Egill Helga: ef ekki ESB þá Pútínland

Páskaboðskapur Egils Helgasonar er að valið standi á milli Pútín, sem er pólitískur afkomandi Mongóla og Stalíns, annars vegar og hins vegar Evrópusambandsins. Egill ber fyrir sig grein eftir Timothy Snyder og þýðir hana. Lykilefnisgrein er eftirfarandi:

Það er ekkert þjóðríki til að hverfa til. Eini möguleikinn í hnattvæddum heimi eru gagnkvæm samskipti. Fyrir lönd eins og Frakkland, Austurríki, Grikkland, Búlgaríu og Ungverjaland er höfnun á Evrópusambandinu eins og opinn faðmur í garð Evrasíu. Þetta er hinn einfaldi veruleiki: Sameinuð Evrópa getur og mun líklega standa gegn hinu rússneska olíu- og gasveldi, þyrping þjóðríkja sem deila innbyrðis getur það ekki. Leiðtogar hægriöfgaflokkanna í Evrópu eru hættir að draga dul á að flótti þeirra frá Brussel mun leiða þá í fang Pútíns.

Þessi hjákátlega nauðhyggja um að þjóðríki séu liðin tíð en ríkjablokkir framtíðin lætur eins og heimurinn skiptist í tvö áhrifasvæði; Evrópusambandið og Pútínland í Evrasíu. Egill/Snyder gefa sér Bandaríkin og Kína muni sitja hjá á meðan Pútín gúffar fyrst upp Úkraínu og síðan Evrópusambandið. Ef sagan kennir eitthvað þá er það að eitt heimsveldi situr ekki kjurrt og er til friðs á meðan annað eflist. Og heimsveldaanalísa án Bandaríkjanna og Kína er eins og eggjakaka án eggja.

Sagan hefur afsannað forsendu Egils/Snyder-kenningarinnar. Kenningin um að heimsveldi hljóti alltaf að skipta upp með sér heiminum er 19du aldar rök sem 20sta öldin afsannaði: heimsveldi standa ekki undir sjálfu sér. Spyrjið bara gömlu kommúnistana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þetta minnir dálítið á kórinn sem kveður: atkvæði greitt samkvæmt sannfæringu til nýstofnaðs flokks er dautt atkvæði. Hvernig í ósköpunum er hægt að ætlast til að þjóðríki greiði atkvæði með ríkjabandalagi sem byggir á elítuhagsmunum. ESB hefur ekki hugsjón það hefur aðeins vilja til valds.

Ragnhildur Kolka, 18.4.2014 kl. 20:05

2 identicon

Sæll Páll - líka sem og aðrir gestir þínir !

Páll !

Í hverju - liggur ''minnkun'' V.V. Pútín / að vera af Mongólum komin ?

Sjálfur - er ég Mongóli að hluta / aftur í ættir og er STOLTUR af - ekki er svo mikil reisnin yfir Íslendinga erfðahlutunum þessi misserin - síðuhafi góður.

Enda - Ísland orðið að RÚSTUM einum / um langa framtíð að óbreyttu.

Nefnum ekki frekar - Andskotann Stalín á þessum degi / þó ekki væri nema til að spilla því - sem eftir lifir þessa langa Föstudags - Páll minn.

Með beztu kveðjum af Suðurlandi / sem oftar

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.4.2014 kl. 20:07

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Evrópumenn höfðu lítið haft af Mongólum að segja þar til þeir komu og kyntu sinn  ofsafengna ruddaskap og ert þú Óskar Helgi ekki alveg ómögulega afleiðing af ruddaskap þeirra.

En hver á að vera stoltur af sínum uppruna.      

Hrólfur Þ Hraundal, 18.4.2014 kl. 20:37

4 identicon

Komið þið sæl - á ný !

Hrólfur !

Jú - mikið rétt. Ég er ekki sú manngerðin / að bjóða HINN VANGANN eins og væskill - sé á mig ráðist / vélfræðingur góður.

Enda - sjáum við hversu komið er högum landsmanna - glæpa lýðurinn frá Haustinu 2008 er borinn á Gullstólum / á meðan sjoppuþjófar (fyrir 100 - 200 Krónurnar:: Í KLINKI vel að merkja) eru dæmdir nánast SAMDÆGURS fyrir gjörðir sínar.

Hvar í veröldinni annarrs staðar - sæjir þú önnur eins Andskotans vinnubrögð Hrólfur minn ???

Ekki síðri kveðjur - en hinar fyrri og áður /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.4.2014 kl. 20:47

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Evrópa fóstra nútímans var ekki samband.  Evrópa var á þeim tíma flokkur ríkja með ólík sjónarmið og þess vegna grósku, sem steingelt Evrópusamband getur aldrei getið af sér, frekar en morð óð hjörð Mongóla á sinni tíð.  

Hrólfur Þ Hraundal, 18.4.2014 kl. 21:11

6 identicon

Komið þið sæl - sem fyrr og áður !

Hrólfur !

Ekki - munaði svo miklu / að þeim frændum mínum:: bræðrunum Húlagú Khan og Möngkhe Khan hefði tekist - að RYÐJA Arabíuskagann á 13. öldinni - þegar Gullið tækifærið bauðst / með Hertöku Húlagús á Baghdad í Febrúar 1258 - þar sem hann afmáði Kalífadæmi Abbasídanna með því að láta drepa Al- Mústasim:: síðasta Baghdad Kalífann - svo og með Hertöku Möngkhes á Sýrlandi og nágrenni þess / um svipað leyti.

Með því - að REKA Arabana og Gyðingana yfir Rauðahaf og Sínaí skagann yfir til Afríku / gæti allt önnur Heimsmynd blasað við okkur í dag - vélfræðingur snjalli.

Menningarríki Svartra Afríkumanna - hefðu mögulega getað snúið þeim Múhameðsku og Gyðindóms fylgjurum til almenni legra lífshátta - og við laus við ofstækislið Grátmúrs Gyðinga - og þar með Mekku liðið einnig í okkar samtíma - Hrólfur minn.

Þessa misnotkun - góðra tækifæra / á ég reyndar nokkuð erfitt með að fyrirgefa þeim Húlagú og Möngkhe Khönum Hrólfur - þó margt annað hafi þeir náð að afreka svo sem.

Í Guðanna bænum - ekki nefna óskapnað Evrópusambandsins í sama mund - og þú minnist göfugrar Mongóla þjóðarinnar - ágæti drengur !

Sízt lakari kveðjur - en hinar seinustu /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.4.2014 kl. 22:48

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er nú ekki eins og verið sé að vitna í einhvern pundit að vitna í Egil Helgason -- svo hlutdrægur hefur hann iðulega verið, ekki sízt í ESB-málum. En Gísli Marteinn virðist litlu skárri, ef nokkuð er.

Jón Valur Jensson, 18.4.2014 kl. 23:17

8 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Varðandi Gísla Martein þá er það að athuga að kjánar verða aldrei öðruvísi en svoleiðis, og hefur það margsinnis sannast á honum og vini mínum þeim mongólska sem hér hefur verið að upplýsa mig með svörtum ljósum.

    

Hrólfur Þ Hraundal, 19.4.2014 kl. 00:03

9 identicon

Komið þið sæl - á ný !

Hrólfur !

Fremur lítilsilgt - sem þurrki röksemdafærzlna / þín megin frá þykir mér - að afgreiða mína málafylgju á svo ódrengilegan og snautlegan hátt - sem frá þér kom hér:: í síðustu athugasemd þinni - mér til handa.

Mér þykir lakar - að geta ekki átt tiltölulegar viðræður við fólk / án þess að verða fyrir:: að mér finnst - óverðskuld uðu háði og spéi.

Skiljanlegra - hefði ég haft uppi einhver skáldskapar mál / en hér fyrir ofan var ég að segja frá sögulegum staðreyndum / en varð víst á - að leggja út frá mínum sjónarmiðum þar - samhliða.

En - það fer víst með þér / ekki mínu sálar tötri - Hrólfur vélfræðingur.

Með kveðjum samt - en undrunar all nokkurrar til Hrólfs /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.4.2014 kl. 00:16

10 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Fyrirgefðu Óskar Helgi hafi ég sært þig. 

En þér til hjálpar þá væri nú ekki úr vegi að þú skoðaðir orðasafn þitt í gegnum tíðina.

Hrólfur Þ Hraundal, 19.4.2014 kl. 08:25

11 identicon

Komið þið sæl - enn sem fyrr !

Hrólfur !

Þakka þér fyrir - og þér er fyrigefið / ágæti vélfræðingur.

En - svo vill reyndar til / að innistæður eru fyrir vali orða í mínu safni gegnum tíðina - mestanpart reyndar / þó hnökra megi vafalaust finna þar innanum - einnig.

Með beztu kveðjum til ykkar allra - að þessu sinni /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.4.2014 kl. 13:06

12 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Versti skaðræðisgripur sem stigið hefur fæti á Snæfellsnes síðan Víga-Styrr var og hét, er ódámurinn Frans mongóli. Sá fantur var sannkallaður vargur í véum.

Jóhannes Ragnarsson, 19.4.2014 kl. 19:58

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sleppirðu fjöldamorðingjanum, Jóhannes?

Og hver var "ódámurinn Frans mongóli"?

Jón Valur Jensson, 20.4.2014 kl. 20:24

14 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Frans mongóli var náungi sem kom með flutningaskipi til Ólafsvíkur kringum aldamótin 1900 og þótti viðsjárverður í meira lagi. Um Frans mongóla má lesa í veraldarsögu Péturs Hoffmanns Salómonssonar, Þér að segja.

Jóhannes Ragnarsson, 20.4.2014 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband