Þorsteinn Pálsson: ESB-reglur, en bara þegar hentar

Þorsteinn Pálsson, líklegur formaður nýs ESB-flokks hægrimanna, telur óheppilegt að innleiða reglur Evrópusambandsins þegar þær skerða hagsmuni sem hann sjálfur ber fyrir brjósti.

Þorsteinn er stjórnarformaður MP banka og vill ekki að Ísland innleiði fjármálareglur um eiginfjárstöðu sem skaða bankann. Viðskiptablaðið setur afstöðu Þorsteins í samhengi.

Tækifærismennska af þessu tagi; að lofa og prísa ESB-aðild almennt en hafna rökréttum afleiðingum aðildar er eflaust gott veganesti fyrir nýja hægri flokk ESB-sinna. Slagorðið: ESB-reglur - en bara þegar hentar lýsir prýðilega pólitískri sannfæringu ESB-sinna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Vegna smæðar hafa Íslendingar getað komið sér upp sér þarfa kúltúr. ESB er hannað til að þjóna þörfum hinna stóru. Ísland innan ESB kæmist ekki upp með að taka ákvarðanir a grundvelli tilfinningasemi.

Ragnhildur Kolka, 18.4.2014 kl. 12:10

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg er hiss sko, altso, Viðskiptablaðið, að þetta er svona blað viðskipta á Íslandi og maður skildi ætla að tiltölulega færir menn og í þokkalegu jafnvægi skrifuðu og ekki skorti fjármagnið til að borga mönnum laun oþh. - að hvað eftir annað er ,,fréttaflutningur" blaðsins svo óvandaður og hreinlega furðulegur að stórskömm er að fyrir Ísland. Stórskömm.

Þorsteinn sagði að skynsamlegra væri að implementa viðkomandi ESB laga og regluverk þessu viðvíkjandi í skrefum í 3-4 ár og vísaði til verklags dana.

Það voru nú öll ósköpin. Öll voðalegheitin.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.4.2014 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband