Árni vill heilsugæsluna til að selja hana

Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar seldi Hitaveitu Suðurnesja og fasteignir bæjarins til að fjármagna glórulausar skýjaborgir. Núna vill Árni fá heilsugæsluna frá ríkinu. Umhyggja Árna er ekki fyrir heilsufari íbúanna.

Árni ætlar selja heilsugæsluna hæstbjóðanda. Það má græða á heilsugæslu þar sem ríkið borgar reikning sjúklinganna. Vinkona Árna er Ásdís Halla Bragadóttir er þegar kominn í heilbrigðisrekstur þar sem ríkið greiðir og einkaframtakið hirðir hagnaðinn.

Árni bæjó veit alveg hvað klukkan slær þegar snjallar viðskiptahugmyndir eru annars vegar.


mbl.is Vilja taka yfir rekstur heilsugæslunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Eru óheilindi ættgeng eða áunninn?

Var það ekki bróðir Árna sem hreinlega rændi bótasjóðð Sjóvár með aðstoð óvandaðra manna á borð við Bjarna vafning, eða er minnið enn og aftur að hlaupa með mig í gönur?

Jónatan Karlsson, 24.4.2014 kl. 18:32

2 Smámynd: Elle_

Jónatan, ekki vildir þú vera dæmdur fyrir glæpi eða óverk bróður þíns, ef þú ættir bróður?  Og sem þú kannski einu sinni þekktir ekki eða umgengist ekki neitt og vildir ekki þekkja?  Það er fráleitt og algerlega ófært og alltof algengt á Íslandi að dæma fólk eftir fjölskyldum.  Það voru 2 bræður, 1 glæpamaður og 1 saklaus og vinnandi lögreglumaður.  Glæpir bróðurins komu lögreglumanninum bara ekki neitt við.

Elle_, 24.4.2014 kl. 19:38

3 Smámynd: Elle_

Fyrirgefðu, Jónatan.  Þú varst í alvöru ekki að segja að glæpir kæmu bróður neitt við.  Þú varst að segja öfugt við það, ef ég skil þig nú.

Elle_, 24.4.2014 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband