Þriðji ríkisstjórnarflokkurinn; Margrét, Þór og Birgitta

Hreyfingin er þriðji ríkisstjórnarflokkurinn án þess að viðurkenna það opinberlega. Þór Saari, Margrét Tryggvadóttir og Birgitta Jónsdóttir styðja ríkisstjórnina án þess að viðurkenna það opinberlega.

Baktjaldamakk þingmanna Hreyfingarinnar kemur í veg fyrir að þjóðin fái að kjósa nýtt þing.

Ástæðan fyrir stuðningi Hreyfingarinnar er einmitt þessi: þau þrjú vita að þau eiga ekki afturkvæmt á alþingi.

 


mbl.is Ragnheiður Elín: Einstaklegur ömurleiki Margrétar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Augljóst mál.

Vissulega eru þau að hugsa um að fá sem mestar tekjur út úr þingsetunni.

 En gleymum því ekki að þetta fólk stendur nú að nýju framboði til þings.

Það krefst undirbúnings og þar með tíma.

Þetta lið heldur lífi í ríkisstjórninni til að undirbúa þetta nýja framboð.

Afskaplega venjuleg íslensk hugsun.

Þremenningarnir eru jafn ómerkilegir og liðið sem þeir þóttust vera að skora á hólm.

Þingmenn Hreyfingarinnar eru fyrst og fremst Íslendingar.

 Óheilir, lygnir og ómerkilegir.

Það sama á við um Guðmund Steingrímsson.

Hann er ekki að hugsa um lýðræði og þjóðarhag.

Hann styður líka öfgastjórn Steingríms og ofstopalýðsins til að hafa tíma til að undirbúa framboð sitt undir nýjum merkjum.

Gubb.

Rósa (IP-tala skráð) 5.5.2012 kl. 19:35

2 identicon

Hvað segja hinir, sem komu að stofnun Dögunar, um þessa þremenninga? 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 5.5.2012 kl. 19:52

3 Smámynd: Sólbjörg

Skilt að Dögun vilji halda áfram ESB aðildaraðlögunnin og svo á að kjósa (sic)!

Halda eflaust að það sé málamiðlun sem muni færa þeim fleiri atkvæði. Ef þau næðu inn manni á þing yrði seglum hagað eftir vindi en ekki kosningaloforðunum. Fæ velgju af helgislepjunni sem þessi þrenning reynir að sveipa sig með enda ber Borgarhreyfingin með sér öll heilkenni Samfylkingarinnar. Núna á að skifta um nafn á flokknum og sameinast öðrum flokki, þetta ferli er eins og endurtekning á forsögu Samfylkingarinnar.

Sólbjörg, 5.5.2012 kl. 20:23

4 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Sorinn hefur einkent fílkið í Hreifingunni..

Vilhjálmur Stefánsson, 5.5.2012 kl. 20:24

5 identicon

Já - og ég held að fólk hljóti að vera orðið hugsi með þessa þremenninga og hversu fljótt (borgara)Hreyfingin súrnaði.

Þetta andstyggilega og dómharða blogg Margrétar úr stofusófanum heima (þegar hún átti að vera í vinnunni)kemur illa upp um hugsanagang og þessa fólks.

Guðmundur Steingríms er náttúrulega bara djók. Greyið.

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 5.5.2012 kl. 20:26

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ég get ekki látið vera að svara spurningu þinni Pétur Örn Björnsson. 

Samviska mín leyfir það ekki, að þegja yfir upplifun minni af aðkomu Hreyfingarinnar að stofnun Dögunar.

Ég mætti með opnum huga á stofnfund ýmissa stjórnmálasamtaka, undir nafninu Breiðfylking á Grand Hótel, til að taka þátt í breytingum til hins betra.

Ég hélt að Samstaða og Ný Framtíð yrðu þarna líka, en svo var ekki.

Ég skráði mig í Breiðfylkinguna við innganginn til að geta greitt atkvæði á fundinum um ýmis mál.

Ég var sátt við ferlið þar til kom að afstöðunni um ESB, því þá upplifði ég að það voru blekkingar í gangi við þá atkvæðagreiðslu, með orða-ruglingi/kosninga-ruglingi sem ekki stóðst, við nánari athugun og samanburð við það sem ritarinn skráði réttilega.

Ég reiddist að sjálfsögðu við svona svikavinnubrögð, og mér var svo misboðið að ég ætlaði að ganga út af miðjum fundi, en kunningi af öðru borði spurði mig á leið út hvort ég ætlaði að fara strax. Ég svaraði já, því þetta væri bara enn einn ESB-flokkurinn. (Sagði þetta kannski ekki orðrétt svona, en meiningin í orðum mínum var þannig).

Kunninginn vildi að ég sæti áfram og stæði með þeim sem ekki vildu í ESB. Það varð úr að ég fór ekki fyrr en fundurinn var nærri búinn. Ég ætlaði að gefa þessu afli séns áður en ég færi með þessa fyrstu upplifun í loftið. Nú er ég enn sannfærðari en ég var á fundinum, um að Hreyfingin er einungis að snapa viðbót við ESB-flokkinn hennar Jóhönnu.

Ég er búin að hringja í Helgu Sigurjónsdóttur, þá ágætu baráttukonu, og biðja hana að skrifa mig út úr þessari fylkingu. Ég stend enn með alvörubaráttufólki eins og henni og öðru ekta og góðu sjóarabaráttufólki þarna.

Það er skömm að því hvernig Hreyfingin og einhverjir úr Borgarahreyfingunni eru að eyðileggja þetta frábæra framtak kvótabaráttufólksins og ESB-andstæðinganna. Hreyfingin og sumir fleiri eru eins og boðflennur á öllum vígstöðvum, án þess að standa með nokkrum af heilum hug. Þau eru ekki tilbúin að standa og falla með alþýðu Íslands, þrátt fyrir fagurgala og orðagjálfur.

Þetta er mín reynsla af þeim, og hér með er það sagt, og beint frá hjartanu. Ég sé ekki að það þjóni hagsmunum alþýðunnar að gefa þessari Þórs Saari-HREYFINGU frekari séns, miðað við óheilindin og tvískinnunginn sem þau hafa sýnt.

Fyrsta baráttumál Þórs Saari var að berjast fyrir afnámi bindisskyldu á alþingi. Þá hugsaði ég, og sagði kannski einhversstaðar: hann byrjar á að mótmæla sjálfum sér. Þetta var semsagt efsta baráttumálið hans í byrjun!

Allt annað fannst mér skipta meira máli rétt eftir síðustu kosningar! Far vel Þór Saari og co. Þið áttuð möguleika, en létuð hann víkja fyrir einhverjum tvískinnungs-blekkingarleik, sem allir eru búnir að fá nóg af. Bindisskylda og neftóbaksnotkun eru ekki helstu baráttumál heimilanna!

Ég styð Dögun, en ég styð ekki Hreyfingarliðið sem hefur troðið sér í Dögun á fölskum forsendum. Þau geta bara farið beint í Samfylkinguna, og fengið eitt atkvæði út á heiðarleikann fyrir að fylgja sínum rétta flokki í verki.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.5.2012 kl. 20:52

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það er án efa málamiðlun,ég varð fyrir miklum vonbrigðum með þessa hálfvelgju.þó ekki sé hugsuð til að ginna. Eru virkilega komin 3+ár síðan þessir nýju þingmenn gengu meðal okkar mótmælenda á Austurvelli,trúandi,vonandi,,,,Icesave í algleymi!! Þau eru komin alla leið,rétt eins og þátturinn sem er að trufla mig.

Helga Kristjánsdóttir, 5.5.2012 kl. 20:53

8 identicon

Takk kærlega fyrir mjög heiðarlegt og greinargott svar Anna Sigríður.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 5.5.2012 kl. 22:08

9 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Pétur Örn. Það er mín samfélagslega skylda að segja frá öllu sem ég veit um, sem viðkemur alþýðu þessa lands.

Ég þoli ekki lygar, fals og óheiðarleika.

Þess vegna stend ég í þessari þjóðfélags-gagnrýni-baráttu.

Ég hvorki get né vil fara í framboð fyrir nokkurt stjórnmála-afl, en ég bæði get og vil styðja gott fólk til góðra verka. Þar er minn starfsvettvangur, eftir því sem heilsan leyfir hverju sinni.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.5.2012 kl. 23:01

10 identicon

Nú standa þingmenn Hreyfingarinnar í samkrulli við fjórflokka. Segjast vilja gegnsætt allt upp á borðið,(skyldi maður ætla)

Það verður að segjast eins og er, að ekki vex nú trú fólks á þeim og er það varla von. En aum er framtíðarsýnin á Skerinu.

Endirinn verður sennilega bestur með að biðja Óðalsbóndann, sem bráðlega kemur á Grímstaði á Fjöllum um að stjórna þessarri hjörð sem heita íslendingar.

Að endingu tek ég undir allt sem Anna Sigríður Guðmundsd.segir.

Jóhanna (IP-tala skráð) 5.5.2012 kl. 23:36

11 identicon

Takk Anna Sigríður fyrir frábærar athugasemdir þínar, beint frá hjartanu.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 5.5.2012 kl. 23:42

12 Smámynd: Elle_

Eg get ekki verið sammála öllu að ofan um Þór Saari.  Hann stendur ekki með landsöluflokki Jóhönnu í öllu og ekki í Grímsstaðamálinu sem dæmi.  Skrifi Margrét pistil er það varla honum að kenna og ætti ekki að segja neitt um hans ´hugsanagang´.  Það er eins og að segja að skrifi Björn Valur eins af hans hálfvitalegu pistlum og kalli forsetann ´ræfil´ einu sinni enn, lýsi það ´hugsanagangi´ Ögmundar.

Elle_, 5.5.2012 kl. 23:59

13 Smámynd: Elle_

Elle_, 6.5.2012 kl. 00:09

14 identicon

Elle, nú ef Þór var svona vel að sér um blekkingar Samfylkingarinnar 2010, heldur þú þá að hann sé nú orðinn blindur á blekkingar þeirra? 

En það er þó þakkarvert að honum sé ekki alls varnað í Grímsstaða málinu, sem er algjör skítabransi HRUN-flokksins Samfylkingar. 

En gáðu að því Elle, að Þór skammar þar ekki Jóhönnu og Samfylkinguna, heldur sveitastjórnirnar.  Tókstu ekki eftir því Elle?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 6.5.2012 kl. 01:59

15 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er einmitt vegna þessarar afstöðu Hreyfingar gegn svikum stjórnarflokkana, allt fram að fæðingarhátið frelsarans á síðasta ári, sem gerir þau nú svo ótrúverðug, Elle.

Milli jóla og nýárs, sumir segja reyndar eitthvað fyrr, gekkst Hreyfingin ríkisstjórninni á hönd. Eftir það hefur Jóhanna verið róleg og ekkert verið að æsa sig þó einhverjir stjórnarþingmenn séu með mótþróa, hún veit sem er, að meirihlutinn er tryggur.

Þetta var forsenda fyrir því að hægt væri að fara að vilja ESB og sparka Jóni Bjarnasyni úr ríkisstjórn. Það hefði Jóhanna aldrei getað gert nema vera búin að tryggja meirihlutann.

Þingmenn Hreyfingar hafa með þessu sýnt að þeir eru engu betri en þeir sem fyrir voru á þingi, baktjaldamakkið sem þau voru kosin til að berjast gegn, er nú orðið þeirra verkfæri!!

Gunnar Heiðarsson, 6.5.2012 kl. 08:07

16 identicon

Góður punktur hjá Pétri Erni. Það var átakanlega hallærislegt af Þór að skamma sveitastjórnirnar.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 6.5.2012 kl. 09:11

17 Smámynd: Elle_

Játa að mér bara yfirsást þessi hlið á Þór Saari.  Líkl. fylgdist ég ekki nógu vel með hvað Þór var í alvöru að gera og datt ekki í hug að hann líka gæti verið með svona fals.  Eftir að ég las comment Péturs leitaði ég að gagnrýni Þórs á þann ömurlegasta flokk sem hann hafði gagnrýnt hvað harkalegast sjálfur og fann ekki neitt nema gamalt.  Hann veit vel um allan óþverra þess landsöluflokks sem svífst einskis við að gefa og selja fullveldið og landið.  Hann er þá sokkinn jafn neðarlega og skæðasti flokkur landsins fyrr og síðar.

Elle_, 6.5.2012 kl. 14:13

18 identicon

Heill og sæll Páll; sem og aðrir ágætir gestir, þínir !

Elle E; fornvinkona, mæt !

Í ljósi atburðarásar, í þing hörmunginni, að undanförnu, hafa þau Hreyfingar fólk látið ásannazt, að þau eru ómerkileg og purrkunnarlaus leiguþý Helvízkrar Jóhönnu og Steingríms klíkunnar.

Ég treysti betur; þöglum Ljósastaurunum, úti við götu, hér heima í Hvera gerðis og Kotstrandar skírum, en þessu ömurlega packi, Elle mín - og þið önnur.

Með kveðjum góðum; sem oftar, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.5.2012 kl. 14:55

19 identicon

Birgitta Jónsdóttir sést að sögn afar sjaldan í þingsölum.  Yfirleitt er hún í útlandareisum á kostnað skattborgara, nú síðast Ottawaferð þar sem henni tókst að fá mynd af sér með Dalai Lama sem hún hefur nú sett á facebook síðuna sína.

Er það tilfellið að ef fólk kemst á þing þá sé því í sjálfsvald sett hvort það mætir í vinnuna niður við Austurvöll eða kemst það upp með að mæta svo til aldrei en leggjast í ferðalög um heiminn í nafni mótmæla eða mannréttinda einhverstaðar í útlöndum?

Birgitta er eflaust ágæt manneskja en mikið væri gaman að sjá mætinguna á þingi í þágu Íslenskrar þjóðar og kostnað við ferðalögin.

En auðvitað má skilja þetta, bara eitt ár eftir í mesta lagi til láta skattgreiðendur borga áhugamálin.

HelgaB. (IP-tala skráð) 6.5.2012 kl. 18:24

20 identicon

Það er nú bara þannig að Hreyfingin hefur flokkað sig sem stjórnarflokk eða stjórnarandstöðuflokk heldur tekur hún ákvarðanir um hin ýmsu mál eftir sínum eigin forsendum.  Þetta er orðin frekar leiðinleg klisja um að þau þrjú séu orðin hækja ríkisstjórnarinnar. Það voru ekki þau þrjú sem gengu inn í VG eins og einn annar þingmaður sem kom úr þeirra röðum.  Hreyfingin hefur nálgast öll mál óháð þeim sem leggur þau fram. Ef ríkisstjórnin eða stjórnarliðar leggja fram mál sem þau styðja þá gera þau það og ef þingmenn Sjálfstæðisflokksins eða Framsóknar leggja fram mál sem þau styðja þá gera þau það.  Þau segjast vera alveg óbundin. 

http://blog.eyjan.is/margrett/2012/05/04/herbergi-fullt-af-bavionum/

Skúli (IP-tala skráð) 6.5.2012 kl. 19:02

21 identicon

Gunnar Heiðarsson hittir, að mínu mati, naglann á höfuðið:

"Milli jóla og nýárs, sumir segja reyndar eitthvað fyrr, gekkst Hreyfingin ríkisstjórninni á hönd. Eftir það hefur Jóhanna verið róleg og ekkert verið að æsa sig þó einhverjir stjórnarþingmenn séu með mótþróa, hún veit sem er, að meirihlutinn er tryggur.

Þetta var forsenda fyrir því að hægt væri að fara að vilja ESB og sparka Jóni Bjarnasyni úr ríkisstjórn. Það hefði Jóhanna aldrei getað gert nema vera búin að tryggja meirihlutann.

Þingmenn Hreyfingar hafa með þessu sýnt að þeir eru engu betri en þeir sem fyrir voru á þingi, baktjaldamakkið sem þau voru kosin til að berjast gegn, er nú orðið þeirra verkfæri!!"

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 6.5.2012 kl. 19:38

22 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Pétur Örn. Akkúrat svona er Hreyfingin, eins og þú bendir réttilega á hér að ofan. Það er kominn tími til að almenningur opni augun, og horfist í augu við staðreyndir.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.5.2012 kl. 19:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband