Samherjar snúast gegn Jóhönnu Sig.

Samfylkingarkonurnar og lögfræðingarnir Kristrún Heimisdóttir og Bryndís Hlöðversdóttir snúast gegn frumvarpi Jóhönnu Sigurðardóttur um nýja stjórnarskrá. Stöllurnar höggva í sama knérunn og Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðingur fyrir skömmu.

Vinnubrögðin við nýju stjórnarskrána eru óboðleg og plaggið getur aldrei orðið að stjórnarskrá.

Í stað þess að láta stjórnarandstöðuna um það að slátra frumvarpi Jóhönnu stekkur samfylkingarfólk til og tætir málið í sig. Stjórnarskrármálið er Albanía í innanflokksuppgjöri Samfylkingar.


mbl.is Þversögn hjá ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samfylkingin er furðulegasta samsæti.  Merkilegt hvernig félagsskapur getur drenerað út heilbrigða skynsemi.  Annars Kristrún oft alveg ágæt.

Annað merkilegt.  Evrusinnar ræða oft um það hvernig suður Evrópa geti sjálfri sér um kennt þar sem Evran sé draumur.  

Hér er mjög skelegg greining á því hvernig Þýskaland hefur stýrt að bjarginu sem þessi lönd eru núna í.  Því auðvitað hefur Þýskaland stjórnað mestu þarna.

 http://carnegieeurope.eu/strategiceurope/?fa=49982

jonasgeir (IP-tala skráð) 16.11.2012 kl. 11:59

2 identicon

Maður þarf ekki að vera hissa að til uppgjörs komi.  Það var undarlegt að horfa uppá þegar hvernig samfylkingarforystan ætlaði Ingibjörgu einni að taka á sig dominn fyrir hrunstjórnina.   Hef aldrei skilið hvernig Jóhanna og sér í lagi Össur komu hlutum þannig fyrir.      Þetta er óþverralýður.

Anna Maria (IP-tala skráð) 16.11.2012 kl. 12:02

3 identicon

Þetta eru klárar og flottar konur svo klárar og flottar að hvorug þeirra er í þingliði Samfylkingarinnar.

Valdatími Jóhönnu hefur nú þegar breyst í harmleik.

Stjórnmálaferill hennar hefur reynst þjóðinni dýrkeyptur.

Furðulegt t.d. að ekki sé fjallað meira um áhrif hennar í húnsæðiskerfinu sem er að hruni komið um leið og það hefur gert stóran hluta þjóðarinnar að öreigum.

Hvað veldur þessari þöggun um einn hryllilegasta stjórnmálamann Íslandssögunnar?  

Rósa (IP-tala skráð) 16.11.2012 kl. 14:04

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Merkilegt að enginn hefur vikið orði að húsnæðissölukerfi Jóhönnu hér áður fyrr.  

Þegar íbúðareigandi seldi og fékk greitt með fasteignaveðbréfum (skuldaviðurkenningu) húsnæðislánasjóðs þurfti hann að breyta þeim í húsbréf ef ætlunin var að nýta þau til þess að  greiða inn á kaup nýrrar íbúðar.  Landsbankinn sá um þetta formsatriði og verðfelldi fasteignabréfin um 10%+.

Íbúðarseljandinn var þannig strax féflettur um þessi 10%.  Væntanlega í þágu bankans - en þetta var kerfið sem Jóhanna setti á og hældist yfir.

Kolbrún Hilmars, 16.11.2012 kl. 15:14

5 identicon

Ekki að það komi neitt á óvart að Páll Vilhjálmsson skrifar illa um fólk, en þegar verið er að ,,vitna í fólk"  þá þarftu að gera það !

Í þessum skrfum þínum ertu ekki að vitna í nema einn aðila, annað er níð um fólk !

Þetta kemur ekkert á óvart !

JR (IP-tala skráð) 16.11.2012 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband