VG að sökkva vegna ESB-umsóknar

Steingrímur J. og hópurinn í kringum hann heldur áfram ESB-aðlögun Íslands þrátt fyrir ítrekaðar flokkssamþykktir Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs að hagsmunum Íslands sé best borgið utan Evrópusambandsins og ekki skuli taka við aðlögunarstyrjum frá ESB. Í vikunni beitti Árni Þór Sigurðsson klækjabrögðum í utanríkismálanefnd til að liðka fyrir aðlögunarstyrjkjum frá ESB.

Handhafar heiðarlegra stjórnmála í þingflokki VG, þau Guðfríður Lilja, Jón Bjarnason og Ögmundur Jónasson, geta ekki öllu lengur flotið að feigðarósi aðlögunar að ESB. 

Steingrímur J. hefur brennt allar brýr að baki sér og á ekki afturkvæmt sem trúverðugur stjórnmálamaður. Í fallinu tekur hann með sér flokkinn - nema einhver spyrni við fótum. 


mbl.is Þjóðin verði spurð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Steingrímur verður ekki minnst fyrir tiltekt í sögubókum.  Enda taka fæstir til með tungunni vilji þeir vinna verkin vel.

Hans verður minst sem ómerkilegasta pólitíkus nútímasögu Íslands.

jonasgeir (IP-tala skráð) 28.4.2012 kl. 10:33

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Svo er hann með kút og kork, skítt með aðra.

Helga Kristjánsdóttir, 28.4.2012 kl. 10:39

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ótrúleg lágkúra Vg hópsins, fyrir utan þessi þrjú sem nefndir voru.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.4.2012 kl. 11:27

4 Smámynd: Elle_

VG er sokkinn.  VG sökk fyrir að hlýða í einu og öllu valdníðslu Jóhönnu og co. gegn þjóðinni.  Það fór að gerast strax í júní, 09 við ICESAVE1 og ekkert getur bjargað þeim nema kannski þeir losi sig við næstum alla í flokknum og líka Guðfríði sem snérist eins og blað í vindi í ICESAVE2 og 3, ef fólk man það ekki.

Elle_, 28.4.2012 kl. 11:50

5 Smámynd: Gústaf Níelsson

Páll flokkurinn og hugsjónir hans skipta engu máli. Fari eitthvað úrskeiðis verður bara stofnaður nýr flokkur utan um náttúruvernd og femínisma. Þessi mannskapur er hugsjónalaus. Þetta er valdastreitufólk án prinsippa.

Gústaf Níelsson, 28.4.2012 kl. 21:18

6 identicon

Sæll.

Í stað þess að vera með svona yfirlýsingar ættu þessir þingmenn einfaldlega að leggja fram tillögu á Alþingi þess efnis að viðræðum verði slitið og umsóknin dregin til baka. Það skiptir engu hvað þingmenn segja heldur skiptir öllu hvað þeir gera.

Með því að leggja fram slíka tillögu kæmi berlega í ljós, við atkvæðagreiðslu, hvaða þingmenn hafa hvaða skoðun. Ef Árni "stofnfjárbréf" Þór greiðir atkvæði með að viðræðum verði haldið áfram, ásamt einhverjum öðrum í Vg, ætti slíkt að hafa mikil áhrif á veru þeirra á framboðslita Vg næst. Kjósendur vita þá líka nákvæmlega hvar hver þingmaður stendur í þessu mikilvæga máli.

Helgi (IP-tala skráð) 29.4.2012 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband