Vg ekki með skoðun á ESB

Flokksráðsfundur Vg samþykkt ítarlegar ályktanir um stórmál eins og friðarsvæði hvala og Palestínu en sagði ekki aukatekið orð um Evrópusambandið og hvort Ísland ætti heima innan sambandsins eða utan.

Vinstri grænir bera ábyrgð á ESB-umsókn Samfylkingar, sem samþykkt var í tíð Jóhönnustjórnarinnar, með stuðningi þingmanna Vg.

Með því að segja ekki aukatekið orð um Evrópusambandið hagar Vg sér eins og sértrúarhópur sem ímyndar sér að vondir hlutir hverfi séu þeir ekki nefndir á nafn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Karl Snæbjörnsson

Athyglisvert - eða öllu frekar broslegt. No komment þarfnast.

Guðmundur Karl Snæbjörnsson, 19.10.2014 kl. 13:53

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hvar er flokksfáninn þinn?

Ertu t.d. hlynntur 12% matarskatti sitjandi ríkisstjórnar?

Jón Þórhallsson, 19.10.2014 kl. 14:24

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nafni, vertu ekki með þessa kjánalegu smjörklípu.

Haltu þig frekar við umræðuefnið, sem er mjög þarft.

Sannarlega bendir Páll hér sem oftar á undarlegt kýli hjá pólitíkusum.

Vinstri græn koma landsmönnum afskaplega kynduglega fyrir sjónir að koma ekki auga á stórmál fyrir þjóðina, en einblína á smærri mál og fjarlægari.

Vinstri græn mega reyndar skammast sín niður í tær fyrir að hafa svikið orð sín og eiða um Evrópusambandið, sem haldið var á loft fyrir kosningarnar 2009, en sviknir gersamlega nokkrum vikum síðar.

Hlutdrægnisöflin á Rúv létu þó ekki VG gjalda þess í fréttaflutningi, síendurteknum eins og af meintum svikum Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í ESB-málum eftir kosningarnar 2013, heldur þögðu Rúvarar sem fastast um svik vinstri grænna, sem tóku þátt í Össurarumsókninni illræmdu.

En Katrínu Jakobsdóttur fer það vel að sitja í forsæti á kjánaráðstefnu, virðist vera þægilegt verkfæri í höndum Steingrímsmanna.

Jón Valur Jensson, 19.10.2014 kl. 14:41

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það segir sig nú sjálft að VG sem ok ALLIR aðrir flokkar telja Ísland eiga heima innan ESB.

Enda Ísland um 80 Aðili að Sambandinu og enginn hefur mótmælt því eða viljað úrsögn úr EES. Enginn.

Nú, deila hefur staðið um hvor Ísland sem ríki ætti að notfæra sér fullveldisrétt sinn og vera þjóð meðal þjóða eður ei.

Svokallaðir Andsinnar eru á því að íslendingar séu svo miklar aumingjar að þeir geti ekki verið þjóð meðal þjóða og í framhaldi níðast þeir á landi sínu og þjóð hvenær sem færi gefst.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.10.2014 kl. 15:09

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Edit: ,,Enda ísland um 80% Aðili að Sambandinu" o.s.frv.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.10.2014 kl. 15:10

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þætti gaman að fá nánari rökstuðning frá þér Ómar Bjarki, um að Ísland sé 80% aðili að ESB.

Um það bil 10% af lögum og reglum ESB hafa orðið að tilskipun til EES. Því væri gaman ef þú gætir rökstutt mál þitt, sérstaklega þar sem þú einn heldur fram þessari vitleysu og ert í þokkabót farinn að vitna í sjálfann þig sem heimild!!

Varðandi fund VG nú og þögn hans um aðildarumsóknina, þá er sú þögn ekki ný af nálinni. Það má segja að síðustu orð flokksforystu VG varðandi ESB aðild hafi fallið kvöldið fyrir kosningar, vorið 2009.

Man einhver hvað formaður VG sagði þá? Trúlega hafa margir kjósendur fallið í þá freistni að trúa honum og kosið síðann þann flokk daginn eftir, þegar VG vann sinn eina kosningarsigur á sinni tíð og um alla framtíð.

Gunnar Heiðarsson, 19.10.2014 kl. 15:48

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er ekki nokkur von til þess að VG endurskoði Evrópumálin á meðan Katrín Jakobsdóttir og Björn Valur Gíslason eru í forystu flokksins.  Æi Gunnar, við verðum bara að taka Ómari Bjarka eins og hann er.  Hann hefur örugglega orðið fyrir einhverju áfalli í æsku, kannski hefur ljósmóðirin misst hann í gólfið við fæðingu eða hann hefur orðið fyrir súrefnisskorti í fæðingunni.  Möguleikarnir eru margir og eiginlega nennir maður ekki að velta fyrir sér hvað hrjáir blessaðan manninn...............

Jóhann Elíasson, 19.10.2014 kl. 16:41

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Einmitt, Gunnar, og fjölmargir hafa sagt frá því, að þeir hafi, jafnvel aldrei þessu vant, kosið VG í kosningunum 2009 og það vegna hinnar hörðu afstöðu flokksins gegn ESB-inntöku!

En blaðrið í Ómari Bjarka endaði þarna í enn einni öfgafullyrðingunni.

Sannarlega eru margir hér á móti bæði Schengen- og EES-þátttöku og full ástæða til.

Ágúst Þór Árnason prófessor kvað líka rétt, í svörum vegna erindis síns á aðalfundi Heimssýnar um daginn, að án EES-aðildarinnar hefðum við ekki fengið þetta bankahrun sem við upplifðum 2008.

Jón Valur Jensson, 19.10.2014 kl. 16:42

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er alkunn staðreyn, óumdeild, að Ísland er um 80% Aiðili að Regluverki Sambandsins.

Þ.e.a.s. að Ísland tekur sirka 80% upp af regluverki í gegnum EES sem það gerði ef það væri fullur og formlegur aðili.

Þetta er óumdeild staðreynd.

Málið snýst aðallega um að við fulla og formlega 100% Aðild, að þá þýðir það það að Ísland notfærir sér Fullveldisrétt sinn og situr við borðið og er orðin þjóð meðal þjóða og hefur áhrif á framgang mála og alveg sér í lagi þau mál er landið helst varða.

Andsinnar vilja það ekki. Neei, við erum svo miklar aumingjar íslendingar, segja andsinnar, kunnum varla að borða með hníf og gaffli og yrðum okkur bara til skammar, bæta þeir svo við.

Svona níðast Andsinnar á landi og lýð linnulítið og koma í veg fyrir fullveldisrétt og sjálfstæði landsins.

Síðan snúa þeir sér við - og þá eru þeir komnir með þjóðrembingslurk sem elítan lætur þeim í tjé - og ráðast bókstaflega afmyndaðir í framan af illsku, froðufellandi af hamslausri bræði, á Alþýðu manna og lúberja svo auðmenn og elíta ásamt sérhagsmunaklíkum ýmiskonar eigi auðveldara með að seilast í vasa hinna verr stæðu í samfélagi og moka undir elíturassa.

Virkilega ömurlegt framferði sem sífellt færri styðja. Sem vonlegt er.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.10.2014 kl. 17:57

10 Smámynd: Gunnlaugur I.

Það er löngu ljóst að það þýðir ekkert að rökræða við ESB aftaníossann Ómar Bjarka Kristjánsson. Hann myndi styðja ESB aðild alveg sama hvað og hann vill sjálfsstæði og fullveldi Íslands feigt !

Gunnlaugur I., 19.10.2014 kl. 18:46

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, það er alveg ljóst, Gunnlaugur, enda notar Ómar ófá tækifærin til að gera lítið úr lýðveldinu og stjórnskipan þess og mörgu öðru sem íslenzkt er.

Og 80% lygarullan hans styðst ekki við nein rök.

Hvernig myndi hann nota 0,06% atkvæðavægi Íslands um íslenzk málefni, m.a. um fiskveiðimál, í hinu volduga, löggefandi ráðherraráði í Brussel?!

Jón Valur Jensson, 19.10.2014 kl. 18:53

12 Smámynd: Örn Johnson

Það er ömurlegt hlutskipti stjórnmálaflokks sem beið hroðalegt afhroð í síðustu kosningum og er ekki í ríkisstjórn að boða til flokksráðsfundar og aðal niðurstaðan er að ráðherra í öðrum flokki segi af sér. Getur varla verið ömurlegra. Aumingja Katrín að þurfa að tilkynna þjóðinni þessa djúphugsuðu niðurstöðu. Hvað er þetta fólk að hugsa? Annars á maður ekki að eyða bleki í svona fólk.

Örn Johnson, 19.10.2014 kl. 23:49

13 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ekki nenni ég að munnhöggvast við þig Ómar Bjarki, en hér eru nokkrar staðreyndir:

Árið 2005 hafði Ísland innleitt um 6,5% af regluverki ESB. Síðasta ríkisstjórn var hins vegar nokkuð afkastameiri á þessu sviði og innleiddi allt að 20% þess hluta regluverks ESB, sem gefið var út á hennar starfstíma. Það olli því að við langþráð dánardægur þeirrar ríkistjórnar hafði Ísland rétt náð að fylla 10% markið.

Þessar upplýsingar getur þú fundið m.a. á vef evrópustofu, evrópuvef Háskólans og sjálfsagt fleiri áróðursstofum ESB hér á landi.

Hins vegar hefur ESB landið Svíþjóð innleitt um 80% af regluverki ESB, samkvæmt sömu heimildum.

En við erum ekki Svíar, heldur Íslendingar. 

Gunnar Heiðarsson, 20.10.2014 kl. 07:01

14 Smámynd: Snorri Bergz

Þessi Ómar Bjarki virðist vera tregur, hann virðist ekki geta skilið einfalda framsetningu talna. Tölur Gunnars Heiðarssonar eru réttar, mér vitanlega, þetta bull um 80% er ein mesta vitleysa sem samfóistar hafa haldið fram út í loftið og er þá af mörgu að taka.

Snorri Bergz, 20.10.2014 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband