RÚV staðfestir stórveldi Framsóknar

Aðeins erlendar stórhörmungar ryðja umfjöllun um Framsóknarflokkinn úr fyrsta sæti frétta RÚV undanfarna daga. Með því að RÚV gerir svona vel við Framsóknarflokkinn, að setja fréttir af flokksstarfinu í fremst í hvern fréttatíma á fætur öðrum, staðfestir RÚV leiðandi hlutverk Framsóknarflokksins í íslenskum stjórnmálum.

Á vettvangi Framsóknarflokksins eru pólitísk hitamál sett á dagskrá, þau rædd í þaula þannig að neistar fljúga og maður og annar hrekkur frá borði. Enginn annar stjórnmálaflokkur getur státað af jafn mikilli pólitískri gerjun og Framsóknarflokkurinn.

Ánægjulegt er að RÚV sinni kraftmiklu pólitísku starfi Framsóknarflokksins jafn vel og raun ber vitni.


mbl.is „Ég skil ekki mennina“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það er eins gott fyrir Framsóknarflokkinn að rúvvið og fylgirit þess á vinstri vængnum lesi ekki þetta blogg þitt Páll.Þau væru vís til að hætta allri umfjöllun um flokkinn,vegna þess að fréttirnar af flokksstarfinu væru skipulagt plott af forystu Framsólknarflokksins.

Sigurgeir Jónsson, 19.7.2014 kl. 20:03

2 identicon

Sæll Páll sem oftar - og aðrir gestir þínir !

Páll !

Burtséð - frá lydduhætti meðlima þessarrar flokks hörmungar gagnvart Múhameðska liðinu / mættir þú alveg rifja upp fyrir lesendum þínum ''kraftmikla'' meðferð flokksmanna á fé gömlu Samvinnutrygginganna / sem og niðurbrot Samvinnuhreyfingar innar og Kaupfélaganna - á sínum tíma.

Ekki geðfelldur ferill - þar.

Með kveðjum samt - af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason,

fyrrum starfsmaður Kaupfélags Árnesinga //

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.7.2014 kl. 20:06

3 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Athyglisverðar ályktanir hjá þér, Páll. RÚV er óneitanlega mjög á tánum með fréttaflutning af mönnum sem gáfu kost á sér sem stjórnmálamenn í umræddum flokki en gátu svo ekki með skynsamlegum hætti tekið þátt í aðkallandi umræðu um innflytjendamál. Halda mætti að þeir hafi þess í stað látið afvegaleiðast af óprúttnum og útúrsnúandi málflutningi andstæðinga flokksins.
RÚV vill kannske með viðstöðulausum fréttaflutningi sínum af slíkum málum til allra landsmanna vara fólk við að sumir sem gefa sig út fyrir að vera stjórnmálamenn séu það í raun ekki þegar á reynir.

 Óskar H.H.: Já, það er hörmulegt hvernig fór fyrir Samvinnuhreyfingunni hérlendis og flestum kaupfélögunum, um sinn að minnsta kosti. Þetta var upphaflega grasrótarsamtök í formi pöntunarfélaga og kaupfélaga sem vann ötullega og með byltingarkenndum framförum þá (frá stofnun KÞ 1882) fyrir hagsmuni viðkomandi félagsmanna þar sem allir gátu gerst meðlimir. Kaupfélögin voru fyrirtæki fólksins sjálfs, viðskiptavinanna í neytendafélögunum og framleiðendanna í framleiðendafélögunum.
Það er rannsóknarefni hvers vegna hreyfingin og félög innan hennar vébanda og/eða í nafni hennar lögðust smám saman af á seinni hluta 20. aldar, eftir um hartnær 100 ára starf.
Nú er athyglisvert að margt fólk lýsir yfir áhuga sínum á að ameríska fyrirtækið Costco opni verslun hérlendis, en starfsgrundvelli þess svipar að nokkru (en alls ekki öllu leyti) til hugmyndafræði samvinnuhreyfingarinnar varðandi starfsemi kaupfélaga.

Kristinn Snævar Jónsson, 19.7.2014 kl. 21:40

4 identicon

Komið þið sælir - á ný !

Kristinn Snævar !

Þakka þér fyrir - þína glöggu sýn á hlutina / eins og þeir blasa við: í meginatriðum.

Með sömu kveðjum - sem síðustu /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.7.2014 kl. 23:08

5 Smámynd: Örn Johnson

Kristinn,

Það er ekkert sérstakt rannsóknarverkefni hvers vegna samvinnuhreyfingin fór gjörsamlega á hausinn. Þú ert líklega of ungur til að muna það. Hreyfingin komst yfir Holtagarða og lýsti því svo yfir að hún ætlaði að taka yfir alla smásöluverslun á Íslandi. Setja skyldi alla aðra beint á hausinn.  Einhverjir voru samt að þvælast fyrir og það var sama hvað hreyfingin lækkaði verð sín undir kostnaðarverð, þá lifðu hinir samt. Væntanlega á hatrinu sem fólkið í landinu hafði á þessum vinnubrögðum. Þetta gekk um tíma svo fór allt á hausinn og fjöldi kaupfélaga var dreginn niður með SÍS. Forstjórinn dó skömmu síðar, nefni hann ekki hér með tilliti til afkomenda sem en eru á lífi. Sorgarsaga um græðgi.

Örn Johnson, 19.7.2014 kl. 23:10

6 Smámynd: Rafn Guðmundsson

ætli framsókn væri ekki í heimsfréttunum líka ef útlendingar vissu hverskonar ***** þetta væru

Rafn Guðmundsson, 19.7.2014 kl. 23:41

7 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Áhugi RÚV á Framsóknarflokknum staðfestir að Samfylkingin telur að sterkur Framsóknarflokkur ógni sinni tilvist.

Hatursvæðing Samfylkingarútvarps allra landsmanna á Framsóknarflokknum hreinsar flokkinn af dusilmennum og amlóðum sem hafa ekki andlega getu til að ræða viðkvæm samfélagsmál.

Eggert Sigurbergsson, 20.7.2014 kl. 09:00

8 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Örn J.: Ekki er hyggilegt að vaða áfram með sleggjudóma og orðavaðal, eða ert þú e.t.v. búinn að rannsaka gaumgæfilega tildrög að falli samvinnufélaga á seinni hluta 20. aldar?
Hvað meinar þú með að samvinnuhreyfingin hafi "komist yfir Holtagarða"? (SÍS var búið að reka birgðastöð bæði í matvöru og sérvöru í áratugi fyrir tíma Holtagarða).
Það þekki hins vegar ekki til eftirfarandi atriða sem þú fullyrðir um og spyr því:
Hver lýsti því yfir, og hvenær, að hreyfingin ætlaði sér að "taka yfir alla smásöluverslun á Íslandi"?(
Hver lýsti því yfir, og hvenær, að "setja skyldi alla aðra beint á hausinn"?
Hverjir voru "einhverjir" sem "voru samt að þvælast fyrir"?
Hvaða vörur eða vöruflokkar voru lækkaðar "undir kostnaðarverð" og hvenær?
Hverjir voru "fólkið í landinu"?
Hvaða "fjöldi kaupfélaga var dreginn niður með SÍS". Af hverju heldur þú að að SÍS hafi "dregið kaupfélögin niður" en ekki öfugt?

Eggert S.: Athyglisverðir punktar hjá þér. 

Kristinn Snævar Jónsson, 20.7.2014 kl. 11:36

9 Smámynd: Elle_

Góður Eggert.

Elle_, 20.7.2014 kl. 12:08

10 Smámynd: Elle_

Ætla samt ekki að saka alla RUV-menn um að vinna fyrir þann dapurlega flokk.

Elle_, 20.7.2014 kl. 12:11

11 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Framsóknarflokkurinn er rasistaflokkur. Allir sem kjósa XB eru þar með rasistar.

Sleggjan og Hvellurinn, 20.7.2014 kl. 15:02

12 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Framsóknarflokkurinn er EKKI rasistaflokkur. 

En vissulega fer hann ekki eftir stefnuskrá Samfylkingar...

Kolbrún Hilmars, 20.7.2014 kl. 17:15

13 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Góðu athugsemdarskrfarar. Er eitthvað að hjá ykkur? Haldið þið virkilega að Samfylkingin ráði RUV? Hvers konar bull er þetta í ykkur. Og svo hvernig væri nú að hætta að skoða heiminn allann úr frá einhverju Samfylkingarsamsæri! Þetta er svo barnalegt að það nær ekki nokkri átt. Minni á að Samfylkingin hefur aldrei verið með Mennamálaráðuneytið og þar með aldrei stjórnar RUV enda er RUV opinbert hlutafélag og ræður alla nema Forstjóra sjálft. Svo er rétt að geta þess að Sjálfstæðisflokkurinn fer með þetta ráðuneyti núna og hefur lengstum gert. Nema þessi 4 ár sem Vg fór með mál RUV. En held geðheilsa ykkar væri betur borgið ef þið skoðuðuð hlutina aðeins án þess að blanda Samfylkingunni í þetta. Það er t.d. broslegt að heyra framsókn afsaka öll sín mistök með því að reyna að segja að þau séu öruggulega Samfylkingunni að kenna.  Svo í þessu tilfelli erum við að tala um Framsókn og athygli sem þeir fá.  Það var Vg sem var harðast gegn framsókn fyrir síðustu kosningar og reynið nú að hugsa aðeins.

Magnús Helgi Björgvinsson, 20.7.2014 kl. 19:35

14 Smámynd: Elle_

Gæti verið að geðheilsu ykkar samfylkinga væri betur borgið ef þið væruð ekki í flokknum?

Elle_, 20.7.2014 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband