Rothögg á áfengisfrumvarp

Nærri 70 prósent þjóðarinnar eru á móti sölu áfengis í matvöruverslunum, samkvæmt könnun.

Öll rök standa gegn afnámi núverandi fyrirkomulags áfengissölu nema frjálshyggjurökin í þágu fákeppnisverslunarinnar.

Þingmenn á alþingi Íslendinga geta ekki farið gegn heilbrigðri skynsemi og afgerandi meirihluta þjóðarinnar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Páll þetta er skrítin staða, það er hægt að selja hin og þessi hættulegu efni í öllum matvöruverslunum eins og klór og vítisóda til gasi og olíu...

En það má ekki selja léttvín og bjór sem gæti svo sannarlega hjálpað rekstri margra verslana...

Eru þessi 70% að segja að þau treysti ekki sjálfum sér til að standa frammi fyrir þessari freistingu ef freistingu er hægt að kalla...

Hvað veldur því að 70% þjóðarinnar vilja þetta ekki er ég ekki að skilja, ef það er ekkert vandamál hvað er þá að óttast og það gleymist líka alveg að ræða þann þátt sem þetta gæti gert í forvörnum varðandi þeirri svörtru áfengissölu sem er í gangi...

Hún myndi hugsanlega breytast og það yrði ekkert annað en gott við það...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 23.10.2014 kl. 11:45

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Almenningur hefur alltaf val á kjördag á 4 ára fresti;

varðandi það hvaða stefnu hann vil taka inn í framtíðina.

Jón Þórhallsson, 23.10.2014 kl. 11:54

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þetta er bara röng skoðunarkönun ekki spurning;Kveðja

Haraldur Haraldsson, 23.10.2014 kl. 13:27

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það má segja að þú hittir naglann á höfuðið Ingibjörg, sala á áfengi í matvöruverslunum mun vissulega hjálpa þeim. En eru þær hjálpar þurfi? Er ekki einstaklega góður hagnaður af matsöluverslunum á Íslandi? Þar sem fákeppni ríkir þarf ekki að óttast rekstrarvanda.

Hitt er svo spurning, hvort matsölukeðjurnar muni halda uppi góðu úrvali af guðaveigunum, eða hvort þær velji að selja einungis þær veigar sem öruggt er að seljist og gefi mestann hagnað.

Um að skoðanakönnunin segi að 70% þjóðarinnar treysti ekki sjálfri sér til að standa frammi fyrir vínflöskum í matvörubúð, er langsótt. Mun frekar er að 70% þjóðarinnar treysti ekki matvörukeðjunum til að höndla með þessa vöru.

Aðgegni til kaupa á víni er ágætt eins og er þó sumum þætti kannski ágætt að geta keypt sér flösku hvenær sem er sólahrings. Hinu má heldur ekki gleyma að ÁTVR hefur stórbætt úrval í sínum verslunum hin síðari ár og má stórlega efast um að sá standard haldist. 

Það er svo alltaf spurning hvort ríkið eigi að standa í smásölubissness. Ég get vel tekið undir þá skoðun að selja beri verslanir ÁTVR. En þá þarf líka að setja um það reglur, þannig að þær verði áfram reknar sem sérvörubúðir og að ekki verði möguleiki á að stórir einokunarhringar komist yfir þær. 

Gunnar Heiðarsson, 23.10.2014 kl. 20:54

5 Smámynd: Elle_

Ef það er satt að 70% treysti ekki sjálfum sér er voðalega stór hluti fólks í landinu með enga eða litla sjálfstjórn.  Páll, það eru ekki öll rök gegn núverandi fyrirkomulagi um forræðishyggju og ríkisstjórn á þessu.

Elle_, 24.10.2014 kl. 00:32

6 Smámynd: Guðmundur Jónsson

""Hringt var í 1.241 mann á öllu landinu dagana 21. og 22. október þangað til náðist í 801.?""

Fólk með skráða símanúmer hjá já.is og leifir að hringt sé ísig og nennir að svara skoðankönnun í síma er minnihlutahópur á íslandi.

Guðmundur Jónsson, 24.10.2014 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband