Fullveldisstjórn og heimili án kennitölu

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur eiga að mynda næstu ríkisstjórn; það eru skilaboð þjóðarinnar.  Stærsta mál kjörtímabilsins fær rökrétta niðurstöðu með því að ESB-umsóknin verður afturkölluð.

Heimilin voru fyrirferðamikil í kosningabaráttunni. Framsóknarflokkurinn boðaði skuldaniðurfellingu heimila og Sjálfstæðisflokkurinn skattalækkun til heimilanna.

Íslensk heimili eru hvorki með kennitölu né bankareikning, aðeins einstaklingar. Ef Framsóknarflokkurinn ætlar að skuldaleiðrétta miðað við árið 2008 er hætt við að framkvæmdin verði snúin vegna allra heimilanna sem til eru í dag en voru ekki til þá.

Almenn skuldastaða fólks í dag er svipuð og hún var 2006. Af því leiðir er engin ástæða að hefja stórfelldan tilflutning fjármuna.

Það stendur upp á Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk að setja saman málaefnagrunn sem tryggir stöðugleika í efnahagskerfinu, ráðdeild i ríkisfjármálum og fullveldisstefnu í utanríkismálum. 

Kosningasigurinn í nótt getur orðið upphaf að kosningaósigri í lok kjörtímabilsins ef menn vanda sig ekki.


mbl.is Stjórnarflokkarnir tapa tæpum 28%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband