Sigurbjörg á tveim kennitölum í nefndarvinnu

Rannsóknanefnd alþingis um Íbúðarlánasjóð kostaði skildinginn. Karl Garðarsson þigmaður spurði ráðherra um einstaka kostnaðarliði. Í töflu sem fylgdi kostnaðaryfirliti vegna verktaka eru fjórir liðir, sbr. hér að neðan.

Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur er skráð fyrir 1,7 m.kr. greiðslu sem verktaki. Annar verktaki, Góðir stjórnsýsluhættir, er skráður fyrir 3,8 m. kr. greiðslu. En seinni verktakinn, Góðir stjórnsýsluhættir, er einkahlutafélag Sigurbjargar samkvæmt ríkisskattstjóra.

Það teljast varla góðir stjórnsýsluhættir að fela greiðslur til eins og sama aðila með því að skrá þær á tvær kennitölur.

 

Verktaki Upphæð Viðfangsefni
Góðir stjórnsýsluhættir ehf. 3.793.500 Ráðgjöf og textavinna
Kvant ehf. 6.390.390 Textavinna og rannsóknir
PricewaterhouseCoopers ehf. 5.218.595 Rannsóknarvinna
Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir 1.773.000 Ráðgjöf og rannsóknarvinna

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þú ert ansi naskur að góma upplýsingarnar Páll. Þessi siðprúði siðfræðingur skilur eftir sig margvísleg spor missiðleg.

Ragnhildur Kolka, 19.10.2014 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband