Heift og heimska Vinstri grænna

Fyrir síðustu kosningar var VG eini stjórnmálaflokkurinn óflekkaður af hruninu. Með fimmtungs fylgi gat VG gert kröfu um að vera siðferðilegur og pólitískur kompáss í endurreisninni. Þegar á hólminn var komið brást forystu VG dómgreind til að vinna úr pólitíska kapítalinu sem aðstæðurnar færðu flokknum.

Í stað þess að verða leiðandi í ríkisstjórn með hrunflokknum Samfylkingunni gleypti forysta VG Evrópusambandsstefnu kratanna hráa og sýndi þar með nýfengnu umboði frá kjósendum ótrúlega fyrirlitningu. Öll saga og hefð VG, sem nær aftur til millistríðsáranna á síðustu öld, mælir gegn því að flokkurinn yrði verkfæri til að nauðga Íslandi inn í Evrópusambandi.

Heimskan í Evrópumálum var höfuðsynd VG. Til viðbótar sýndi VG sem flokkur sig algjörlega vanhæfan til að verða ábyrgt stjórnmálaafl sem ætti erindi í stjórnarráðið nema þá undir afar sérstökum kringumstæðum, - eins og ríktu hér rétt eftir hrun. Ábyrgur stjórnmálaflokkur sýnir tilburði til að geta unnið með öðrum stjórnmálaöflum. 

Í ríkisstjórn átti VG vitanlega að sýna Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum eðlilega kurteisi með það í huga að það kemur kjörtímabil eftir þetta. Til að virðast stjórntækur þarf flokkur að eiga snertifleti við aðra. VG var í kjörstöðu til að rækta slíkt samband en gerði ekkert til þess heldur lét heiftina ráða. Samfylkingin notfærði sér einþykkni VG ásamt valdagræði forystunnar til að gera flokkinn að böðlinum í eineltinu gagnvart Geir H. Haarde.

VG nýtist hvorki sem andstöðuflokkur, sem hann er að upplagi, vegna þess að hann seldi helgustu prinsippin sín né samstöðuflokkur þar sem flokkurinn elur á sundurlyndi.

VG er pólitísk ruslahrúga.


mbl.is Bjarni farinn úr VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

VG er stjórnað af illgjörnu fólki. Hefur í sjálfu sér lítið með stjórnmálastefnu að gera. Það var ágætt fólk í VG, en það er horfið. Eftir stendur lið lítilla sæva og sanda.

Ísland er að færast í eðlilegt horf. Eftir næstu kosningar verður búið að leiðrétta prósentumistökin. VG verður aftur 10% flokkur, áhrifalaus, með vonda stefnu, stjórnað af vondu fólki.

Sem betur fer stendur lýðræði sterkum fótum, annars yrði næsta kjörtímabil keppni um það, hvor væri meiri hönk, Steingrímur Il, eða Kim Jong.

Hilmar (IP-tala skráð) 30.11.2012 kl. 08:10

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það er nú munur en ást og viska ykkar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.11.2012 kl. 08:18

3 identicon

Þið keppist við að búa til tvö lið. Þetta er allt sama ruslið. Mestu aumingjarnir verðlauna forystuna og herja á óharnaða unglinga á sama tíma.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 30.11.2012 kl. 10:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband