Þrengt að lögsókn til þöggunar

Tjáningarfrelsið virðist nokkru víðara í Strasbourg en Reykjavík. Í dómi Mannréttindadómstólsins í máli Erlu segir að orðin sem hún var dæmd fyrir í Hæstarétti ætti að flokkast sem gildisdómur.

In light of the above, the Court is of the view that the affirmation that it was “not appropriate” that Mrs X “work[ed] in a primary school” ought to have been regarded as a value judgment. 

Gildisdómar skulu refsilausir og því hefði Hæstiréttur átt að sýkna Erlu.

Hæstiréttur hefur raunar víkkað skilgreiningu sína á gildisdómum undanfarin ár. Í hæstaréttardómi nr.  673/2011,  gerir Hæstiréttur kröfu til að gildisdómar eigi sér ,,einhverja stoð í staðreyndum málsins." 

Ósamræmið milli Strasbourg og Reykjavík í málefnum tjáningarfrelsis er því ekki eins mikið og ætla mætti í fyrstu.

Illu heilli ber á þeirri þróun hér að þeir sem saksóttir eru fyrir dómsstólum freisti þess að þagga umræðuna niður með lögsóknum. Hæstiréttur Íslands og mannréttindadómstóll Evrópu eru samstíga í að verja tjáningarfrelsið.   


mbl.is Erla Hlynsdóttir vann málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Óskum tjáningarfrelsinu til hamingju með þessa niðurstöðu.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.10.2014 kl. 15:16

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Hvað finnst fullveldissinnum um það að Evrópudómstóll hafi núna síðasta orðið þegar kemur að réttarfari á Íslandi? Er þetta ekki eitthvað sem þarf að ræða frekar?

Wilhelm Emilsson, 21.10.2014 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband