Aukinn stuðningur við ríkisstjórnina, Samfylking tapar

Stuðningur við ríkisstjórn Sigmundar Davíðs vex, fer úr 51,1 prósent í 54,8 prósent. Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Samfylkingin, fær minna fylgi í þessari könnun en þeirri síðustu, fer úr 14,4 prósent niður í 13,5 prósent.

Innbyrðis er hlutskipti stjórnarflokkanna ólíkt, Sjálfstæðisflokkur bætir við sig fylgi en Framsóknarflokkurinn missir stuðning. Á sumarþingi var Framsóknarflokkurinn í fyrirsvari fyrir lög um lækkun veiðileyfa. Vinstriflokkarnir og RÚV studdu undirskriftarsöfnun gegn þeim lögum og eflaust geldur Framsóknarflokkurinn þess.

En augljóst er að þjóðin telur ríkisstjórnina á réttri leið. 


mbl.is Sjálfstæðisflokkur með 29,7% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekkert að marka skoðanakannanir á Íslandi, þær eru flestallar jafn pólitískar eins og stjórnmálamenn.

En xD menn kunna þetta - áróðursvélin í öllum hornum þjóðfélagsins gerir sitt gagn þar til næsta Hrun mætir á svæðið í boði flokksins.

Og litlu lömbin jarma með.

Flowell (IP-tala skráð) 12.7.2013 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband