Vel gerðir hommar og kennarinn Snorri

Talskona Stígamóta furðar sig á samúð dómstóla með hommum sem kaupa vændi af börnum.  Réttindabarátta homma virðist hafa skila okkur hugmyndinni um ,,vel gerða homma" sem eiginlega ætti ekki að dæma þótt þeir kaupi kynlíf af börnum.

Snorri Óskarsson grunnskólakennari nýtti sér málfrelsið, sem flestir telja hornstein lýðræðissamfélags, til að andæfa hommum og stendur frammi fyrir allsherjarfordæmingu og atvinnumissi.

Glæpur Snorra virðist vera sá að hann gerði ekki upp á milli ,,vel gerðra homma" og ,,illa gerðra." Ef hann hefði gagnrýnt síðri útgáfunni af hommum væri allt í sóma hjá Snorra. En bíðum við: ef vel gerðir hommar ættu helst af sleppa við refsingu fyrir að kaupa kynlíf af börnum - hvaða óhelgi þurfa illa gerðir hommar að vinna sér til að samfélagið fordæmi þá?

Pólitískur rétttrúnaður étur afturendann á sér. Afsakið orðbragðið.


mbl.is Óttast uppsögn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Þessi var beint á bossann. Íslendingar eru að drepast úr hræsni. Hræsni er aðalvandamálið á Íslandi, ekki menn sem taka biblíu þjóðkirkjunnar bókstaflega. 

Ég vona að hommar og lesbíur sýni Snorra sama umburðarlyndið sem hinir réttsýnu Íslendingar sýna samkynhneigðum, þegar þeir eru ekki að segja hommabrandara.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 11.2.2012 kl. 18:57

2 identicon

Afskaplega eru þessi skrif áhugaverð og um sumt skemmtileg.

Auðvitað verjum við frjálslyndi og málfrelsi sem öfgaöflin sækja að í sífellt auknum mæli.

Skríllinn sem telur sig hæfan til að ákveða hvernig við lifum, hvað við setjum ofan í okkur, hvað við hugsum og hvað við segjum.

Þessu eitri höfnum við.

En að trúarofstækismaður með hugmyndir sem eru svo klikkaðar að  því verður vart með orði lýst hafi FRELSI til að rjóða þessum viðbjóði og rugli yfir börnin okkar í nafni málfrelsis er svo skrýtið og ruglað að undrum sætir.

Geta Snorri þessi, Heilög Jóhanna, Steingrímur, Ögmundur, Bjarni B. og allir hinir vitleysingarnir ekki bara látið okkur í friði?

Hvernig væri það?

Ha?

Karl (IP-tala skráð) 11.2.2012 kl. 19:26

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég hef verið að lesa á facebook viðbrögð samkynhneigðra við þessum ummælum Snorra. Flest ðll segjast þau fyrirlíta málflutning hans en telja að refsing og jafnvel brotrekstur sé út í hött þar sem hann hafi málfrelsi eins og aðrir utan vinnu sinnar.

Magnús Helgi Björgvinsson, 11.2.2012 kl. 19:55

4 identicon

Snorri er EKKI að rjóða viðbjóðnum í eyru barnanna í skólastofunni. Hann veit hvar mörkin liggja.

Fleir mættu kynna sér þau mörk.

Birgir Baldursson (IP-tala skráð) 11.2.2012 kl. 21:19

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ég sé fyrir mér hvernig samkynhneigðum drengjum líður í kennslustundum hjá svona fordæmandi kennara.

Þeim líður víst nógu illa, sem ekki falla inn í A4-siðlausa niðurbrotskerfi skólasamfélagsins skyldaða, þótt kennarinn sé ekki opinber hatari þeirra.

En umræðan á að sjálfsögðu gagnlegan rétt á sér um þessi mál.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.2.2012 kl. 22:55

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek undir þetta með Önnu Sigríði.  Hvernig líður börnum í kennslustund hjá þessum manni ef þau hafa þessar kenndir sem eru þeim eiginlegar.  Er á þau bætandi á viðkvæmum aldri.  Böðrn hafa tekið sitt eigið líf í svona pælingum.  Aðgát skal höfð í nærveru sálar.  Og að hafa svona grimma afstöðu kennara til þessa viðkvæma máls er síðasta sort. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.2.2012 kl. 23:18

7 Smámynd: Benedikta E

 Snorri skrifaði Biblíulegan texta gegn samkynhneigð á bloggsíðu sína - það kemur skólastarfi hans ekkert við. - Það eru Samtökin 78 sem hafa aðgengi að skólastofum grunnskólanna með kynningarefni  / áróður fyrir samkynhneigð.Það segir enginn neitt við því - þessi ómaklega aðför gegn Snorra verður kannski til þess að vekja athygli foreldra á aðgengi Samtakanna 78 að skólastofum barnanna þeirra.

Benedikta E, 11.2.2012 kl. 23:32

8 identicon

Snorri hefur svipaða skoðun á þessum málum og þau kirkjufélög, sem telja mikinn meirihluta kristinna manna hafa alltaf haft og hafa nú, þótt algengara sé að telja samkynhneigð ekki synd, heldur innri brenglun (sic), en það hins vegar synd að láta undan slíkum freistingum í hugsun, orði, athöfn eða vanrækslu. Önnur trúarbrögð hafa mörg líka afstöðu, til dæmis islam og gyðingdómur. Hún má vissulega heyrast, á að heyrast. Enginn ætti að leyfa sér að traðka á málfrelsi og trúfrelsi manna, sem gengur gott til, eins og Snorra.

Sigurður (IP-tala skráð) 11.2.2012 kl. 23:37

9 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Ég tek undir með Benediktu E og Sigurði.

Þórólfur Ingvarsson, 11.2.2012 kl. 23:44

10 Smámynd: Elle_

Eg er sammála Þórólfi.

Elle_, 11.2.2012 kl. 23:49

11 identicon

Hvað í ósköpunum er "áróður fyrir samkynhneigð", Benedikta?  Hvað veist þú um að Samtökin 78 séu mikið inni í grunnskólum landsins?  Ég held að þetta sé bara ekki rétt hjá þér

Skúli (IP-tala skráð) 12.2.2012 kl. 14:08

12 identicon

Páll, ertu á einhvern hátt að líkja samkynhneigð við barnaníð? Eða ertu að segja að samkynhneigð sé ekki eðlileg á annan hátt?

Viðar Freyr (IP-tala skráð) 13.2.2012 kl. 12:26

13 Smámynd: Elle_

Eg dreg ofanvert til baka, veit ekki um hvaða aðgengi Benedikta er að tala.  Eg er sammála Sigurði.  Og Þórólfi hvað hann varðar.   

Elle_, 13.2.2012 kl. 19:13

14 identicon

Mér fannst í fyrstu, að kenning Árna Johnsen væri langsótt, að Samfylkingin væri að berja á Snorra. En svo kærði Pétur Maack sálfræðingur hann, eftir að búið var að hrekja Snorra úr skólanum, og Pétur þessi er ein helzta sprauta Samfylkingarinnar á Akureyri. Hann sparkaði sem sagt í liggjandi mann. Ég treysti mér ekki lengur til að afskrifa kenningu Árna. Þetta er ömurlegt.

Sigurður (IP-tala skráð) 23.2.2012 kl. 18:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband