Sjálfstæði snýst ekki um peninga

Sambandssinnar með stuðningi bresku ríkisstjórnarinnar reyndu að kaupa Skota til fylgis við áframhaldandi samband við England, Wales og Norður-Írland. Áróðurinn var að Skotar myndu tapa peningum á sambandsslitum.

Sú herfræði að samtengja peninga og sjálfstæði er dæmd til að mistakast. Önnur sjónarmið, sem liggja dýpra en þau efnahagslegu, ráða meiru um hvort Skotar segja já eða nei við sjálfstæði.

Kannski bjarga sambandssinnar sér fyrir horn á síðustu metrunum með því að stórauka heimastjórn Skota án þess að þeir fari úr sambandinu. En það er ólíklegt.


mbl.is Meirihlutinn vill sjálfstæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aztec

Það er rétt. Ef fjárhagur hefði verið aðalmálið í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga, þá værum við enn hluti af danska konungsríkinu í dag.

Ég vona, að skozka þjóðin fái sjálfstæði, þeir eiga það skilið. Í dag hafa Skotar heimastjórn, en þeir fengu það ekki án áratugalangrar baráttu. Á sjöunda áratug síðustu aldar efndi Callaghan forsætisráðherra til þjóðaratkvæðagreiðslu í Skotlandi um heimasstjórn, ferlið var kallað "devolution".

En brezka ríkisstjórnin setti með yfirlögðu ráði ströng skilyrði fyrir atkvæðagreiðslunni samfara svikum í undirbúningi kosninganna af hálfu yfirvalda, til þess að tillagan um heimastjórn yrði felld. Þótt mikið var skrifað um þessi svik hafði það engar afleiðingar fyrir ríkisstjórnina og almenningur í Skotlandi lét sig hafa það eins og kúgaðri þjóð er von og vísa.

Skilyrðið sem kom í veg fyrir heimastjórn var krafan um að minnsta kosti 40% allra kosningabærra manna yrðu að greiða atkvæði með heimastjórn ("Yes"), auk þess sem öll atkvæði sem voru ekki greidd, voru talin sem "No". Til þess að tryggja það að svo yrði voru aðilar ráðnir til að ganga hús úr húsi og skrá alla sem voru á kosningaaldri. En þeir fóru ekki bara hús úr húsi, heldur bönkuðu einnig upp á bílskúa og yfirgefin hús, þar sem enginn bjó og enginn kom til dyra. Þannig var fjöldi "kosningarbærra" manna stóraukin og þegar íbúar í bílskúrunum, í húsunum sem átti að rífa og í öðrum byggingum þar sem enginn bjó mættu ekki á kjörstaði, var það skráð sem "No".

Svona geta yfirvöld hagrætt niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslna, það eru ekki bara kosningasvindl í Rússlandi. Og hvað varðar Ísland, þá er það manni enn í fersku minni hvernig atkvæðagreiðslan um stjórnlagaþing var réttilega dæmd ólögleg og síðar hvernig atkvæðaseðlarnir í atkvæðagreiðslunni um ÚTVALDAR tillögur stjórnlagaráðs voru gjörsamlega út í hött. En hinn hugsandi hluti þjóðarinnar sem aldeilis ekki ætlaði að leyfa vinstristjórninni að sölsa landið undir ESB, sá alveg í gegnum þetta refabragð. Jóhanna og Össur voru hreinir viðvaningar.

Sem sagt, ef skozka þjóðin fær sjálfstæði frá Englendingum, þá mun ég verða fyrstur manna til að óska þeim til hamingju.

Aztec, 7.9.2014 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband