Hanagal, kirkjuklukkur og móðgaða fólkið

Hanagal veldur pirringi í Mosfellsbæ og kirkjuklukkur í Reykjavík. Sumt fólk leitar eftir tilefnum til að móðgast.

Sláttuvélar, bílaumferð og önnur tækni valda margfalt meiri hljóðmengun en hanar og kirkjuklukkur. Hvers vegna ræðst móðgaða fólkið ekki að hljóðmenguninni eins og hún gerist verst?

Svarið er þetta: móðgaða fólkið ræðst alltaf á garðinn þar sem hann er lægstur. 


mbl.is Hringt við stærri athafnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aztec

Í framhaldi af þessu vil ég leggja til við Alþingi að öll bílaumferð verði bönnuð á nóttunni af tilliti til þeirra sem vinna á daginn og bönnuð á daginn vegna þeiira sem vinna næturvinnu. Flugumferð verði lögð af og bannað verði að nota sláttuvélar í opnu, óhljóðeinangruðu rými.

Síðan á alfarið að banna notkun á vekjaraklukkum, sem oft eru með hávaða kl. 8 og trufla þá nágranna, sem vilja sofa til kl. 9 eða lengur.

Ef meirihlutinn í borgarstjórn bannar kirkjuklukkur, þá mun ég ekki kjósa þessa flokka aftur, enda kaus ég þá heldur ekki síðast.

Aztec, 29.8.2014 kl. 11:22

2 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Sterilezeringin heldur áfram. Allir eiga að vera eins, aumingjavæðingin ríður vaðið.

Sindri Karl Sigurðsson, 29.8.2014 kl. 22:12

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Tek mjög undir mál þitt Aztek, en vil bæta við að aðeins hauslausir hannar verði leifðir á Íslandi dagsins.

Hrólfur Þ Hraundal, 30.8.2014 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband