Þýskaland virði fullveldi Íslands

Sendiherra Þýskalands Herman Sausen skrifaði í grein í Morgunblaðið í gær til að réttlæta afskipti Evrópusambandsins af íslenskum innanríkismálum. Sausen skrifaði

Ásökunin um afskipti af innanríkismálum er röng þegar af þeirri ástæðu, að aðildarviðræðurnar eru ekki innanríkismál, heldur hluti af utanríkisstefnu bæði Íslendinga og ESB.

Sendiherrann virðist halda að umsókn Íslands um aðild að ESB gefi Brusselvaldinu heimild til afskipta af íslenskum innanríkismálum. 

Skilgreining sendiherrans á fullveldi tekur mið af þýskri utanríkispólitík á fjórða áratug síðustu aldar.


mbl.is Vilja funda með sendiherra Þýskalands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ÞETTA SEGIR ALTT SEM SEGJA ÞARF UM ÞETTA   EVRÓPUSAMBAND.

Númi (IP-tala skráð) 23.5.2012 kl. 16:24

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Furðufugl þessi Herman Sausen. Það mætti halda að hann teldi sig eiga Ísland með manni og mús, miðað við hvernig hann hagar sér. Þetta er ekki traustvekjandi maður.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.5.2012 kl. 16:48

3 identicon

Það var laukrétt hjá Mogganum að birta athugasemd þýzka sendiherrans á áberandi stað.

 Hygg eindæmi að sendiherra erlends ríkis " rífi kjaft" opinberlega yfir ritstjórnargrein í dagblaði lýðræðisríkis, þar sem frjáls skoðanamyndun er stór hluti frelsi einstaklingsins.

 Sýnir í hnotskurn hvers er að vænta taki Brussel" við stjórn" landsins !

 "Sieg heil" !!

Kalli Sveinss. (IP-tala skráð) 23.5.2012 kl. 16:53

4 identicon

Er hann ekki bara eitthvað í líkingu við félagana Hitler og Göbbels?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 23.5.2012 kl. 16:54

5 identicon

Þetta er alveg rétt hjá kallinum, bara ekki á réttum tíma.

Eftir inngöngu hefði þetta því miður passað.

Svona er Evrópa í dag.  ...Ekki skrýtið þó suður Evrópa sé í ruglinu.

jonasgeir (IP-tala skráð) 23.5.2012 kl. 17:00

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Segir það ekki alla söguna að sendiherra Þýska ríikisins skuli ganga fram fyrir skjöldu í nafni Evrópusambandsins?  Ég hefði haldið að hann væri kominn langt út fyrir umboðssvið sitt með þessu. 

Eðlilegra hefði verið að Barrosso bæri upp kvartanir, enda hefur honum ekki klígjað við að hafa bein afskipti af innanríkismálum hér allt frá 2008 þegar hann þrýsti á Seðlabankastjóra símleiðis um að bankar yrðu tryggðir hér í stað þess að láta þá falla. Þaðeitt er svo geggjað að maður nær ekki upp í það.

Herrann gleymir því að við erum EKKI í ESB og því eru afskiptin brot á alþjóðalögum. Áróðursskrifstofa þeirra hérna er einnig alveg á mörkum jins löglega, efhún er þá lögleg.  Það orkar meira að segja tvímælis að hafa afskipti innan meðlimaþjóða eins og nú er gert á Írlandi í massívri áróðursherferð og hótunarherferð í tengslum við kosningar um mánaðamótin, sem snúast um að láta af hendi fjárráð landsins og þar meðð fullveldi.

Nigel Farage ofbauð yfirgangurinn og lyðræðishallinn, enda töldu Írar að verið væri að hlutast ólöglega um innanríkismál. Hann fékk styrki úr sjóðum sambandsins til að veita nei aflinu lið og liggur nú undir ákúrum frá Evrópusambandinu sjálfu að hlutast til um innanríkismál Íra. Það er greinilega ekki sama hvort er Jón eða séra Jón hér.

Hér á Íslandi er svo álíka stór skandall ef ekki stærri að samningsfulltrúi okkar skuli taka virkan og ákafan þátt í áróðursherferð sambandsins hér. Það er alveg súrrelísk staða mál, verð ég að segja.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.5.2012 kl. 17:22

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sem segir okkur að tími sé kominn að stöðva þessa þróun,þótt fyrr hefði verið,Stjórnarandstaða!!!

Helga Kristjánsdóttir, 23.5.2012 kl. 18:21

8 Smámynd: Sólbjörg

Tel að Hemmi "Sósa" sé ekki að gleyma neinu um að erum ekki í ESB. Réttilega veit hann aðildarferlið og aðlögunin jafngildir að við "játum" yfir okkur regluverk ESB. Hann er því bara að láta okkur finna fyrir hinu nýja valdi, áróðurstyrkirnir eru komnir ofan í kok og vasa ESB þjónanna hér á landi og Hemmi telur sig í fullum rétti að stjórna og ráðskast í sínu nýja ríki.

Hvað gerum við ???

Sólbjörg, 23.5.2012 kl. 18:23

9 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Takið nú eftir góðir Sjálfstæðismenn, fulltrúi fjórðaríkisins hefur talað.  B.B hlustar og reynir að átta sig á stöðunni í nokkra daga og svo kemur hann mynduglega og segir hátt og snjallt, það sem hann hefur heyrt sniðugast nýlega.

Hrólfur Þ Hraundal, 23.5.2012 kl. 19:37

10 identicon

Með góðu skal illt út reka. 

Það gerum við með því að skrifa undir áskorunina.  Það gerðum við varðandi Icesave og gerum það enn og aftur.

Jón og Gunna (IP-tala skráð) 23.5.2012 kl. 20:32

11 identicon

Í tilefni af góðum orðum Hrólfs Þ Hraundal, þá vil ég minna á eftirfarandi:

Sannir sjálfstæðismenn kjósa ekki Bjarna Ben. og sérhagsmunaklíkurnar,

sem leynt og ljóst stefna að aðlögun að ESB.

Og vitaskuld kjósa sannir sjálfstæðismenn alls ekki stalínista VG

og alls ekki hina samfylktu og samtryggðu í Ójafnaðarmenn Samfylkingar.

Og sannir sjálfstæðismenn kjósa vitaskuld alls ekki Hreyfinguna/Dögun

Sannir sjálfstæðismenn mega mín vegna kjósa framsóknarfjósið og verðbréfasalann frá Wall Street, ef þeir af barnaskap treysta honum

EN

Samstaða er okkar Syriza gegn samtryggðri og samfylktri valdaelítunni,

það segir mas. Styrmir Gunnarsson á stjórnmálavaktinni.

Jón Jón Jónsson (IP-tala skráð) 23.5.2012 kl. 20:38

12 identicon

Svona er staðan í Evrópu.

Það sem Hitler fékk ekki með vopnabraki, fær A.Merkel með peningum. Viljum við það??

Jóhanna (IP-tala skráð) 23.5.2012 kl. 20:52

13 identicon

Ég hef áður bent á meðfylgjandi athugasemd evrópsks skuldaþræls, sem segir allt sem segja þarf:

"The European Political Elite and their International Financier Bankrollers will never let the EU project die.

In common with most despots in human History, they will Destroy, Rape, Pillage and Steal whatever is required to keep the big shell game going.

The War being waged against the peoples of Europe is a silent one. It is being waged with Financial and Economic Weapons of Mass Destruction, without a shot being fired.

It is WAR none the less and the people need to wake up to the consequences of this War before we are all totally disenfranchised by these sociopaths."

Ég held að íslensk þjóð ætti fremur að elska friðinn og efla hér samstöðu okkar til lýðræðis og velferðar okkar allra, en að blandast inn í evrópska stríðssögu.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.5.2012 kl. 21:06

14 identicon

Það er vægast sagt sláandi að fylgjast nú með valdablokkunum sem myndast hafa, enn á ný, á yfirstandandi 18. fundi leiðtoga ESB ríkjanna á aðeins 2 árum.

Leiðtogar Þýskalands, Austurríkis og Finnlands (við munum líka hann Ollie Rehn) mynda nú eina valdablokk.  Það ætti að klingja bjöllu í höfðum þeirra sem einhvern tíma hafa lesið um stríðssögu Evrópuríkja og þarf ekki að kafa djúpt í söguna til að muna það.  Auk þessara leiðtoga hefur leiðtogi Hollands (við munum enn Icesave hótanirnar) bæst í hóp þessarar blokkar.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.5.2012 kl. 21:28

15 identicon

Páll Vihjálmsson kemur ekkert á óvart !

Auðvitað þarf að skrifa fyrir þá sem borgar best !!!

Stundum finnst manni Páll Vilhjálmsson leggjast lágt, er eitthvað hægt að fara lægra  ?  

Hvað kemur næst , og hver verður fyrir skíugum skrifum næst ?

JR (IP-tala skráð) 23.5.2012 kl. 22:32

16 identicon

JR, skrifin þín eru einna skítugust. Hvað í fjandanum ertu að verja? Innanríkisíhlutun, Samfylkinguna eða Stór-Þýskaland gegn Íslandi?

Ólafur (IP-tala skráð) 23.5.2012 kl. 23:10

17 identicon

Sæll

Leggja á fyrst fram tillögu um að draga ESB umsóknina til baka. Þá er komið að ögurstundu fyrir þingmenn Vg og kjósendur þeirra sjá nákvæmlega hvar þeir standa. Guðfríður Lilja hefur blaðrað mikið undanfarið, með svona tillögu kæmi berlega í ljós hvort þetta blaður í henni væri bara í nösunum á henni (blaður ætlað til innanhússbrúks í Vg). Hvað ætlar Árni Þór "stofnfjárbréf" að gera ef slík tillaga verður borin upp?

Að því loknu á að leggja fram vantrausttillögu á ríkisstjórnina. Þá verða þingmenn Hreyfingarinnar að gera endanlega upp við sig hvað þeir ætla að gera.

Þingmenn stjórnandstöðu er óttalegar gungur, jafnvel þó stjórnin standi þetta af sér er bráðnauðsynlegt fyrir kjósendur að sjá nákvæmlega hvar hver þingmaður stendur. Hvað ætlar t.d. Þorgerður Katrín "Harpa" að gera ef lögð verður fram tillaga um að draga ESB umsóknina til baka? Sjálfstæðismenn í hennar kjördæmi þurfa að sjá svart á hvítu hvar hún stendur núna svo hægt sé að henda henni út af framboðslista í næsta prófkjöri.

Helgi (IP-tala skráð) 23.5.2012 kl. 23:20

18 identicon

Þýski fjölmiðillinn, Handelsblatt, er ekki feiminn við að segja frá þeirri staðreynd, að Bundesbank heldur nú byssu að höfði Grikklands. Hvað með litla Ísland, ef við værum að fullu aðlöguð?:

http://www.handelsblatt.com/politik/konjunktur/geldpolitik/folgen-beherrschbar-euro-zone-und-ezb-bereiten-griechenlands-austritt-vor/6665038.html

Litli landsímamaðurinn (IP-tala skráð) 23.5.2012 kl. 23:46

19 identicon

Ég þykist vera allvel kunnugur í Danmörku, sem hefur játað undan sér meira af fullveldinu en Íslendingar hafa enn gert. Ég minnist þess ekki, að neinn erlendur sendiherra hafi leyft sér að birta bréf neitt í líkingu við skrif Sausens. Og ég þekki ekki, að ESB hafi þar í landi áróðursskrifstofu á borð við þá, sem rekin er hér á Íslandi. Hvað þá að ESB hafi þar svokallaðan sendiherra, sem ferðast um og boðar frjálslega fagnaðarboðskapinn um ESB. Nei, helztu fréttir um ESB og Danmörku eru oftar nýjar og fráleitar reglur, stórar sektir frá Brussel fyrir að gera ekki allt rétt og arfavitlausar styrkveitingar. Þess vegna gegnir Folkebevægelsen mod EU mikilvægu hlutverki í Danmörku og hefur fengið menn kosna á þing ESB.

Sausen finnst það ekki vera innanríkismál, hvort fámenn þjóð þurfi að sporna við tilraunum 500 milljóna manna ríkjabandalags með 23.000 milljarða króna árlega veltu, til að hafa þau áhrif á Íslendinga, að þeir selji landið sitt. Það sé utanríkismál, sem erlendum sendimönnum sé frjálst að reka áróður fyrir. Sem betur fer er ennþá í valdi Íslendinga, ef þeir þora, að berja í borðið gagnvart þessari hugmyndafræði. Þar á meðal að reka Timo Summa úr landi og veita Sausen harða áminningu fyrir að hafa með grein sinni spillt samskiptum þjóðar sinnar við Íslendinga meira en nokkur annar þýzkur sendiherra, að Werner Gerlach meðtöldum. Sausen talar fögrum orðum um frelsi til að dreifa upplýsingum. Hann hefur líklega aldrei heyrt talað um Berufsverbot gagnvart kommúnistum eða tugthús fyrir að segja eitt viðurkenningarorð um Adolf Hitler. Og hér er ég engu og engum að mæla bót, heldur að benda á það, að þjóðir telja sig því miður þurfa að bregðast við hættu, sem þær þykjast skynja, jafnvel með því að skerða frelsi á þeim sviðum. Hvað er nú um stundir hættulegra fyrir Íslendinga en það, að ESB ausi af sínum 23.000 milljörðum króna til að klófesta land þeirra? Sausen má jafnframt vita það, að stuðningur ríkisstjórnar hans við innlimunarstefnu Samfylkingarinnar er óskiljanlegur og fjandsamlegur gagnvart þeim Íslendingum, sem ekki deila sömu hugmyndafræði, svo að ég noti sömu lýsingarorð og hann velur Morgunblaðinu. Erlendar ríkisstjórnir ættu að hafa þá sómatilfinningu að taka ekki opinbera afstöðu í þessu máli, meðan Íslendingar ræða það sín á milli, eins og þeir eru einfærir um.

Sigurður (IP-tala skráð) 24.5.2012 kl. 00:31

20 identicon

Hvað er það annað en krafa um fullveldisafsal, þegar das kapital Bundesbank beinir byssu að  höfði þjóðar, eða hefur í viðlíka hótunum og er ekki feimið við þær hótanir? 

Er það eitthvað svipað sem Deutsche Bank hefur beitt okkur og að herr Heman Sausen hafi haldið, vegna linkindar helferðarstjórnarinnar, að hann kæmist óátalið upp með, að ganga endanlega að okkur og krefjast fullveldisafsals?

Litli landsímamaðurinn (IP-tala skráð) 24.5.2012 kl. 00:38

21 identicon

Það er víst ekki að spyrja að þýskri ákefð og leiftursóknum þeirra. 

Þjóðverjar hafa þar  margra árhundraða reynslu og kunna þær, en það dapurlega fyrir hina stórmerku þýsku þjóð er sú sögulega og margítrekaða staðreynd, að hún bíður alltaf ósigur að lokum. 

Það er þygra en tárum taki, fyrir þýskan almenning, að alltaf rísa þar upp snargalnir pólitíkusar með mikilmennskudrauma um herraþjóðina miklu.  Dapurlegast af öllu er þó að íslenskum skussum í pólitík skuli nú makka með.

Litli landsímamaðurinn (IP-tala skráð) 24.5.2012 kl. 00:50

22 identicon

Og það er einnig þyngra en tárum taki, fyrir íslenskan almenning.

Litli landsímamaðurinn (IP-tala skráð) 24.5.2012 kl. 00:52

23 identicon

Eftir að mannfýlan Ollie Rehn, þá stækkunarstjóri ESB og þá sem nú fulltrúi Bilderberg gróðapunganna sem halda djöflamessur sínar með reglulegu millibili, lagði hér alla stjórnsýslu og ráðuneyti undir sig í marga mánuði með alls kyns fíflagangs krossaprófunum, eftir vel undirbúinn forleik Jóhönnu og Steingríms á þingi sumarið 2009, sem byggðist á þingræðislegri valdnauðgun af sama caliber og í Icesave nauðgunarafgreiðslum á þingi,

þá birtist enn á ný einhver finnsk erindrekamannfýla, einhver Summa, sem Egill Skalla-Grímsson hefði vafalaust krækt úr auga og ælt upp í, væri hann enn við lýði.  Hvaða feita frík er þessi Summa, hann minnir á trúðinn Össur.

Hvenær fáum við frið fyir þessum finnsku útsendurum Bilderberg djöflanna?   

Orðrétt (IP-tala skráð) 24.5.2012 kl. 02:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband