Ofbeldisþreyta Palestínumanna

Hamas eru trúarvædd ofbeldissamtök sem drepa mann og annan í þágu Allah. Rökrétt niðurstaða af trúarvæddu ofbeldi Hamas sést í Sýrlandi þar sem súnní-múslímar drepa sjíta-múslíma af ákefð, um 200 þúsund dauðir, og helmingur sýrlensku þjóðarinnar á flótta.

Palestínumenn eiga um tvo kosti að velja. Að feta braut samninga, líkt og Abbas forseti Palestínu boðar, annars vegar og hins vegar ofbeldisvegferð Hamas.

Tilgangslaust stríð Hamas skilaði málstað Palestínumanna engu. Tvö þúsund lík, tíu þúsund særðir og eyðilegging 50 þúsund húsa er eftirtekjan.

Með því að Abbas leggur ábyrgð stríðsins á herðar Hamas hafnar forseti Palestínu ofbeldispólitík hryðjuverkasamtakanna. En á meðan Hamas-samtökin stjórna Gasa-svæðinu er alltaf hætta á að átök hefjist á ný.

 


mbl.is Vísaði ábyrgðinni á Hamas
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Abbas er ekki að leggja ábyrgð á Hamas. Hann er einfaldlega að segja að þeir hefðu getað náð fram endir á því fyrr en varð ef þeir hefðu hagað sér öðruvísi. Ábyrgðin á þessu stríði er fyrst og fremst Ísraela og fjöldamorð þeirra á 2.200 manns eru þeirra sök en ekki Hamas. En vissulega hefðu Hamas samtökin getað náð fram friði fyrr ef þau hefðu lagt niður skottið fyrr og tekið öllum afarkostum Ísraela.

Það hefur sýnt sigs seinustu áratugi að samningaleiðin gengur ekki upp. Ástæðan er einfaldlega sú að í skjóli hernaðaryfirburða hafa Ísraelar alrei verið tilbúnir til að samþykkja neitt sem getur komið nálægt sanngjörnum friðarsamningum heldur hafa aðeins boðið niðurlægjandi uppgjafarskilmála. Og á meðan ekki nást samningar halda þeir áfram landráni sínu og þjóernisrheinsunum á Vesturbakkanum og í Austur Jerúsalem.

Sigurður M Grétarsson, 31.8.2014 kl. 16:57

2 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Hefur það ekki síður sýnt sig, Sigurður, að stríðsleið Hamas skilar engu?

Erlingur Alfreð Jónsson, 1.9.2014 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband