Forstjórinn, flugmenn og meðalhófið

Hrunið varð vegna græðgi, heimtufrekju og dómgreindarleysis þeirra sem fóru með mannaforráð í viðskipalífinu. Réttur lærdómur af hruninu er að taumleysi hefnir sín, ekki síst á þeim sem leyfa sér það.

Launaumræðan er frumskógur þar sem einföld og mælanleg atriði, t.d. heildarlaun, eru gerð óljós og myrk. Í yfirlýsingu forstjóra Icelandair, sem annars er nokkuð sannfærandi, er t.d. vísað til gagna Hagstofu Íslands um laun flugmanna. Hvers vegna eru tölur úr launabókhaldi Icelandair ekki lagðar á borðið um meðalmánaðarlauna flugmanna? Varla eru þær tölur trúnaðarmál.

Flugmenn neita að upplýsa um launakröfur sínar og ekki heldur hafa þeir lagt fram upplýsingar um meðalheildarlaun félagsmanna.

Heildarlaun fullvinnandi launamanna á síðasta ári voru 526 þús. kr. á mánuði að meðaltali. Eftir því sem best er vitað voru flugmenn Icelandair með um 1500 þús. kr. í meðalheildarlaun á síðasta ári. Heildarmeðallaun forstjórans voru líklega um 4 m.kr. á mánuði.

Það standa engin til þess að flugmenn og forstjóri Icelandair beri úr býtum þreföld til áttföld meðallaun landsmanna. Allir eru þeir í vinnu hjá fyrirtæki sem almennir launþegar eiga í gegnum lífeyrisjóðina.

Ef ríkisstjórnin setur lög um vinnudeilu flugmanna og Icelandair er nærtækt að hugsa sér flugmenn  fái 700 til 800 þús. kr. í heildarmánaðarlaun og forstjórinn um milljón kr. - það væri meðalhóf. 

Áður en ríkisstjórnin setur slík lög væri snjallt að kalla flugmenn og forstjóra niður í stjórnarráð og kynna þeim efnisatriði fyrirhugaðrar lagasetningar. Þá yrði samið á augabragði.


mbl.is 92 af 100 launahæstu flugmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aztec

700 - 800 þúsund á mánuði í GRUNNLAUN fyrir flugmann væri sanngjarnt. Hins vegar ætti þessi forstjóraræfill ekki skilið meira en svona ca. 300 þús. á mánuði, ef það. Flugmenn eru mörgum sinnum meira virði en forstjórinn, enda hafa þeir bæði betri menntun, betri þjálfun og bera ábyrgð á hundruðum mannslífa á hverjum degi.

Forstjórinn ber enga alvöru ábyrgð og hægt er að setja hvaða hálfmenntaðan apa í staðinn.

Að sjálfsögðu eiga flugmenn að fá vel borgað, hvað annað? Og það er ekki eins og Icelandair hafi ekki ráð á því eins og þeir okra á flugmiðunum í skjóli ríkisverndaðrar einokunar.

Pétur D.

Aztec, 14.5.2014 kl. 09:20

2 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Stætóbílstjórar og bílstjórar langferðabíla sem aka með tugi þúsunda fólks á hverju ári bera sömu ábyrgð á fólki og flugstjórar gera í sínu starfi.

Er þá ekki rökrétt krafa allra atvinnubílstjóra sem ábyrgð bera á fólki í sínum farartækjum að fá sömu laun og flugstjórar fara fram á í sínum launakröfum.

Eggert Guðmundsson, 14.5.2014 kl. 11:10

3 Smámynd: Aztec

Nei, þú getur ekki líkt þeim saman. Í farþegaþotu á flugi má næstum ekkert út af bera, þá hrapar vélin og allir deyja. Í rútu eða strætó er enginn í lífshættu, nema rútan sé á ferð meðfram bjargbrún og bílstjórinn fær hjartastopp. Nær engar líkur á því.

Þess vegna er ábyrgð flugmanna talsvert mikið meiri og ættu þeir að fá laun skv. því.

Aztec, 14.5.2014 kl. 15:23

4 Smámynd: Aztec

En það er ekki aðeins ábyrgðin (og hér er ég að tala um raunverulega ábyrgð, ekki "ábyrgð" stjórnenda, sem þeir svo aldrei axla) sem á að ákvarða launin, heldur líka þjálfunin og kröfurnar. Þetta er heldur ekki sambærilegt, með fullri virðingu fyrir strætó- og rútubílstjórum. Það geta ekki allir orðið hæfir flugmenn alveg eins og það geta ekki allir orðið góðir læknar. En það geta allir orðið forstjórar og það geta allir komizt á þing, þótt þeir kunni ekki neitt annað.

Ég vil taka það fram, að ég þekki enga flugmenn persónulega og hef aldrei gert.

Aztec, 14.5.2014 kl. 15:39

5 Smámynd: Aztec

"Í farþegaþotu á flugi má næstum ekkert út af bera, þá hrapar vélin og allir deyja."

Áður en einhver misskilur þetta, þá vil ég taka það fram, að í flestum tilfellum geta flugmenn gripið inn þegar eitthvað fer úrskeiðis. Þjálfun þeirra gengur út á það, þótt sumir þotuframleiðendur (Airbus) hafi reynt að láta flugtölvurnar hafa vit fyrir flugmönnunum með hörmulegum afleiðingum. Þess vegna munu aldrei verða alsjálfvirkar farþegaþotur. Það verður alltaf þörf á flugmönnum.

Aztec, 14.5.2014 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband