Þór, Margrét, Birgitta með allt niðrum sig

Þingmenn Hreyfingarinnar þóttust fá nýja stjórnarskrá í staðinn fyrir stuðning við minnihlutastjórn Samfylkingar og VG. Nú rennur upp fyrir Þór, Margréti og Birgittu að þau hafa verið dregin á asnaeyrunum.

Það var alltaf óskhyggja að ríkisstjórnin kæmi stjórnarskrárfrumvarpinu í gegnum alþingi.

Þríeykið úr Hreyfingunni vildi trúa vegna þess það hentaði einkahagsmunum þeirra.


mbl.is Segir að stjórnin eigi að fara frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

"......vegna þess það hentaði einkahagsmunum þeirra"?

Athyglisvert!

Árni Gunnarsson, 11.2.2013 kl. 18:21

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Páll er á móti því að láta þjóðina ráða í atkvæðagreiðslu.

Skulum muna það.

Fyrr eða síðar mun  þjóðin fá að kjósa um ESB. Ef nei. Þá er Páll á móti því.

kv

Sl

Sleggjan og Hvellurinn, 11.2.2013 kl. 18:33

3 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Þetta stjórnarskrárplagg er og mun aldrei verða neitt annað en óskalisti og því miður mun jólasveinninn ekki komast niður reykrörið með gjöfina til að uppfylla óskirnar.

Þeir sem trúa á jólasveina þurfa að endurhugsa málið aðeins.

Sindri Karl Sigurðsson, 11.2.2013 kl. 19:02

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Meirihlutinn skal ráða.

Rúmlega 60% vildi þessa nýju.

Þá er það ákveðið.

Næsta mál takk.

kv

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 11.2.2013 kl. 19:33

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hvernig hentaði það einkahagsmunum þeirra Páll minn að fá í gegn stjórnarskrána?  Viltu ekki útskýra fyrir mér hvernig það gat verið þeirra einkamál að þetta stjórnarskrármál færi í gegn?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.2.2013 kl. 21:52

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Stjórninn er vonlaus enda skipuð af hrunverjum og glæpamönnum það að Hreifinginn hafi stutt hana er viðbjóður!

Sigurður Haraldsson, 11.2.2013 kl. 23:17

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Lánamál heimilana er eitt af aðalmálum Dögunar Stefán.  En þau þ.e. hreyfingin var að vona að Stórnarskrármálið myndi vera klárað, því þar eru ýmis góð mál sem þarf að virkja svo við getum komist upp úr þeim hjólförum sem við erum í.  Þetta hefur ekkert með þeirra persónulegu mál að gera, heldur sýn þeirra á raunverulega bætur til handa almenningi í þessu landi. Þeir sem eru mest á móti stjórnarskánni eru einmitt þeir sem vilja ekki missa spón úr sínum aski og alls ekki að þjóðin fái meira umboð en hún hefur.  Svo sorglegt sem það er þá hafa þau öfl sem vilja óbreytt ástand náð að rugla fólk svoleiðis í rýminu og telja fólki trú um að hér sé á ferðinni tæki til að koma okkur inn í esn með góðu eða illu.  Þannig lít ég bara ekki á málið, og ég tel að það sé grundvallaratriði að ná sátt um þetta mál.  Við gætum einfaldlega breytt áherslum í 111 greininni og tekið þar af öll tvímæli um að við viljum ekki inn í ESB og málið væri dautt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.2.2013 kl. 23:21

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

ESB afsakið, meinleg ritvilla hjá mér

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.2.2013 kl. 23:22

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Enginn spónn hrekkur úr mínum aski,en mér fannst þetta flausturslega unnið og ég var búin að lesa að Esb.hvetti til Stjórnarskrábreytinga. Það er augljóst að í ESb verður ekki gengið samkvæmt gömlu Stjórnarskránni. Mig minnir að á fyrstu árum þessa kjörtímabils,hafi maður haldið að hún skipti sköpum til bóta,eftir það sem á undan hafði gengið.En ég hef það rétt eftir Sigurði Líndal að það sé ekkert að gömlu Stjórnarskránni,aðeins þurfi að fara eftir henni.

Þar sem ég hef ekki spurningar stjórnlagaráðs,get ég ekki nefnt dæmi orðrétt,en fannst þær ekki samræmast lýðræðislegum vinnubrögðum. Fyrstu spurningunni gat ég alls ekki svarað játandi. Það hljóp í frekjuna og hún ruddist með fræðimönnum í að semja þetta,með ærnum kostnaði. Segið mér bara hvað hefur þessi ríkisstjórn gert annað en að hliðra til vegna Evrópusambandsins,ef eitthvað er þá til að stýra peningamálum í samræmi við óskir hrægammasjóðanna. Það hefur enginn talið mér trú um neitt,Ásthildur mín góð,þetta getur ekki verið augljósara,eins augljóst og þið segið að LÍÚ vilji ekki breytingar vegna veiðiheimilda. Væri ekki nær að leita sátta við þá,það er ráðist á landssamband útgerðarmanna eins og þeir séu að fremja ódæði,ættum frekar að þakka þeim fyrir að færa björg í bú,skaffa láglaunafólki vinnu og öllum því tengdu.

Helga Kristjánsdóttir, 12.2.2013 kl. 00:04

10 Smámynd: Jón Óskarsson

Það er kominn tími til að menn rifji upp um hvað var spurt í þjóðaratkvæðagreiðslunni.  Hún snérist ekki um hvort þjóðin vildi þau drög sem stjórnlagaráð hafði lagt fram sem nýja stjórnarskrá.  Fyrsta spurning var um hvort nýta ætti þau drög sem grundvöll að vinnu Alþingis.   Það hefur því verið um það að ræða að verið sé að hunsa vilja þjóðarinnar í þessu máli.  Drög stjórnlagaráðs eru meingölluð að mörgu leiti eins og þeir sérfræðingar sem farið hafa yfir þau hafa bent á hver af öðrum.   Stjórnarskrá þarf að vanda en ekki bara að keyra í gegn eitthvað plagg sem síðan reynist á mörgum sviðum ónothæft.

Jón Óskarsson, 12.2.2013 kl. 10:14

11 Smámynd: Gunnlaugur Bjarnason

enda eru asnaeyru þau einu sem finnast í þessari flokksforustu.

Gunnlaugur Bjarnason, 12.2.2013 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband