Stóraglæp kosningabaráttunnar stolið

Dómur Hæstaréttar um bann við afturvirkri vaxtahækkun skutlar nokkrum tugum milljarða króna til einstaklinga og fyrirtækja, sem skila mun hagvexti, því varla fara peningarnir í sparnað. Vesalingarnir með verðtryggðu lánin, ykkar einlægur þar á meðal, munu mögla eitthvað en það er til lítils - afturvirkir vextir eru bannaðar.

Dómurinn mun breyta kosningabaráttunni, sem þegar er hafin, í grundvallaratriðum. Nýju framboðin, Liljuflokkur og Breiðhreyfingin, og sumir þingmenn Sjálfstæðisflokks, s.s. Illugi og Guðlaugur, ætluðu að heyja kosningabaráttu á þeim forsendum að skattgreiðendur skyldu niðurgreiða lán til skuldara.

Hæstiréttur stal glæpnum með því að banna verðtryggða vexti á ógild gengislán. Með því að fólk og fyrirtæki fá tugi milljarða tilbaka í oftekna vexti er tómt mál að tala um í kosningabaráttu að bæta í þann pott.

Til að yfirbjóða Hæstarétt verða Illugi, Guðlaugur, Lilja og Þór-Margrét-Birgitta að bjóða okkur beina ríkisframfærslu heimilanna: öll heimili landsins fái 200 þúsund kall frá ríkinu á mánuði. Hver býður betur?

 

 


mbl.is Endurreikna þarf öll lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Lilja er þegar búin að gera það að tillögu sinni að ríkið taki lífeyrissjóðina eignarnámi. Þá peninga ætlar hún væntanlega að leika jólasvein með öllum landslýð til hagsbóta.

Vinstri hvað?

Jón Bragi Sigurðsson, 15.2.2012 kl. 21:21

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Mikið er dapurlegt að lesa svona pistil.  Mjög mörg af þeim lánum sem hér um ræðir voru tekin til 30 - 40 ára.  Verið er að leiðrétta 2 - 6 ár af þessum 30-40.  Þó bankarnir verði af einhverjum peningum núna, þá fá þeirri hærri vexti það sem eftir er lánstímans.  Slíkir hærri vextir eru óhagstæðir fyrir lántaka og góðir fyrir kröfuhafa (ekki hægt að tala um lánveitendur, þar sem þeir eru flestir farnir yfir móðuna miklu).

Gerðu það fyrir mig, Páll, að fara nú með rétt mál.

Marinó G. Njálsson, 15.2.2012 kl. 22:25

3 Smámynd: Elle_

Eg vil benda á að fjöldi manns var með bæði ólöglegar gengistryggðar og verðtryggðar skuldir og lánþegar/skuldendur skiptast alls ekki í 2 hópa.  Fjöldi manns sem var bara með verðtryggðar skuldir eða engar skuldir barðist samt gegn ranglæti gengistryggðu lánanna.  Málið snýst nefnilega ekki bara um eg/mig/mér/mín heldur um það að ranglæti og þjófnaður banka og fjármálafyrirtækja og mútu-stjórnmálamanna LÝÐIST EKKI.  Persónulega hef ég engu stórkostlegu að fagna nema að ranglætið var DÆMT SEKT.  Það voru nefnilega ekki endilega óráðsíumenn sem tóku gengislán neitt frekar en önnur lán heldur bara venjulegt fólk.

Elle_, 15.2.2012 kl. 22:30

4 Smámynd: Elle_

Og núverandi kröfuhafar eru í stórum stíl fjárfestar sem keyptu skuldirnar af gömlu bönkunum með gríðarlegum afslætti með hjálp Jóhönnu og Steingríms og ætluðu að græða og rukka fullt af skuldendum.

Elle_, 15.2.2012 kl. 22:47

5 identicon

Elle E, það er rétt að það komi fram, að hugmyndin er alveg örugglega ekki Jóhönnu og Steingríms.

Þetta er nefnliega nákvæmlega það sem Hrannar B. Arnarsson og Helgi Hjörvar gerðu hér um árið, þegar þeir seldu "kröfur" gjaldþrota Þjóðlífs. Saklaust fólk þurfti að blæða, og aðrir að standa í ströggli við að losna undan þessum "kröfum".

http://www.mbl.is/greinasafn/grein/84424/

Hilmar (IP-tala skráð) 15.2.2012 kl. 23:38

6 Smámynd: Elle_

Get ekki sagt ég sé beint hissa á þeim 2 Jóhönnuliðum í lögbrjótastjórninni.  Og Jóhannes gerði mistök, enda kannski ekki löglærður: ´Það er eina tryggingin sem fólk hefur til að sanna sakleysi sitt´.  Maður verður ekki að sanna sakleysi sitt fyrir dómstólum heldur verður sækjandi að sanna sekt manns.

Elle_, 15.2.2012 kl. 23:58

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Páll. Þennan pistil þinn skil ég ekki.

Rétt skal vera rétt, og það er aðalatriðið. Við höfum ekkert að gera með lög í landinu, ef ekki er farið undantekningarlaust eftir þeim á eðlilegan og siðferðislega réttlátan hátt. Lög sem vernda svikara, eru ógild lög í réttarríki.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.2.2012 kl. 07:17

8 identicon

Þar komstu með það Páll. Það þarf heilt þorp til að ala upp barn. Heimgreiðslur til foreldra. Hvaða réttlæti er í því að leikskólakennarar og dagforeldrar fái laun en foreldrar ekki?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 16.2.2012 kl. 08:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband