Áhlaupastjórnmál

Með samspili bloggs, samfélagsmiðla og fjölmiðla eru orðin til áhlaupastjórnmál.  Þeir sem standa fyrir áhlaupastjórnmálum finna flugufót fyrir staðhæfingu um stjórnmálamann eða stjórnmálaflokk og síðan gildir að búa geðshræringu fyrir staðhæfingunni í samspili ólíkra miðla. Þannig verður til skoðanabylgja í samfélaginu um að fordæma menn og málefni.

Elliði Vignisson fékk hótun um aðför þar sem skyldi beita aðferðum áhlaupastjórnmála. Forsætisráðherra er í gær og dag skotmark vegna umræðu um kjötinnflutning. Í áhlaupastjórnmálum verður hver fjöður að fimm hænum. Moskumálið í vor var skýrt dæmi um þessa tegund stjórnmála.

Samvinna stjórnmálamanna og flokksbrodda annars vegar og hins vegar fjölmiðla er eitt einkenni áhlaupastjórnmála. Þessi samvinna er öll á bakvið tjöldin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Páll - sem og aðrir gestir þínir !

Páll !

Hvernig - ferðu að því að reyna að verja gerpið Sigmund Davíð Gunnlaugsson / sem er NÁKVÆMLEGA sama Skoffínið - og fyrirennarinn: Jóhanna Sigurðardóttir ?

Eða - ertu búinn að gleyma atburðarás áranna 2009 - 2013 ?

Sem - því miður: virðist ætla að verða hin SAMA 2013 - 2017 Páll minn / í hinu rotnandi íslenzka samfélagi - að óbreyttu.

Líða líklega Árhundruð - áður en upp hefir komist um íslenzka STJÓRNMÁLA GLÆPAHYSKIÐ og öll þess skítaverk - síðuhafi góður.

Elliði Vignisson - þrátt fyrir mengun sína frá Valhöll (suður í Reykjavík) er það vinsæll meðal flestra Eyjamanna / heyrist mér að fremur ótrúverðugt er - að nokkur nenni eða vilji vera að hafa í hótunum við hann / svo sem.

Með beztu kveðjum af Suðurlandi - sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.8.2014 kl. 12:55

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Fátt virðist bíta á Óskar Helga, en svo er ekki farið um marga aðra. Það er rétt hjá þér Páll að ákveðnir miðlar hafa tekið höndum saman við valinn hóp manna til að nýta sér tilfinningasemi fólks; skapa geðshræringarbylgju sem spilað er á. Sumir halda þetta sanni að lífsmark sé með þeim, en þegar fólk venst á þetta viðvarandi tilfinningalega hástigi hætta málefnin að skipta máli. Geðshræringin verður að fíkn sem fóðrar sig sjálf.

Ragnhildur Kolka, 15.8.2014 kl. 13:20

3 Smámynd: Guðmundur Ingólfsson

Æi Páll er ekki komið nóg, þetta versdnar stöðugt hjá þér

Guðmundur Ingólfsson, 15.8.2014 kl. 13:21

4 Smámynd: Elle_

Hótanir fyrir engar sakir og lygasögur ómerkilegra fjölmiðlamanna ætti að benda á sem oftast.  Elliði Vignisson er augljóslega miklu hæfari en þessir bláálfar en ætti ekki að þurfa að standa einn undir persónuárásum og hótunum um að verða tekinn niður af vitfirringum. 

Elle_, 15.8.2014 kl. 14:28

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Snjallt hrekkjabragð hjá forsætisráðherranum þetta með kattavírusinn í gær!  

Kolbrún Hilmars, 15.8.2014 kl. 14:28

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er vissulega afar fróðlegt þessi innsýn inní afstöðu hægrimanna og sérhagsmunaklíka til fjölmiðla sem gefin er í pistli.

Afar fróðlegt. Þetta skýrir margt.

Og ber að þakka fyrir það.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.8.2014 kl. 15:21

7 Smámynd: Elle_

Hægri hvað?  Ómar, mundirðu skilja skýringu þó skýringin væri stöfuð fyrir þig?

Elle_, 15.8.2014 kl. 18:02

8 Smámynd: Skeggi Skaftason

Páll,

ertu sem sé að segja okkur að þín bloggskrif séu hluti af skipulagðri hópbaráttu?

Færðu skipanir úr Hádegismóum um hvað þú eigir að skrifa? Eða eru "áhlaupsstjórnmálin" bara hinum megin?

Veistu, ég held að þú sért bara vænisjúkur. Og/eða öfundssjúkur af því fleiri velskrifandi bloggarar séu á móti ríkisstjórninni en fylgjandi henni.

Skeggi Skaftason, 17.8.2014 kl. 08:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband