Hlýnun, fúsk og pólitík

Hlýnun jarðar er stórpólitískt mál; bæði í þeim skilningi að verulega mikið er undir, lífið á jörðinni eins og við þekkjum það, en líka stjórnmálaframi manna (munum eftir Al Gore) og milljarða styrkir til vísindastofnana og háskóla.

Rannsóknir á hlýnun jarðar byggja á tölvukeyrðum módelum, sem eins og önnur slík, eru ekki áreiðanlegri en forsendurnar leyfa. 

Norðurhvel jarðar er helsti vettvangur loftslagsrannsókna enda mæliseríur fleiri, samfelldari og eldri en á suðurhveli. 

Þegar upp kemst um óvísindaleg vinnubrögð í meðferð talnaefnis vakna grunsemdir að pólitíkin hafi orðið staðreyndum yfirsterkari, þótt fúsk sé einnig möguleg skýring.

Ágúst H. Bjarnason vekur athygli á mæliseríu Veðurstofu Íslands, um meðalhita á Íslandi í rúma öld, sem virðist hafa farið í gegnum ,,leiðréttingu" hjá NASA. Spurningin er þá hvernig ,,leiðréttingin" verði útskýrð. Það eykur á tortryggnina að ,,leiðréttingin" er öll á þann veginn að þjóna málstað hlýnunarsinna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Nú er orðið "fúsk" notað um það sem Veðurstofa Íslands hefur verið að vinna í varðandi loftslagsmálin. Væntalega eru þá rannsóknir og myndiri Odds Sigurðssonar og Helga Björnssonar af jöklum landsins líka "fúsk" sem og vitnisburðir manna eins og mín um hraðminnkandi jökla.

Ómar Ragnarsson, 17.4.2014 kl. 16:38

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Fúsk er því miður viðurkennd vísindi.  Þú gætir hafa verið að tala hér um Hafró, Páll.

Rannsóknir á stofnstærð fiska byggja á tölvukeyrðum módelum, sem eins og önnur slík, eru ekki áreiðanlegri en forsendurnar leyfa

--

--

Þegar upp kemst um óvísindaleg vinnubrögð í meðferð talnaefnis vakna grunsemdir að pólitíkin hafi orðið staðreyndum yfirsterkari, þótt fúsk sé einnig möguleg skýring.

--

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 17.4.2014 kl. 17:30

3 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég held að enginn telji að mæligögn Veðurstofu Íslands eða úrvinnsla þeirra hjá Veðurstofunni séu fúsk.  Það á bæ eru vinnubrögð vönduð, kannski með því besta sem þekkist.

Það er svo allt annað mál, að hjá NASA GISS hafa menn tekið þessi vönduðu gögn og misþyrmt þeim herfilega.  Það sem NASA GISS gerir við gögnin er ekkert annað en fúsk. Í raun er það verra en fúsk.

Ágúst H Bjarnason, 17.4.2014 kl. 18:37

4 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ágúst H Bjarnason.

Mig rekur minni til þess að hafa lesið hjá þér að á miðöldum og þar á undan muni hafa verið mun hlýrra á Íslandi en búið er að vera um nokkurra hundruða ára tímabili síðan ? Stenst minni mitt slíka skoðun ;) ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 17.4.2014 kl. 18:50

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Nei. Það stenst enganvegin. Minnið eitthvað að svíkja þig þarna.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.4.2014 kl. 19:50

6 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Prédikari:  Ætli ég hafi ekki orðað það nokkurn vegin þannig að fyrir um árþúsundi hafi verið álíka hlýtt og undanfarið, en jafnvel enn hlýrra fyrir um 2000 árum, og aftur ennþá hlýrra fyrir rúmum 3 þúsund árum.

Sjá þessa mynd frá Grænlandsjökli: http://climate4you.com/images/GISP2%20TemperatureSince10700%20BP%20with%20CO2%20from%20EPICA%20DomeC.gif

Hlýnunin mikla fyrir 1000 árum nefnist bloggpistill.  Þar eru nokkrir ferlar, m.a byggðir á rannsóknum Dr. Áslaugar Geirsdóttur.

Art Trausti var með áhugavert viðtal í fyrradag í sjónvarpinu við Dr. Áslaugu. Þar fjallar hún m.a um rannsóknir á hitafari á Íslandi:
http://www.ruv.is/sarpurinn/nyskopun-islensk-visindi-iii/15042014-0
Viðtalið byrjar við mínútu 11:50.

Ágúst H Bjarnason, 17.4.2014 kl. 19:51

7 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Það er rétt að koma því að, að það vantar ca síðustu 100 árin á ferilinn frá Grænlandsjökli sem ég vísaði á.
Skýringar sem fylgdu myndinni er að finna hér (3ja mynd að ofan):
http://climate4you.com/GlobalTemperatures.htm


Hér er önnur framsetning:
http://www.klimaatfraude.info/gisp2-ijsboorkern-vertelt-huidig-temperatuurniveau-ligt-laag_151497.html


Ágúst H Bjarnason, 17.4.2014 kl. 19:58

8 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þökk fyrir þetta Ágúst ;)

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 17.4.2014 kl. 21:13

9 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ómare Bjarki.

Einkennilegt með þig, þú þarft ávallt að hafa ragnt fyrir þér - sama hvað þú ræðir um. Það á ekki hvað síst við um Evrópusambandið og aðlögunarviðræðurnar sem dr. Össur stöðvaði þegar hann fékk að vita að Ísland yrði að samþykkja fyrirfrM ð falla frá kröfum Alþingis varðandi fiskveiðamál í tengslum við aðildarumsóknarályktunina og sömuleiðis yrði Ísland að lýsa fyrirfram yfir að það myndi gangast undir lög og reglur ESB um fiskveiðar. Þá fyrst myndi ESB ræða aðlögun okkar að fiskveiðikaflanum.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 17.4.2014 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband