Stefán og áhlaup vinstrimanna á Hönnu Birnu

Stefán Eiríksson lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins skipti um starf nýverið. DV segir eftir nafnlausum heimildum að Stefán hafi hrökklast undan Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra vegna lekamálsins svokallaða en það er einkaherferð DV í þágu hælisumsækjanda.

Frétt DV var fárra klukkustund gömul þegar bloggsveit vinstrimanna var komin i skotstöðu: Illugi, Egill og Jón Ingi. Bloggsveitin þjónar því hlutverki að gefa heimildalausri frétt DV lögmæti. Það auðveldar RÚV að taka málið upp og þá fær fréttin vængi.

Vinstrimenn geta gert sér vonir um að Stefán sé orðinn þeirra maður enda ráðinn í yfirmannsstöðu í ráðhúsi Reykjavíkur þar sem Dagur ræður ríkjum. Með réttum undirbúningi bloggsveitar og fjölmiðla vinstrimanna gæti Stefán stigið fram sem smurður samfylkingarmaður og sakað Hönnu Birnu um afglöp í starf og mögulega fellt hana af ráðherrastól.

Málið gæti þó verið með fleiri baktjaldafléttum. Stefán lögreglustjóri situr í hæfisnefnd um skipan stöðu seðlabankastjóra og þótti það val hálf-undarlegt, svo ekki sé meira sagt. Maðurinn sem skipaði Stefán í nefndina heitir Bjarni Benediktsson og er bæði fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.

Hanna Birna Kristjánsdóttir skoraði Bjarna á hólm á sínum tíma í formannsslag. Þrátt fyrir tap er Hanna Birna enn valkostur ef Bjarni misstígur sig.

Ef Stefán tekur þátt í DV-plottinu þá gerir hann það sem trúnaðarmaður Bjarna Benediktssonar. Hæstráðandi sem notar trúnaðarmann sinn til að slátra pólitískum næstráðanda fær ekki mörg prik fyrir snilli í samsærishönnun.

Á talandi stundu er á hinn bóginn líklegast að DV og vinstrimenn standi einir að plottinu. Uppleggið er eitthvað svo vinstriaumkunarvert.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Góður kæri Páll, „vinstriaumkunnarvert“. Verðum að nefna þetta nýyrði „tæra snilld“ eins og Landsbankastjórinn gerði frægt.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 29.7.2014 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband