Stjórnarandstaðan gefst upp: stjórnarskráin á öngvan vin

Þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks gefast upp í vörninni fyrir atlögu vinstriflokkanna að stjórnarskránni, samkvæmt fréttum sem vonandi reynast rangar.

Ef rétt er þá er morgunljóst að stjórnarandstöðuþingmönnum hafi skjöplast hrapallega í pólitískri dómgreind sinni.

Ríkisstjórnin er með gjörtapaða stöðu og aðeins hugleysingjar heykjast á því að skilja á milli bols og höfuðs Jóhönnustjórnar.


mbl.is Samkomulag um að ljúka umræðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef að formaður sjálfstæðisflokksins hefði minnstu sjálfsvirðingu þá segði hann af sér, það hefur aldrei orðið neinum til vegs og virðingar að hanga í starfi sem hann ræður ekki við.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 22.5.2012 kl. 21:25

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þú ert stoltur af þínu utan af nagi Kristján B.K.    

Hrólfur Þ Hraundal, 22.5.2012 kl. 22:24

3 identicon

Það get ég sagt þér Hrólfur Hraundal að það sem ég segi er bara blákaldur sannleikurinn, hann er kannski erfiður fyrir þá sem dragast með í Sjálfstæðisflokknum og hafa hvorki dug né þor til að horfast í augu við hann, ert þú kannski einn af þeim?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 22.5.2012 kl. 22:37

4 identicon

Það er satt hjá Kristjáni að Bjarni ræður ekki við þetta, Bjarni er ekki nógu hreinn og beinn til að koma heiðarlega fram. Hann segir eitt í dag og annað á morgun. Hann er ekki marktækur frekar en margir í stjórnarflokkunum.

Ólafur (IP-tala skráð) 23.5.2012 kl. 00:56

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Án þess að þér komi það sérstaklega við Kristján B. K þá fylgi ég grundvallar stefni Sjálfstæðisflokksins og verð súr þegar þingmenn hans gera það ekki. 

En hvað með þína stefnu Kristján aðra en að naga að utan Sjálfstæðisflokkinn? Annars er sannleikurinn er ansi víða Kristján, en hvað dregst  þú með frá þínum flokki?

Þú ert fjölvís um Sjálfstæðisflokkinn Ólafur, en hvað veist þú um þinnflokk?  Ég held að allir flokkar hafi þörf fyrir aðhald, hvernig er þínu aðhaldi háttað? 

Hrólfur Þ Hraundal, 23.5.2012 kl. 07:38

6 identicon

Þú veist lítið um hvað ég er fjölvís eða hvort ég hafi flokk yfirleitt, þó ég fullyrði að Bjarni Benediktsson ráði ekki við þetta og ekkert sé að marka hann frekar en Steingrím eða Össur og marga í viðbót. Það er víst að ekkert er að marka mann sem segir nei í dag og já á morgun eins og við ískalda matið hans.

Við Kristján vorum ekki að gagnrýna Sjálfstæðisflokkinn eða tala um flokka yfirleitt svo þú getur verið rólegur.

Ólafur (IP-tala skráð) 23.5.2012 kl. 10:15

7 identicon

Það get ég sagt þér Hrólfur Hraundal, að ég hef alla mína ævi verið fullveldissinni og fylgjandi hinu frjálsa framtaki. En ég verð að segja að ekki finnst mér Sjálfstæðisflokkurinn með núverandi forystu vera sá flokkur sem ég myndi treysta fyrir fjöreggjum þjóðarinnar, fullveldi og sjálfstæði sem eru algjörlega í uppnámi vegna umsóknar að ESB, frá mínum sjónarhóli er sá sem vill inni í ESB hvorki sjálfstæðis né fullveldissinni, það eru nokkrir slíkir trójuhestar meðal þingmanna sjálfstæðisflokksins og einnig meðal flokksmanni, ert þú kannski einn af þeim? 

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 23.5.2012 kl. 10:17

8 Smámynd: Sólbjörg

Ég er sjálfstæðismanneskja í sinni réttu mynd að allir eiga að hafa tækifæri til að nýta hæfileika sína og standa saman. En Bjarni Ben er svo algerlega bitlaus að það er óþolandi að horfa upp á það. Hver er hans myllusteinn svo hann þorir sig hvergi að hræra? Hann er liðleskja í baráttunni fyrir sjálfstæði landsins og vantar hugrekki og eldmóð. Bjarni ætti að fá smá leiðsögn frá Davíð Oddsyni sem aldrei lét eigin auðæfi hefta sig í að vinna og standa með þjóðinni.

Sólbjörg, 23.5.2012 kl. 18:30

9 identicon

Sammála þér Sólbjörg, Ég held þú mælir fyrir munn margra Sjálfstæðis og lýðveldissinna.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 23.5.2012 kl. 21:25

10 Smámynd: Sólbjörg

Þakka þér fyrir Kristján, gott að heyra. Inn á www.kjosendur.is, fjölgaði undirskriftum um 600 á stuttri stundu. Samfylkingar pennar eru líka stokknir fram og blogga óttaslegnir yfir hratt fjölgandi undirskriftum.

Sólbjörg, 23.5.2012 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband