Ekkert vinnuframlag, engar bætur

Atvinnuleysisbætur eru fyrir atvinnufæra án vinnu, en ekki þá sem nenna ekki að vinna eða eru ófærir um að valda starfi. Atvinnuástandið í landinu er þannig að enginn þarf að mæla göturnar til lengri tíma án þess að fá eitthvað að gera.

Samfélagið verður að sýna þeim aðhald sem leggja sig fram um að hirða bætur sem ekki eru með réttu þeirra og komast upp með að neita atvinnu þegar hún býðst

Þingsályktun um að efla virkni atvinnulausra í samfélaginu hlýtur að fá góðar viðtökur á alþingi.

 


mbl.is Vilja skylda atvinnuleitendur til starfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GunniS

já er það  , er atvinnuástandið gott. ég sendi umsókn í mail til bmvallá um daginn, og sæki um starf við að keyra út hellur, ekki neitt svar borist við því, eins er svipað í sumar þar sem ég sendi umsókn um starf á ruslabíl hjá isl gámafélaginu. ég get haldið svona lengi áfram.

 svo er það staðreynd að ég hef reynt að senda alþingismönnum email og reyna að fá þá til að sjá hvernig staðan er alveg frá því ég misti vinnu nóv 2008, en það er ekki fyrr en nuna að þeir eru að fá það í bakið að það eru fleiri hundruð manns sem eru í sömu sporum og ég, búnir að vera atvinnulausir í mörg mörg ár, að það er farið að spá í skaðann sem þetta veldur samfélaginu,  þetta lið á þingi þarf að vera með allt niðrum sig á öllum sviðum. getur ekki gert neitt rétt.

GunniS, 22.9.2014 kl. 07:17

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Atvinnulausir skrá sig hjá Vinnumálastofnun sem er með skrá yfir verktaka sem óska eftir fólki,með ákveðna iðnmenntun,eða vana ákveðnum störfum,eins og sendibílaakstri eða e.t.v. tilbúna í líkamlega áreynslu vinnu. Oftast kemur ehv.út úr því að vera á staðnum 2.sv. í viku og hafa gott samband við ráðgjafa þar.

Helga Kristjánsdóttir, 22.9.2014 kl. 07:51

3 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Það er náttúrulega hárrétt hjá þér Gunni að til þess að fá vinnu þarf að vera framboð. En þetta frumvarp er held ég til þess ætlað að tryggja að atvinnuleitendur detti ekki út úr samfélaginu. Það er hætta á því ef fólk situr heima og geri ekki neitt. Ég er sammála því að atvinnuleitendur komi með vinnuframlag á móti bótum. Það geta verið ýmis störf fyrir samfélagið t.d. þau sem að öllu jöfnu eru unnin í sjálfboðavinnu. Og reyndar er ég líka á þeirri skoðun að nám gæti verið þar á meðal.

Jósef Smári Ásmundsson, 22.9.2014 kl. 08:26

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Svona málflutningur er beinlínis móðgun við þá sem skila margföldu vinnuframlagi en fá lítið eða ekkert fyrir það í staðinn.

Prófaðu að vinna tvö full störf án launa.

Svo getum við talað saman um það hvort einhver fái bætur sem hann hefur ekki unnið fyrir.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.9.2014 kl. 10:33

5 Smámynd: GunniS

Helga. ég er einn af þeim sem hafa beðið um hjálp við að fá vinnu, svarið við þvi var að ég mætti mæta upp i vinnumalastofnun og nota tolvurnar hja þeim til að sæja um störf á netinu, þetta er það sama og ég hef verið að gera heima hjá mér.  vinnumálastofnun hefur ekki virkað sem vinnumiðlun síðan hrunið varð, og ég veit um fleiri en einn sem staðfestir Þá upplifun af þessari stofnun.

GunniS, 22.9.2014 kl. 13:09

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þarna er enn ein staðfestingin á mínu máli.

Eg hef orðið var við að sumir hfa orðið sldið hissa er eg hef bent á að framsjallar hafi alla tíð verið á móti því að almúginn hefði nokkur réttindi.

Þessi pistill framsjalla staðfestir og sannar mitt mál um sjalla og þjóðbelginga.

Draumur þeirra er að hneppa alþýu manna í þrældóm. Rétt eins og alþýða manna var hér í í gegnum aldirnar og breyttist ekki fyrr en Jafnaðarmenn komu á lágmarksréttindum alþýðu manna til handa - eftir margra ára og áratuga bardaga við þá sjalla og elítuna götu úr götu, hús úr húsi.

Allt staðfest og sannað er eg hef marg, margsagt fólki.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.9.2014 kl. 13:30

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já Gunni minn það er sjaldan tæmandi sem maður vill segja í stuttri athugasemd. Ég kynntist Vinnumálastofnun nokkuð eftir að kreppan skall á, var að hjálpa manni mér nákomnum,en hann lenti ekki á stabílt greiðandi vinnuveitanda,en hékk samt þar til annað betra bauðst.-

Helga Kristjánsdóttir, 22.9.2014 kl. 14:04

8 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Skil þig ekki alveg Guðmundur Ásgeirsson. Ertu að beina þessu til mín? Hvað eru að meina með" prófaðu að vinna tvær vinnur án launa". Ef þú ert að tala um að menn séu búnir að vinna fyrir atvinnuleysisbótunum þá er það alveg rétt. En það er ekki hollt að hafa ekkert að gera og ef þetta kerfi yrði tekið upp væri líka kominn auka peningur sem mætti þá hífa launin upp í staðinn( tryggingargjald lækki hjá atvinnurekandanum og komi til launamann í staðinn).Ómar Bjarki: Það er ekkert verið að taka burt frá alþýðunni með þessu. Þetta er bara bull-málflutningur hjá þér.

Jósef Smári Ásmundsson, 22.9.2014 kl. 14:19

9 Smámynd: Elle_

>En það er ekki hollt að hafa ekkert að gera.<  Mikill misskilningur að foreldrar og fólk sem vinnur heima og vinnur kannski sjálfstætt, geri ekki neitt.  Og burtséð frá þessum bótum.  Fólk kýs hvað það getur og vill.  Það er ekki skylda að vinna úti.

Það er líka fjöldi manns í sömu sporum og Gunni.  Þrátt fyrir flottar tölur um að allir geti fengið vinnu sem vilji vinna.  Vinnan verður að passa við manninn.  Ætti eldri maður að vera píndur í erfiðisvinnu?  Ætti maður að vera píndur í vinnu sem passar ekki fyrir hann?  

Elle_, 22.9.2014 kl. 17:00

10 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Elle."Mikill misskilningur að foreldrar og fólk sem vinnur heima og vinnur kannski sjálfstætt, geri ekki neitt. Og burtséð frá þessum bótum. Fólk kýs hvað það getur og vill. Það er ekki skylda að vinna úti".Þetta er ekki minn skilningur. Þegar ég er að tala um að þegar fólk hefur ekkert að gera, þá hefur það ekkert að gera. Það kýs enginn að vera atvinnulaust. Það eru margar hliðar á þessum málum og mörg vandamál sem hafa skapast í þessu ástandi frá hruni. Margt ungt fólk sem er ómenntað á erfitt með að fá vinnu. Ef ungt fólk hefur verið að koma út á vinnumarkaðinn þegar þetta ástand skellur á fær ekki vinnu vegna þess að því vantar reynslu. Fólk sem hefur verið lengi atvinnulaust á erfiðara með að fá vinnu .Atvinnuleysi veldur kvíða og vonleysi hjá fólki og dregur allan kraft úr því. Og svo má ekki gleyma andstæðu hliðinni . Það eru eflaust margir sem nýta sér atvinnuleysið til að vera á bótum og í svartri vinnu með.En það á að sjálfsögðu ekki að pína menn í vinnu sem er ekki við þeirra hæfi . Best er að hægt sé að finna vinnu sem passar manni og það sem maður hefur áhuga á. Ég veit ekki nákvæmlega hvernig staðan er á íslandi en það hlýtur að vera brýnasta verkefnið að auka atvinnutækifæri .En það er alls ekkert vitlaust að bjóða fólki upp á nám á atvinnuleysisbótunum vegna þess að þá á það hægara með að fá vinnu.

Jósef Smári Ásmundsson, 22.9.2014 kl. 19:07

11 Smámynd: Elle_

Eldra fólki er mismunað.  Eldra fólk missir frekar vinnuna á Íslandi og er síður ráðið.  Og þó það sé fullfært um að vinna og vilji það.  Það ætti að banna þetta samkvæmt lögum, eins og í venjulegum löndum, enda steinaldarlegt.  Ætti fólk sem á ekki lífeyri eða nægan sparnað þá bara að lifa á loftinu? 

Elle_, 22.9.2014 kl. 21:28

12 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Tek undir þetta með þér Elle. Ég hef sagt skoðun mína í þessum efnum . Hún er sú að það eigi allir að fá eithvað að gera við sitt hæfi og getu, hvort sem það eru öryrkjar eða gamalt fólk og aðrir. Og það eiga allir að fá ekki minna en lágmarkslaun í landinu kveða á í bætur.

Jósef Smári Ásmundsson, 23.9.2014 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband