Saksóknari ræðst á upplýsingafrelsið

Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari er talsmaður miðaldaviðhorfa gagnvart upplýstri umræðu. Með því að ákæra vegna meints leka á upplýsingum sem eiga fullt erindi í umræðuna leitast ríkissaksóknari við að þagga niður málefnalega umræðu.

Eftir að Tony Amos og stuðningslið hans gerði hælisumsóknina að opinberu máli, með mótmælastöðu og skipulögðum fréttaflutningi áttu vitanlega allar upplýsingar um hælisumsóknina erindi í umræðuna. Það er í þágu upplýstrar umræðu að efnisatriðin í minnisblaðinu yrðu opinber.

Þeir sem sækja um hæli, hvort heldur á Íslandi eða til annarra ríkja, verða að gera ráð fyrir að upplýsingar um stöðu og persónulega hagi sé hluti af málsmeðferðinni. Og ef málsmeðferðin verður að opinberri umræðu eiga efnisatriðin að vera upplýst til að almenningur geti myndað sér málefnalega afstöðu.

 


mbl.is Ákærður fyrir brot á þagnarskyldu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ég tek undir hvert orð hjá þér í þessu efni kæri Páll.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 20.8.2014 kl. 12:48

2 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Þú ert svakalegur Páll - þú veist að sá sem lak skjalinu breytti því. Og þú ert einnig með það á hreinu að menn, já jafnvelhælisleitendur, eiga að njóta mannréttinda. En þitt pólitíksa ofstæki blindar þér sýn.

Hjálmtýr V Heiðdal, 20.8.2014 kl. 15:06

3 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Fyndist þér í lagi að persónulegum upplýsingum um þig, sem ríkisstofnun hefur safnað, röngum jafnvel, væri lekið til fjölmiðla?

Ég verð bara að segja það að ég held að það sé ekki alveg í lagi með þig Páll Vilhjálmsson.

Baldvin Björgvinsson, 20.8.2014 kl. 15:13

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hverjir sáu orginalið,? Veit einhver á hvaða stoppistöð því var breytt,?

Helga Kristjánsdóttir, 20.8.2014 kl. 15:47

5 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Hjálmtýr og Baldvin - finnst ykkur í lagi að opinber hávaði og mótmæli sem Omos- stuðningsliðið efndi til fyrir utan ráðuneytið og á subbufjölmiðlum í lagi þegar þeir geta haft uppi hvaða áróður sem er gegn ráðuneytinu og það getur ekki svarað fyrir sig. Þá er ég ekki í því tilfelli að óska eftir því að þið blandið því inn í sjálfan meinta lekann. Hvað hann varðar, getur hver sem er hafa nappað frumskjalinu og breytt því - einhhver sem átti erindi í ráðuneytið vegna málsins - Omos sjálfur eða menn á hans vegum.

Ljóst er á ákæruskjalinu að löggæslan veit lítt meira en við hin sem lesum fréttir af þessu „máli“.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 20.8.2014 kl. 16:46

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þarna opinbera ofsa-hægrimenn afstöðu sína til mannréttinda og ennfremur hvernig þeir líta á ríkisvaldið sitt.

Staðfestir allt mitt mál um hvernig sjallar/hægrimenn börðust alla tíð gegn mannréttinum og grunnréttindum almúgans. Þeir voru á móti Vökulögunum! Halló. Á móti. Segir allt sem segja þarf.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.8.2014 kl. 22:52

7 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ómar möntrusönglari !

Fyrsta verk flugfreyjunnar og jarðfræðinemans 2009 - já ALFYRSTA - vara að senda Árna Pál í að skerða verulega laun öryrkja og síðan nr. 2 að skerða ellilífeyri. Öryrkjabandalagið hefur sagt að þeir hafi aldrei haft launamál sín í eins góðum málum og á meðan ríkisstjórnir Davíðs Oddssonar voru hér við völd allt fram til Geirs Haarde.

Já þar réðu sjallar eins og þú kallar það.

Um hvað varstu annars að söngla núna...... enn einn hugarórann auðvitað í raka stað eins og þinn er siður ! Kenndu þau skötuhjúin, flugfreyjan og jarðfræðineminn, þetta söngl sem hér er flutt af krafti hér ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 20.8.2014 kl. 23:04

8 Smámynd: Skeggi Skaftason

... ef málsmeðferðin verður að opinberri umræðu eiga efnisatriðin að vera upplýst til að almenningur geti myndað sér málefnalega afstöðu.

"Höfundur er blaðamaður og kennari." - sem betur fer ekki starfandi blaðamaður.

Í alvöru Páll. Finnst þér þetta eiga við t.d. málsmeðferð barnaverndarnefnda, heilbrigðisyfirvalda, og annarra slíkra stofnana sem taka ákvarðanir og sýsla með persónulegar upplýsingar um fólk?

Og þegar þú segir "efnisatriði" eru þá líka innifalin kjaftasögur og villandi upplýsingar um einhverjar löngu liðna rannsóknir og yfirheyrslur ?

Þið sem ekki skiljið þetta, lesið blogg Ragnars Þórs Péturssonar á Eyjunni.

Skeggi Skaftason, 21.8.2014 kl. 22:39

9 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Skeggi, ekki vanmeta kjaftasögurnar.  Það má vel vera dónalegt að setja þær á blað, nú eða birta í fjölmiðlum - jafnvel saknæmt. 
Breytir ekki því að þjóð veit þá þrír vita, alltaf!

Kolbrún Hilmars, 21.8.2014 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband