Skotland gæti breytt Evrópu

Kjósi Skotar sjálfstæði gæti skollið á hrina af sjálfstæðum ríkjum í Evrópu. Belgía myndi klofna í tvennt, Bæjarar kljúfa sig úr Þýskaland; danskir Þjóðverjar sömuleiðis. Spánn og Frakkland sæju af Böskum og Katalónum og Bretónum og þá er ekki upp talið.

Á korti breska blaðsins Daily Mail segir að Evrópa hyrfi tilbaka til miðalda ef þjóðernishreyfingar næðu sínu fram. Á miðöldum stóð Hið heilaga rómverska keisaradæmi í blóma en fjöldi smáríkja og furstadæma var innan vébanda þess. Evrópusambandið myndi taka við því hlutverki.

Evrópusambandið yrði þar með fjórða ríkið. Við vitum öll hvernig fór fyrir þriðja ríkinu.

Ábyrgð Skota er giska mikil.


mbl.is „Skotland yrði allt annað land“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband