Hvað er til sölu hjá Reyni og DV?

Sigurður G. Guðjónsson lögfræðingur segir þá sögu að Reynir Traustason ritstjóri og aðaleigandi DV selji málafylgju blaðsins. Af frásögn Sigurðar má ráða að Reynir hafi selt Guðmundi útgerðarmanni í Brimi stuðning DV í baráttunni um yfirráðin í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum.

Elliði Vignisson bæjarstjóri í Eyjum er áhugamaður fyrirtæki í bænum. Hann tekur upplýsingar Sigurðar og bætir við hlekkjum á DV-fréttir sem renna stoðum undir þann grun að DV stundi útselda málafylgju einmitt í deilum Brims um yfirráðin yfir Vinnslustöðinni.

Reynir talar um ,,pönk" og að ,,taka fólk niður" þegar hann ræðir blaðamennsku DV.

DV-pönk virðist vera til sölu.


mbl.is Aðalfundi DV frestað um viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæll kæri Páll.

Það kemur manni ekkert á óvart lengur í subbuskap og mannorðsmorðuatöktum hjá Reyni Traustasyni og skrifum DV.

Ég trúi þessu öllu upp á þetta subbulið í reynslu sögunnar.

HEld að þetta sé hárrétt hjá þér, Elliða og Sigurði G.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 30.8.2014 kl. 14:11

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Er þetta ekki svipað og Mogginn? Var hann en ekki keyptur af útgerðamönnum og fleirum til að standa fyrir ákveðnum málflutningi?  Er ekki verið að reyna að ná yfirráðum í DV til að stoppa ákveðin málflutning? Er ekki talað um að Fréttablaðinu sé verið að breyta til að sjónarmið eigenda eigi þar meiri skilning?

Magnús Helgi Björgvinsson, 30.8.2014 kl. 14:36

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Magnús.

Þú ert að bera saman appelsínur og sand !

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 30.8.2014 kl. 14:42

4 Smámynd: Elle_

Eða gull og moldarfor.

Elle_, 30.8.2014 kl. 15:07

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þáverandi vinstri ríkisstjórn gerði suma útgerðarmenn ríka þegar hún lögleiddi frjálst framsal á kvóta og þurfti ekki dagblöð til.

Ef útgerðarmenn þurfa í dag að kaupa fjölmiðla vegna eigin hagsmuna, hvað segir það okkur þá annað en að valdatilfærsla hafi átt sér stað?

Kolbrún Hilmars, 30.8.2014 kl. 18:24

6 Smámynd: Elle_

Óskiljanlegur þessi illvilji gegn vinnandi bændum, sjómönnum og útgerðarmönnum, eins og þeir eigi að vera glæpamenn.  Hrikalega öfugsnúið.

Elle_, 30.8.2014 kl. 21:08

7 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Jæja Elle...???

Hefur þú aldreir lesið Íslendingasögurnar...??l?

Veit ekki betur en að bændur og búalið stóðu

fremstir í því að tefja fyrir framfararsókn á okkar

tímum varðandi sjósókn, og frábið þig að draga

sjómenn  í þann  ömurleika sem að

bændaþjóðfélagið bauð uppá þá.

Það eru  til alltof margar sögurnar af bændum

og búaliði, hvernig þeir fóru með sjómenn og

skömmtuðum línurnar  hvernig mátti veiða og

hvað ekki.

Vona bara að skammtíma minnið sé ekki

svo slæmt, að hægt sé að hjóla  yfir söguna

og gleyma því hvernig  málum var háttað í den.

En sagan af þeim sjómönnum var ömurleg.

Sigurður Kristján Hjaltested, 31.8.2014 kl. 01:08

8 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

þegar svo er komið að að blaðasnápar telja sig geta ráðið því hverjir ráði yfirstjórn einhvers lands þá er lýðræðið fallið um sjálft sig.Blaðasnápar hafa sínt það á síðustu vikium og mánuðum að þeir telja vegið að valdi sínu.Í því skjóli að þeir séu blaðamenn, telja þeir sig geta flutt róg og níð um pólitiska andstæðinga.Ef lýðræðiskjörnir fulltrúar fólks bega sig fyrir slíku, þá er að sjálfsögðu eins gott að afnema kosningar til Alþingis.

Sigurgeir Jónsson, 31.8.2014 kl. 02:49

9 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

"Blaðasnáparnir" mæta á fund í blaðamannafélaginu.Rúvið, 365, og DV,allir hinir.Og hvað er samþykkt.Jú aða sjálfsögðu að vegið sé að blaðamönnum.Páll á að þekkja þetta .

Sigurgeir Jónsson, 31.8.2014 kl. 02:59

10 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Páll minnist á einhvern "guðmund í brimi"Hvað er Páll að þvavra .Má ekki einhver Guðmundur í Brimi stunda viðskipti án þess einverjum Páli komi áð við.

Sigurgeir Jónsson, 31.8.2014 kl. 03:10

11 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það er nauðsynlegt að koma böndum á sorpritin.Þeir blaðamenn sem óánægðir eru með það verða bara að róa sig.

Sigurgeir Jónsson, 31.8.2014 kl. 03:14

12 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

" Blaðamaðurinn" Þorsteinn Pálsson sem var ritsjóri Vísis 1976 þagar aðförin var gerð að þáverandi dómsmálaráðherra með skelfillegum afleiðingum, hefur ekki látið sitt eftir liggja.Á rúvvinu í dag hélt hann uppteknum, að sjálfsögðu kallaði rúvvið í hann.Hann gaf í skyn að núverandi ,Hanna Birna, væri sek um eitthvað.Hætti rógberans.

Sigurgeir Jónsson, 31.8.2014 kl. 04:16

13 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Sem betur fer virðist Ingibjörg Pálmadóttir hafa rekið hann frá Fréttablaðinu.

Sigurgeir Jónsson, 31.8.2014 kl. 04:23

14 Smámynd: Elle_

Sigurður, ég var ekkert að tala um eldgamla bændur í eldgamalli sögu, heldur núlifandi vinnandi bændur og sjómenn.  Svo skammtímaminni eins eða neins kemur ekki málinu við og óþarfi að veðrast allur upp yfir hvort ég hafi aldrei lesið Íslendingasögurnar.

Elle_, 31.8.2014 kl. 05:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband