Ólafur Ragnar skýrir fall Jóhönnustjórnarinnar

Þegar Jóhanna Sig. og Steingrímur J. ætluðu að kenna Ólafi Ragnari reglurnar í alþjóðastjórnmálum, eftir að alþingi samþykkti fyrsta Icesave-frumvarp stjórnarinnar, var fokið í flest skjól fyrir skötuhjúunum.

Forsetinn sýndi og sannaði í Icesave-málinu að hann ber höfuð og herðar yfir starfandi stjórnmálamönnum. Þjóðin sá í Ólafi Ragnari kjölfestu í pólitískri óreiðu eftirhrunsins og umbunaði honum með glæsilegri kosningu síðast liðið vor.

Ólafur Ragnar sýndi reisn í samskiptum við alþjóðasamfélagið á meðan Steingrímur J. og Jóhanna Sig. beygðu sig og bukkuðu. 


mbl.is Forsetinn hreifst af Sigmundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viggó Jörgensson

Ólafur skildi þetta líka en þau ekki.

Hann er stjórnmálafræðingur og hagfræðingur frá Oxford.

Þau flugfreyjan og jarðfræðingurinn eru heimalingar.

Þar munar svolítið miklu.

Viggó Jörgensson, 21.5.2013 kl. 15:13

2 Smámynd: rhansen

ólafur er stjórnmálamaður ...hvorki Jóhanna eða steingrimur ,hvað sem titlar allra segja ...það er bara ser gáfa að vera stjórnmálamaður /kona ...

rhansen, 21.5.2013 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband