Keisarinn van Rompuy í Kjánalandi

Herman Van Rompuy var endurkjörinn forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins í vikunni - án þess að margir tækju eftir því. Ástæðan? Jú, Van Rompuy þáði endurkjör sitt ekki frá evrópskum almenningi, fremur en aðrir æðstuprestar Brusselvaldsins, heldur var hann útnefndur af leiðtogum aðildarríkja ESB.

Almenningur og lýðræði eru afgangsstærðir í Evrópusambandinu og þarf af leiðandi er lýðræðisleg ábyrgð þeim framandi sem með völdin fara þar á bæ. Þess vegna verður sérhver atkvæðagreiðsla um Evrópusambandið spurning um það hvort Brusselvaldið haldi andlitinu eða ekki. Írar munu notfæra sér það og, líkt og Grikkir, taka ESB í gíslíngu þó ekki sé nema um stundarkorn.

Á meðan talar Van Rompuy eins og hann sé keisari í stórkostlegu veldi. Og er hæddur og spottaður fyrir vikið. 


mbl.is Mun snúast um aðildina að ESB og evruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Að öllum líkindum heyrðist aðeins geisp úr sanum.

Ragnhildur Kolka, 2.3.2012 kl. 21:11

2 identicon

Svo vitað sé þá hefur aldrei farið fram kosning um forseta Evrópusambandsins, og síðast þá var hann Herman Van Rompuy ekki kosinn heldur skipaður í þetta sæti af ESB- elítunni. Hvað eru fjölmiðlar að túlka það sem svo að Hermann Van Rumpuy hafi verið endurkjörinn, þegar að ekki fór fram nein kosning og maðurinn var aftur endurskipaður?   

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 2.3.2012 kl. 22:56

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Talar Van Rompuy? Hann hlýtur að líkja eftir dauðu goðunum; The thumb up or down.

Helga Kristjánsdóttir, 3.3.2012 kl. 01:33

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er alveg bannað að gera grín að svona mikilvægum manni.

Hér sést, að a.m.k. hann sjálfur vill láta taka sig alvarlega:

Van Rompuy segir þjóðþing ríkja Evrópusambandsins orðin að ESB-stofnunum! (Mbl. 29. fyrra mánaðar, og sú frétt er hér:)

„E.t.v. ekki í formlegum skilningi en a.m.k. pólitískt eru öll þjóðþingin orðin að Evrópustofnunum,“ sagði Herman van Rompuy, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, á fundi um efnahagsmál í Brussel í gær. Hann sagði ástæðuna þá að ákvarðanir á þjóðþingum ESB-ríkja hefðu í vaxandi mæli þýðingu fyrir önnur aðildarríki. Hann sagði þessa þróun draga úr fullveldi ríkjanna að nokkru leyti, að því er fram kemur á fréttavefnum Euobserver.com. „Þjóðþingin halda fullveldi sínu í ríkisfjármálum, a.m.k. á meðan stefnumörkunin ógnar ekki fjármálalegum stöðugleika heildarinnar,“ sagði hann en bætti við að evruríkin yrðu að hafa samráð við framkvæmdastjórn ESB og önnur aðildarríki áður en þau tækju stærri ákvarðanir sem gætu haft áhrif á hin ríkin.

Og HÉR! vitnaði ég í leiðara Moggans sama dag (Þjóðþingin sett af) um þetta alvarlega mál.

Jón Valur Jensson, 3.3.2012 kl. 03:52

5 identicon

Hér eru nokkrar spurningar vegna viðskipta Ástráðs Haraldssonar:

http://svennip.blog.is/blog/svennip/entry/1224309/

"Hversu há var skuldin sem þurrkuð var út og vegna hvers konar viðskipta?"

Getur verið að þetta hafi verið hluti af markaðsmisnotkun bankanna?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 3.3.2012 kl. 08:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband