Ragnar Arnalds: Össur blekkir þjóðina

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og embættismenn vita ósköp vel hvað er í boði í viðræðum við Evrópusambandið: aðild að ESB felur í sér að Ísland yfirtekur lög og regluverk sambandsins. En Össur og embættismennirnir hafa í frammi blekkingar til að telja þjóðinn trú um að samningaviðræður muni breyta Evrópusambandinu þannig að það hugnist Íslendingum betur.

Á þessa leið skrifar Ragnar Arnalds fyrrum fjármálaráðherra og formaður Alþýðubandalagsins. Ragnar segir

Vissulega hefur makríllinn leikið stórt hlutverk í þessari refskák því að sá ágæti fiskur á ekki aðeins sinn þátt í endurreisn íslensks efnahagslífs eftir hrun heldur hefur hann einnig afhjúpað fyrir landsmönnum drottnunargirni ESB og heimskulegt og ósveigjanlegt eðli meginreglunnar sem fiskveiðistefna ESB er bundin við. Bretar og Írar, Frakkar, Hollendingar og Spánverjar eru harðir í horn að taka og verða tregir til að gefa nokkurn afslátt frá meginreglunum um sameiginlega fiskveiðistefnu ESB.

 

Þetta höfum við alltaf vitað og þurfti ekki aðildarumsókn til að fá það á hreint. Eða hvað sagði ekki fyrrverandi stækkunarstjóri ESB, Olli Rehn, í samtali við Morgunblaðið (des. 2008) þegar hann var spurður, hvort það kæmi fljótlega í ljós, hvað væri í boði með inngöngu í ESB, ef Ísland sækti um. Hann svaraði því til að spil Evrópusambandsins væru þegar á borðinu í þeim efnum enda sáttmálar og regluverk sambandsins öllum aðgengilegt. Hann bætti því við: „Það hefur aldrei þurft neina umsókn um inngöngu í Evrópusambandið til þess að komast að því.“

Ragnar vekur réttilega athygli á því að ef þjóðin hefði aðgang að þeim upplýsingum sem fara á milli utanríkisráðuneytisins og Evrópusambandsins yrði umboð Össurar samstundis afturkallað og ferlinu sjálfhætt.

Össur freistar þess að halda lífi í viðræðum við Evrópusambandið fram að næstu  kosningum með það í huga að Samfylkingin verði eini flokkurinn með ESB-aðild á dagskrá. Þessi herstjórnarlist er heldur betur að snúast í höndunum á síkáta ráðherranum. Evrópusambandið stendur í ljósum logum og eldarnar tæplega kulnaðir að ári. Heimsveldi taka sér góðan tíma að liðast í sundur.

 


mbl.is Vilja lenda makríldeilunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fiskveiðistefna Evrópusambandsins er alveg út í hött þetta risavaxna seinvirka stjórnsýsluapparat getur ekki komið sér saman um neitt af viti.Niðurstaðan eftir enn einn fundinn um dagin var að reglur um bann við brottkasti yrðu komnar til framkvæmda árið 2019 (eftir 7 ár) árlega henda ESB sjómmenn 1,3 milljónum tonna í hafið aftur og er það örugglega bara toppurinn á ísjakanum. Aðeins hreinræktuðum hálfvitum hér á landi dettur í hug að ganga í Evrópusambandið!

Örn Ægir (IP-tala skráð) 16.6.2012 kl. 14:36

2 identicon

Það er kominn tími á ævardi þögn á ESB., skrímslið.

 Hversegna ?

 Einfaldlega vegna þess að 90% þjóðarinnar mun ALDREI fela erlendum " kommiseru"stðsettum í Brussel, fjöregg þjóðarinnar.  - Svo einfalt er það.

 Að við skulum í dag ( sem betur fer ,mun  því senn að ljúka) að svokallaðir forsætis og utanríksráðherrar þjóðarinnar skuli enn gera sem strúturinn - er sárarar en tárum taki .

Kalli Sveinss. (IP-tala skráð) 16.6.2012 kl. 21:46

3 identicon

Makríllinn er flóttafiskur. Hann flýr frá Evrópusambandinu, sem hefur eyðilagt öll sín fiskimið. Við eigum að veita honum hæli. Það gerum við bezt með því að gefa skít í Evrópusambandið og Samfylkinguna.

Sigurður (IP-tala skráð) 17.6.2012 kl. 00:33

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þessi var meira en góður Sigurður,allt fyrir hælisleitendur. Þessir villa ekki á sér heimildir,eru rýrir,svangir,veiðanleg söluvara okkar,,,, enda fæðum við þá......

.

Helga Kristjánsdóttir, 17.6.2012 kl. 02:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband