Kjarnorkusprengjur eru kristnar

Víghreifir múslímar í Miðausturlöndum eru ekki líklegir til að láta hefðbundnar loftárásir hefta framgang sinn. Vesturlönd lærðu það af stríðinu í Írak að ótækt er að senda hermenn í þennan heimshluta. Lýðræðisríki þola illa að fá syni sína og dætur send heim í líkpoka.

Vöxtur herskárra múslíma í þessum heimshluta mun fyrr heldur en seinna knýja vesturveldin til að nýta þau vopn sem duga til að sannfæra þjóðir spámannsins að hryðjuverkaútgáfan af múslímatrú verður ekki liðin.

Sagan kennir að sannfæringamáttur kjarnorkusprengju er giska mikill.


mbl.is Skýtur fyrst — spyr þingið svo
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Myndi Jesús varpa kjarnorkusprengju?

Wilhelm Emilsson, 12.9.2014 kl. 21:18

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ég er ekki viss um það Wilhem, en ef ekkert meðal dugar til að stöðva morðæði þessara öfgatrúarmanna þá hvað?  Segð þú frá Wilhem og kenndu okkur siðfræði.  

Hrólfur Þ Hraundal, 12.9.2014 kl. 23:59

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ég biðst velvirðingar á heimskuminni og örlaga klaufskap að hafa mislukkast að setja fram nafn þitt rétt hr. Wilhelm . Fyrir gefðu minn örlaga klaufaskap herra Wilhellm. Mín er vansæmdin.

Hrólfur Þ Hraundal, 13.9.2014 kl. 00:10

4 Smámynd: Elle_

Ekkert nema harkan dugir á lostafulla fjöldamorðingja.  Það er það sem þessir SI-menn (kalla sig ranglega State of Islam) eru.  Venjulegu islömsku fólki finnst þetta eins óþolandi og eins mikill viðbjóður og kristnu fólki.

Elle_, 13.9.2014 kl. 00:19

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Einmitt, maður kemur eiginlega í lost eftir áhorf þáttar Unicef. Þar er þó hægt að rétta hjálparhönd. Ólíkt villimennsku SI-manna sem ekki er einusinni hægt að semja við,því þeir sækjast, að því er virðist, eingöngu eftir blóði. Læknavísindin leita stöðugt að nýjum vörnum gegn hverskonar bráðdrepandi árásum örveira og sýkla,á mannslíkamann og þurfa oft að fórna góðum frumum í baráttunni. Að því leiti líkist baráttan við þessa morðóðu skepnur,það er barist fyrir mennskunni,eins og einn góður mundi kalla það.

Helga Kristjánsdóttir, 13.9.2014 kl. 01:30

6 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ekkert mál, Hrólfur.

Wilhelm Emilsson, 13.9.2014 kl. 03:47

7 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Fælingarmáttur kjarnorkusprengja er all nokkur, þó líklega minni á þá sem telja sig eiga himnaríkisvist vísa, hvort sem það er kristið himnaríki eða múslímskt.

En af þeim 9 ríkjum, sem almennt eru talin eiga kjarnorkusprengjur gætu 4 líklega talist kristin.

Bandaríkin, Bretland, Frakkland og Rússland.  Vissulega má deila um hve kristin þau eru, en samt rétt að telja þau svo.

1. ríki sem hefur yfir kjarnorkusprengjum að ræða hefur gyðingdóms sem ríkjandi trúarbrögð.

1. ríki sem kjarnorkusprengjur hefur hindúatrú ríkjandi, Indland.

1. af kjarnorkuvopnaríkjunum hefur Islam sem ráðandi trúarbrögð, Pakistan.

2. af kjarnorkuvopnaríkjunum teljast líklega "utan trúfélaga", það er að segja Kína og N-Korea.

Það er því að mínu mati ekki rökrétt að halda því fram að kjarnorkuvopn séu kristin.  Enn undarlegri hugsun er að kjarnorkvopnum verði beitt í þágu eða nafni kristni.

En það er ef til vill ekki undarlegra en margt annað sem hefur komið úr þeim "herbúðum" undanfarnar aldir.

G. Tómas Gunnarsson, 13.9.2014 kl. 05:51

8 Smámynd: Hörður Þórðarson

Hvernig væri að láta þennan "heimshluta" bara í friði og leifa þessu fólki að koma skikk á sín eigin mál án afskipta? Þeir sem eru sífellt að drepa fólk með fjarstýrðum flugvélum og sprengjum eru bara að kalla það sama yfir sig sjálfa, svo ekki sé minnst á alla líkpokana.

Hörður Þórðarson, 13.9.2014 kl. 08:27

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þó fólk sé auðvitað sjokkerað að sjá þennan málflutning heimsýnar, framsjalla og þjóðbelginga - þá kemur mér þessi málflutningur ekkert á óvart. Ekki neitt á óvart. Þetta er algjörlega í takt við vitleysisbullið sem hér er matreitt lon og don í boði LÍÚ.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.9.2014 kl. 09:40

10 Smámynd: Theódór Norðkvist

Kjarnorkusprengjur kristnar, ha? Hafa menn gert sér grein fyrir því hvað myndi gerast ef hryðjuverkamenn kæmu höndum yfir kjarnorkuvopn? Asta la vista, baby, myndi ég segja.

Sagt er að Íran sé mjög nálægt því og það myndi jafngilda því að hryðjuverkamenn byggju yfir kjarnorkuvopnum, því þeir myndu leggja þau beint í hendurnar á Hamas.

Theódór Norðkvist, 13.9.2014 kl. 12:21

11 Smámynd: Elle_

Persónulega var ég ekki að mæla með þessum vopnum þegar ég sagði að ekkert nema harkan dygði á þessa glæpamenn.

Elle_, 13.9.2014 kl. 12:44

12 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ég skil hvað þú meinar, Elle. Það dugar ekki að rétta fram hinn vangann að Ríki Íslam.

Wilhelm Emilsson, 13.9.2014 kl. 18:40

13 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Þessi pistill er skrifaður sem ályktun af þeirri stefnu, sem kemur fram í viðtengdri frétt, að skjóta fyrst og spyrja svo.

Átökin milli vesturveldanna annars vegar og hins vegar herskárra múslíma fellur æ meira að frásögn af baráttunni milli góðs og ills.

Og kjarnorkuvopn eru kristin í þeirri merkingu að múslímar eiga þau ekki heldur kristin vesturveldi.

Páll Vilhjálmsson, 14.9.2014 kl. 12:54

14 Smámynd: Alexandra Briem

Mér finnst þessi póstur til marks um vöxt herskárra kristinna og benda klárlega á hætturnar við að færa þeim of mikil völd.

Ef ég tryði á Guð, þá myndi ég biðja til hans um að þú og þínir líkar fengju aldrei ákvörðunartökuvald yfir hvort eða hvenær kjarnorkuvopnum er beitt.

Þú ættir að skammast þín.

Alexandra Briem, 14.9.2014 kl. 12:59

15 Smámynd: Villi Asgeirsson

Er pistilhöfundur genginn af göflunum?

Villi Asgeirsson, 14.9.2014 kl. 15:54

16 identicon

Páll, þú kallar þetta baráttu góðs og ills?

Að hvaða leyti finnst þér þetta passa inn í þann farveg?

Vesturveldin bera beina ábyrgð á dauða tugþúsunda saklausra, óbreyttra borgara í þessum heimshluta síðastliðin áratug. Er það líklegt til að gera okkur að góða liðinu í þessari sögu þinni?

Vesturveldin hafa rænt fólki frá þessum heimshluta, pyntað, svívirt og drepið án dóms og laga á meðan það var í umsjá þeirra. Erum við betri en "illa" liðið vegna þess að við viðurkennum það ekki og sýnum ekki í sjónvarpi?

Vesturveldin hafa leyft ISIS að murka lífuð úr Sýrlendingum síðustu tvö árin en strax og mögulegt er að þeir komist nálægt olíulindunum í Írak þá er þetta skyndilega orðið mannúðar neyðarástand. Hvernig passar það inn í söguna?

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 14.9.2014 kl. 16:22

17 identicon

Gleymdi að benda á að ofur íhalds múslima ríkið Pakistan á fullt af kjarnorkuvopnum ásamt eldflaugum sem ná auðveldlega til evrópu.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 14.9.2014 kl. 16:24

18 Smámynd: Óskar

"Og kjarnorkuvopn eru kristin í þeirri merkingu að múslímar eiga þau ekki heldur kristin vesturveldi."

Pakistan, Indland, Kína og Norður Kórea eru þá "kristin vesturveldi".  Afar áhugavert!

Óskar, 15.9.2014 kl. 11:56

19 Smámynd: Guðmundur Kristjánsson

Já svei mér þá, held þú hafir hitt naglann á höfuðið Páll. Kristið hervesturveldi gerir innrás af fullum þunga inn í þriðja heims ríki til að tryggja hagsmuni sína í heimshlutanum og til tryggja sér "lýðræðislega" kosningu heima fyrir. Skilur landið eftir gjörsamlega í kalda kolum með alla innviði í molum og í blóðugri borgarastyrjöld. Talið er að hundruðir þúsunda saklausra borgara séu dánir í innrásinni og eftirleik hennar. Tölur eru aðeins á reiki en sumir vilja meina að um milljón börn í Írak séu munaðrlaus og staðfest er að milljónir manna hafa misst heimili sín. Það liggur í augum uppi að það eina rökkrétta og "Kristna" að gera í stöðunni núna er að varpa kjarnorkusprengjum á landið!

Guðmundur Kristjánsson, 16.9.2014 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband