Goðaveldið, pólitískt framlag Íslands til stjórnmálafræðinnar

Goðaveldið er stjórnskipun þjóðveldisins, frá um 930 til í kringum 1260 þegar Íslendingar gengu Noregskonungi á hönd. Þessi stjórnskipun byggði á staðbundnu valdi og samráði um 40 goða sem hittust einu sinni á ári á alþingi til að rétta lögin, efna til nýmæla og leysa úr málum er styr stóð um í héraði.

Goðaveldið þjónaði landinu í um 330 ár og sýndi fremur sjaldgæfa aðlögunarhæfni stjórnkerfa þegar það hélt velli meina og minna óbreytt eftir kristintöku árið 1000. Ekkert sambærilegt stjórnkerfi er þekkt um víðan heim.

Lýðræði er á seinni árum oft nefnt skásta stjórnskipunin. Þó er hvergi nærri hægt að slá föstu að það sé besta fyrirkomulagið. Lýðræðið elur t.d. á ójafnræði í Bandaríkjunum og er víða gagnslaust utan vestrænnar menningar. Kommúnískt einræði skilar jöfnuði á Kúbu; klerkaveldi stöðugleika og velmegun í Íran og konfúsíusarkommúnismi býr til hagvöxt og auðmenn í þúsundavís í Kína.

Lýðræði er á hinn bóginn arfur sem vestrænar þjóðir losna ekki við og verða að gera sér að góðu. Goðaveldið er þess vegna ekki valkostur fyrir okkur þótt það hafi undir öðrum kringumstæðum sýnt sig vel starfhæft.

Stjórnskipan er ekki fremur en önnur mannanna verk óumbreytanleg. Og kannski eru dagar lýðræðis brátt taldir þótt hvergi sé í sjónmáli raunhæfur valkostur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinarr Kr.

" klerkaveldi stöðugleika og velmegun í Íran"

Fullyrðing sem ég tel að þú getir ekki staðið við. Kannski stöðugleiki að einhverju leiti en ekki velmegun.

Steinarr Kr. , 21.9.2014 kl. 18:22

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Þessi pæling varð til i framhaldi af pistli Jónasar K.

http://www.jonas.is/opinmynntur-i-persiu/

og umræðu á fésbók um efni hans. Sjálfsagt verður að meta velmegun í Íran í samhengi velmegunar nágrannanna, er það ekki?

Páll Vilhjálmsson, 21.9.2014 kl. 20:18

3 Smámynd: Steinarr Kr.

Á meðan fólki er refsað fyrir að dansa og fíkniefnavandinn er verri en á vesturlöndum (aðallega heróin) verðum við að fara varlega í að kalla þetta velmegun.

Landið er ríkt af náttúruauðlindum og á mörg tækifæri, þeir hafa t.d. ekki farið Talibanísku leiðina með menningarsöguna sína og fá þeir plús fyrir það.

Steinarr Kr. , 21.9.2014 kl. 21:08

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Burtséð frá því að fátt er vitað bókstaflega um uppruna Gorðorðanna - þá kemur eigi á óvart að LÍÚ-sinnar og sjallamenn ásamt framsóknarprelátunum hlægilegu vilji taka hér upp Goðaveldi. Kemur eigi á óvart.

Það þýðir það að LÍÚ-Greifar eiga að ráða öllu. Bæði andlegu- og veraldlegu.

Vita menn hvað Goðorð í raun var? Nei, sennilega ekki. Menn virðast ekki vita það að Gorðorð var persónuleg eign, skattfrjáls, sem gekk í arf.

Afhverju dettur mér í hug LÍÚ-Elítan og Sjalla-greifar?

LÍÚ-Menn eru hér, blygðunarlaust og af ofstopa - AÐ LEGGJA TIL AÐ RÍKISVALDIÐ VERÐI LEYST UPP!!

Leyst upp.

Það var ekkert Ríkisvald í Goðaveldinu.

Svæðið Ísland var ekki á þeim tímum ,,sjálfstætt ríki" í nútímaskilningi. Það var ekkert ríkisvald!

Svæðið Ísland eða eyjan - var í raun mörg ríki með fljótandi landamærum.

Svo gerðist það (vegna margþættra pólitískra, efnahagslegra og félagslegra ástæðna sem of flókið mál er að fara útí hér) að hin mörgu ríki urðu alltaf færri og færri og endaði í Borgarastyjöld sem hafði ýmsa anga og linnti ekki fyrr en Nojarar komu hérna og skökkuðu leikinn! Tóku í lurginn á LÍÚ-Greifum þess tíma.

Nú nú. Þessi skipting, þ.e. sú staðreynd að Ísland var allta í raun mörg ríki frá byrjun, hélt samt í gegnum aldirnar alltaf vissum áhrifum. Ísland var alla tíð mjög svæðaskipt. Fyrst og fremst Norðurland og Suðurland en líka Vestfirðir og Austfirðir sem voru soldið sér að ýmsu leiti.

Sérstaklega endist þetta í skiptingunni Norður og Suðurland. Þetta voru í raun tvö ríki - enda tveir biskupsstólar o.s.frv.

Skiptingin milli Norðurs og Suðurs endist alveg fram á 20.öld, má segja. Sem sannast vel á Konungsglímunni 1907 þar sem Hallgrímur Benediktsson (faðir Geirs forsætisráðherra) var fulltrúi Sunnlendinga en Jóhannes Jósefsson síðar kenndur við Borg var fulltrúi Norðlendinga. Ærðust sunnlendingar af fögnuði þegar hallgrímur lagði Jóhannes, frekar óvænt, með snöggu hælbragði en sumir sögðu að hann hefði keyrt Jóhannes á þúfu og notað óheiðarlegar aðfarir.

Óttuðust menn mjög að sunnlendingar og norðlendingar berðust á vellinum og yrðu til skammar því Friðrik 8. Konungur landsins áhorfandi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.9.2014 kl. 22:39

5 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ég er nú feginn að Páll komst að þeirri niðurstöðu, þrátt fyrir allt, að stjórnarfyrirkomulag í Kúbu, Íran, og Kína séu ekki „raunhæfir valkostir" við vestrænt lýðræði.

Og hvernig skildi standa á því að Bandaríkjamenn streyma ekki til Kúbu, Íran og Kína? Þess í stað streymir fólk frá þessum löndum til Bandaríkjanna. Ég skil ekki alveg hvernig lýðræði elur á ójafnræði í USA að hans mati.

Wilhelm Emilsson, 21.9.2014 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband