Krónan er maður ársins - öll eftirhrunsárin

Íslenska krónan ætti að fá kjörið ,,maður ársins" öll árin eftir hrun. Strax eftir hrun var krónan jafnaðarmaður ársins með því að hún jafnaði byrðum kreppunnar á landsmenn.

Krónan varð spretthlaupari ársins þegar á fyrsta eftirhrunsárinu þegar hún sá um kostnaðarlækkun í atvinnulífinu á mettíma. Evruþjóðirnar eru enn að stritast við að lækka kostnað hjá sér með innri gengisfellingu og miðar hægt.

Krónan var viðsnúningur ársins 2010 þegar heimilin tóku að bæta eignastöðu sína á ný eftir hrunið.

Krónan var hagvaxtarkippur ársins 2011 en þá frá Ísland fram úr velflestum ríkjum Evrópu í hagvexti.

Krónan var atvinnuskapandi ársins 2012 enda tryggði krónan að allir sem nenntu fengu vinnu, en skildi eftir smávegis atvinnuleysi til að halda mönnum við efnið.

Krónan var hagvopn ársins 2013 þegar lög voru um að uppgjör föllnu bankanna skyldi vera í þjóðarmynt Íslendinga. Án eigin gjaldmiðils væri Ísland ekki fullvalda - spyrjið bara Íra.

Á næsta ári er hægt með krónuna að bakhjarli að skjóta stoðum undir endurreisn Íslands með lágri verðbólgu, hægum en öruggum kaupmáttarbata og lágu atvinnuleysi. Krónan er þar af leiðandi endurreisnarmaður Íslands.

Og svo eru einhverjir sem voga sér að hallmæla krónunni. Það hyski er flest komið saman í sértrúarflokki á jaðri stjórnmálanna er fékk 12,9 prósent fylgi í síðustu þingkosningum.

 

 

 


mbl.is Eignir og skuldir leita jafnvægis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Miðað við þau atriði, sem víðast erlendis eru notuð sem viðmið, er erfitta að sjá hvernig nokkur annar en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson geti verið maður ársins á Íslandi 2013.

Ómar Ragnarsson, 31.12.2013 kl. 10:09

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Tek undir með Ómari að Sigmundur Davíð sé maður ársins.

Enda hefur hann fulla trú á landi sínu og þjóð og segir fullveldið og sjálfsstæðið ásamt krónunni vera sterkasta vopn þjóðarinnar !

Gunnlaugur I., 31.12.2013 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband