Bjarni Ben. getur snúið tapi í sigur

Bjarni Benediktsson stóð ekki fyrir uppgjöri við hrunverja í Sjálfstæðisflokknum. Kjósendur ætla að taka af honum ómakið og gera flokkinn að 20 prósent félagsskap.

Hluti ástæðunnar fyrir því að Bjarni hikaði í uppgjörinu var að hann sjálfur var með farangur úr útrás og hrun og þótt sá böggull væri ekki stór þvældist góssið fyrir honum.

Formaður Sjálfstæðisflokksins tapaði trúverðugleika og flokkurinn er ruslahrúga. Könnun Viðskiptablaðsins færir Bjarna tækifæri til að snúa tapi í sigur kortéri fyrir kosningar, bæði fyrir sig og flokkinn.


mbl.is Fylgið myndi aukast ef Hanna Birna væri formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Hér sannast hið forkveðna: "Hika er sama og tapa"

Jónatan Karlsson, 10.4.2013 kl. 21:39

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það voru nú flokksmenn XD sem kusu Bjarna til formanns.

Bjarni bauð sig bara fram og vann Hönnu Birnu.

Sleggjan og Hvellurinn, 10.4.2013 kl. 22:15

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Bjarni getur engu breytt.  Flokksmenn kusu hann til forystu og Bjarni á engra annarra kosta völ en að standa sig í því hlutverki.  Það er ekki einu sinni sanngjarnt að ætlast til annars.

Almennir kjósendur eru greinilega ekki á sama máli og flokksbundnir - en það er ekki Bjarna að kenna.

Kolbrún Hilmars, 10.4.2013 kl. 22:28

4 Smámynd: Teitur Haraldsson

Skiptir engu máli hvernig Bjarni komst í þessa stöðu.

Flokkurinn á að hlusta á sína kjósendur og viðurkenna þá staðreynt að hafa manninn þarna eru mistök.

Ef það er ekki Bjarna að kenna hvernig er komið, hverjum þá.
Ekki segja mér að þú viljir kenna kjósendum um?

Teitur Haraldsson, 10.4.2013 kl. 22:48

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Teitur það er til nokkuð sem kallað er lausafylgi,manneskjur sem vilja alls ekki ,,bindast,, einum flokki,en er það sem kallað er mið,eða hægri sinnað,sem á við bæði í Framsókn og Sjálfstæðisflokki (af þeim gömlu). Fólk er örugglega orðið þreytt eftir undanfarin 4 ár. Er ekkert hissa að það dansi eftir ölduganginum,þá á ég við líkt og á dansgólfinu á Norrænu, ferjunni ekki velferðarstjórninni sem er að fara frá. Fólk skilar sér að lokum eins og það gerði í baráttunni við þá ,,norrænu,, í Icesave.

Helga Kristjánsdóttir, 10.4.2013 kl. 23:15

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ertu að spyrja mig, Teitur?  Ef svo er get ég svarað  frá sjónarhóli kjósandans; eftir Icesave treysta kjósendur Bjarna ekki.

En flokksmenn kusu að líta fram hjá því.  ÞAÐ er ekki Bjarna að kenna.

Kolbrún Hilmars, 10.4.2013 kl. 23:17

7 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það er nu eitthvað skrýtið ef kjósendur Sjálfstæðisflokksins fara að fussa við Bjarna fyrir það eitt að hafa komið að viðskiptum. Maður hefði hingað til haldið að þeir stæðu tryggari fotum a jörðinni. Getur verið að þeir hafi ekki áttað sig a að hreinar meyjar eru utdauð tegund.

Ragnhildur Kolka, 10.4.2013 kl. 23:30

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég held að örlagastundin hafi verið þegar Davíð Oddsson steig fram á landsfundi og niðurlægði Bjarna með því að ráðast af öllu afli gegn vinnu nefndarinnar, sem flokkurinn hafði fengið til að að kryfja aðdraganda Hrunsins til þess að geta byggt upp á ný.

Ómar Ragnarsson, 10.4.2013 kl. 23:39

9 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Það að kunna ekki að vera í liði á sér oftast skýringar í félagslegri lesblindu. Einstaklingar með slíka skekkju, sem að öðru leiti geta verið hinir mætustu menn, eiga það til að gera bommertur. Þetta mátti sjá í samtökunum Heimsýn ekki fyrir löngu síðan, og síðan í greiningu þinni í formannsmálum.

Sigurður Þorsteinsson, 11.4.2013 kl. 00:58

10 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

ómar

það er nokkuð mikið til í þessu hjá þér

Sleggjan og Hvellurinn, 11.4.2013 kl. 08:31

11 Smámynd: Sólbjörg

Frjálst fall Sjálfstæðisflokksins hefur verið að gerast núna síðustu vikurnar.Eftir landsfundinn þá var allt í góðu gengi. Það sem gerðist var að nokkru eftir landsfundinn fóru Bjarni og Hanna Birna að tjá sig létt í aðra átt en samþykkt landsfundarins hvað á um evrópumálin. Það hleypti illu í sjálfstæðismenn, að viðskipti Bjarna eða aðkoma Davíðs eigi einhvern þátt í fylgistapinu gengur ekki upp. Trú því að hluti af fylginu komi til baka og skili sér upp úr kjörkössunum.

Sólbjörg, 11.4.2013 kl. 09:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband