 12:05

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

leiðr:Aðstæður.

Helga Kristjánsdóttir, 24.10.2014 kl. 12:05

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þegar í stað opinbera rannsókn á þessu ljóta máli og þegar í stað, n´na strax eftir hádegi, þarf að fara í það að kanna af óháðum aðilum, þá helst frá ESB eða Danmörku, hvert þessi drápstól hafa farið.

Það er núna farið að tala um mörg-hundruð drápstól sem hugsanlega hafa farið bara eitthvað og eitthvað. Stóralvarlegt mál.

Svo þarf forsætisráðherraguttinn að fara að haga sér þokkalega iens og maður en ekki eins og fífl og stíga útúr greni sínu og tala til þjóðarinnar og segja henni satt um ástand mála.

Öllum almenningi er mjög brugðið sem vonlegt er.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.10.2014 kl. 12:35

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Er síðuhöfundur ákafur stuðningsmaður vélbyssuvæðingar lögreglunnar?

Guðmundur Ásgeirsson, 24.10.2014 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband